Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 2
2
Fjöldi Íslendinga ver jólunum á Kanaríeyjum:
Fimmtán flugvélar a› fyllast
FERÐALÖG Vel á þriðja þúsund Ís-
lendingar hafa þegar bókað ferð til
Kanarí yfir jólin. Uppselt er í sam-
tals tólf ferðir á vegum fjögurra
ferðaskrifstofa en enn eru nokkur
sæti laus í vélar á vegum þriggja
þeirra.
Fjórar vélar fara utan á vegum
Úrvals Útsýnar og að sögn Helga
Eysteinssonar eru ennþá laus sæti í
eina. Á vegum fyrirtækisins verða
því rúmlega átta hundruð manns á
Kanarí yfir jólahátíðina.
Sömu sögu er að segja af Sumar-
ferðum, fjórar vélar fara til Kanarí
og Tenerife á vegum þeirra og er
uppselt í þær allar. Að auki bjóða
Sumarferðir upp á jólaferð til
Alicante og er uppselt í hana.
Guðbjörg Sandholt hjá Heims-
ferðum segir að milli sjö og átta
hundruð manns verði á þeirra veg-
um á Kanarí yfir jólin. Þegar hefur
selst upp í tvær ferðir en nokkur
sæti eru laus í þriðju ferðina.
Laufey Jóhannsdóttir hjá Plús-
ferðum segir það sama uppi á ten-
ingnum á þeim bæ, allt er að seljast
upp en fjórar vélar fara til Kanarí á
vegum Plúsferða fyrir þessi jólin.
- bþs
DÓMSMÁL Bandarískur ferðamað-
ur var í gær dæmdur í Héraðs-
dómi Reykjavíkur fyrir líkams-
árás. Var hann dæmdur í tveggja
mánaða fangelsi, en refsing fellur
niður eftir tvö ár, haldi hann al-
mennt skilorð.
Tildrög málsins eru þau að
maðurinn sem er á þrítugsaldri
lenti í hörðum átökum við Íslend-
ing fyrir utan veitingastaðinn Sól-
on aðfaranótt sunnudags. Tildrög
eru ekki ljós, en Íslendingurinn
slasaðist allmikið, kinnbeins-
brotnaði, botn undir hægra auga
brotnaði og færðist til og hann
hlaut skurð við hægra auga sem
sauma þurfti saman. Sjálfur hand-
arbrotnaði ferðamaðurinn í at-
ganginum. Hann var þegar úr-
skurðaður í farbann, sem átti að
renna út klukkan 16 í gær. Ákveð-
ið var að setja mál hans í flýti-
meðferð.
Honum var síðan birt ákæra í
Héraðsdómi Reykjavíkur eftir há-
degi í gær. Hann játaði sök og var
frjáls ferða sinna eftir að dómur-
inn hafði verið kveðinn upp.
- jss
Grei›slubyr›i eykst
vegna ver›bólgu
Ver›trygging húsnæ›islána tí›kast hvergi nema á Íslandi ef mi