Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 10
10 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Ráðherra veldur hneykslan: Sag›i íslam ekki si›menningu ÍTALÍA, AP Ummæli ráðherra í ítölsku ríkisstjórninni, þess efnis að íslam væri ekki siðmenning, hefur valdið mikilli hneykslan á Ítalíu. Hafa tals- menn stjórnar- og stjórnarand- stöðuflokka fordæmt ummælin og lagt áherslu á að samræður við hóf- sama múslima séu lykillinn að bar- áttunni gegn hryðjuverkum. Roberto Calderoli, ráðherra kerfisumbóta, lét þau orð falla á þriðjudag að nýjustu hryðjuverka- árásirnar væru afleiðing „áreksturs milli siðmenningar og ekki-sið- menningar“. „Að skilgreina íslam sem siðmenningu væri ofrausn,“ sagði Calderoli, en hann kemur úr Norðurbandalaginu, hægriflokki á Norður-Ítalíu sem hefur beitt sér mjög fyrir takmörkunum á innflytj- endastraumi og róttækum ráðstöf- unum gegn hryðjuverkaógninni. En Calderoli á sér augsýnilega ófá skoðanasystkin. Í síðustu viku kom út þriðja bók ítalska rithöfund- arins Oriana Fallaci, þar sem hún skrifar um ógnina sem Evrópu og vestrænni menningu stafar af múslimum. Fyrri bækur hennar um efnið hlutu metsölu. - aa Minna veitt af minki Sveitarfélögum ber samkvæmt lögum a› ey›a grenjum en sökum minnkandi flátttöku ríkisins í kostna›i vi› vei›ar er ví›a misbrestur á flví, einkum í fámennum sveitarfélögum me› miki› landsvæ›i. UMHVERFISMÁL „Ég hef verið að fá fleiri minka í vor en dæmi eru um án þess að hafa aukið sókn- ina,“ segir Guðbrandur Sverris- son, sem eyðir dýrum fyrir þrjú sveitarfélög á Vestfjörðum. Hann segist lengst af hafa verið að fá um hundrað dýr á ári en hafi fengið 170 í fyrra og ef fram heldur sem horfir nær hann yfir tvö hundruð dýrum í ár. „Samt virðist þeim fjölga á svæðinu.“ Samkvæmt lögum ber sveitarfélögum að eyða tófu- og minkagrenjum og lengi vel skiptist kostnaður jafnt á milli ríkis og sveitarfélaga. Þótt sama upphæð hafi árum saman verið eyrnarmerkt veiðunum á fjár- lögum hefur aukafjárveiting jafnan verið samþykkt fyrir því sem upp á hefur vantað, þar til fyrir þremur árum. Nú er hlut- fall ríkisins komið undir þrjátíu prósent. Þá benda margir sveitar- stjórnarmenn á að sveitarfélög geti ekki nýtt virðisaukaskatt sem þeir greiði veiðimönnum, sér til lækkunar. Því sé hlutur ríkisins í veiðunum ekki mikið hærri en það sem þeir borgi í skatt til ríkisins vegna veið- anna. Hjá Ísafjarðarbæ fengust þær upplýsingar að á tæplega 700 kílómetra strandlengju séu einu minkaveiðarnar fólgnar í því að 12-14 æðarvörp séu vökt- uð. Bærinn greiðir ekki öðrum en ráðnum veiðimönnum fyrir veiðar og þær standi aðeins yfir í þrjá mánuði á ári. Í Súðavíkur- hreppi, með 250 kílómetra strandlengju í Ísafjarðardjúpi er minki eytt skipulega en ekki er gengið á tófugreni, heldur að- eins sinnt útköllum frá bænd- um. „Okkur er ekki vel við refinn en gerum þetta til að leggja áherslu á misvægið,“ segir Ómar Már Jónsson, sveitar- stjóri. „Við bindum miklar vonir við að ríkið komi meira að þessu og geri okkur kleift að sinna þessu með jafnmiklum sóma og áður fyrr.“ Ómar segir kostnað sveitar- félagsins við veiðar nema tíu þúsund krónum á hvern íbúa. „Það jafngildir því að Reykjavík setti rúman milljarð í að eyða meindýrum.“ grs@frettabladid.is Erlendur tékkafalsari: Í var›haldi fram á haust DÓMSMÁL Kona á þrítugsaldri sem segist vera frá Líberíu en fram- vísaði fölsuðu bresku vegabréfi við komu til landsins í maí hefur verið dæmd í gæsluvarðhald til 14. októ- ber. Konan framseldi falsaða tékka hér á landi að andvirði rúmrar millj- ónar króna en neitar að sér hafi ver- ið kunnugt um að þeir væru falsaðir. Hún var sýknuð af að hafa staðið í skjalafalsi og stórfelldum auðgunar- brotum í slagtogi við annan mann, en sá var sakfelldur og hlaut fimm- tán mánaða fangelsisdóm. Maðurinn kveðst vera frá Nígeríu en rannsókn lögreglu á því hver kærða er í raun heldur áfram. - ht Álver í Reyðarfirði: Risakrani rís vi› höfnina ÁLVERSFRAMKVÆMDIR Verið er að reisa nýjan hafnarkrana Sam- skipa við álvershöfnina í Reyðar- firði en kraninn er 400 tonn á þyngd. Kraninn verður notaður við höfnina á meðan á byggingar- framkvæmdum álversins stend- ur. Undirstaða kranans sem veg- ur 100 tonn hefur þegar verið sett saman ásamt stjórnklefanum og 60 tonna mastri. Á næstu dögum verður bóma sett á mastrið auk hífibúnaðar. Bechtel hefur gert samning við Samskip um að ferma og af- ferma skip við höfnina á meðan á byggingarframkvæmdum ál- versins stendur. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR UMMÆLI FORDÆMD Romano Prodi, leiðtogi ítölsku stjórnarandstöðunnar, fordæmdi orð ráðherrans Calderoli um að íslam væri ekki siðmenning. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ÍSLENSKUR REFUR Sveitarfélög á Vestfjörðum og víðar eru farin að draga úr veiðum á tófu og mink vegna aukins kostnaðar. SIGLT UPP Í FJÖRU Smábátur strandaði fyrir neðan bæinn Setberg á Grundarfirði í gær- morgun eftir að honum var siglt upp í fjöru. Tveir menn voru í bátnum og sakaði þá ekki. Naut lögregla aðstoðar björgunarsveita við að draga bátinn aftur á flot en skemmdir á honum eru taldar óverulegar. VALT EFTIR ÁREKSTUR VIÐ VÖRUBIFREIÐ Fólksbifreið var dregin af vettvangi eftir árekstur við vörubifreið á Reykjanesbraut við Álftanes- veg á níunda tímanum í gær- morgun. Ökumenn beggja bif- reiða voru fluttir á slysadeild til athugunar en meiðsl þeirra voru talin minniháttar. Erlendir ferðamenn: Veltu jeppa eftir árekstur BÍLVELTA Jeppi valt eftir árekstur við fólksbíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar laust eftir klukkan átta í gærmorgun. Miklar umferðartafir urðu í kjölfar óhappsins en draga þurfti báða bílana burt. Þrír far- þegar voru í jeppanum auk öku- manns, allt erlendir ferðamenn. Ökumaðurinn kvartaði undan eymslum í læri en taldi ekki ástæðu til að leita læknis að svo stöddu. Ökumaður fólksbílsins slapp ómeiddur. - ht Framtíðarstarf og sumarafleysingar AÐFÖNG óska eftir starfsmönnum á lyftara og í lagerstörf. Um er að ræða framtíðarstörf og einnig í sumarafleysingar. Við bjóðum upp á góða tekjumöguleika, góða vinnu-aðstöðu og mötuneyti er á staðnum. Leitað er að kraft-miklum og áreiðan- legum einstaklingum sem eru eldri en 18 ára og vilja framtíðar- starf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. Umsóknareyðublöð má fá í móttöku Aðfanga að Skútuvogi 7, 104 Reykjavík einnig er hægt að sækja um á www.adfong.is upplýsingar gefur Trausti í síma 693-5602. Ástþór Magnússon: Kærir DV fyrir rógbur› RÓGBURÐUR Ástþór Magnússon hefur kært ritstjórn DV fyrir meiðyrði vegna greinar sem birtist í blaðinu á þriðjudaginn var. Á forsíðu blaðsins var fyrir- sögnin: „Ástþór Magnússon: Blindfullur í miðbænum“. Í grein- inni sjálfri var svo sagt að Ástþór hefði verið í fylgd óþekktrar kær- ustu og að hann hefði gert sig lík- legan til slagsmála. Ástþór vísar í fréttatilkynn- ingu sögusögnum DV á bug og segir atburðarásina sem lýst er í DV uppspuna. Einnig áréttar hann að þau Natalía Wium séu enn gift og vilji vinna úr sínum einka- málum án afskipta DV. - oá ÁLVERSHÖFNIN Í REYÐARFIRÐI Mastur nýja kranans gnæfir við himin. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON OG NATALÍA WIUM Ástþór hefur kært DV fyrir meiðyrði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.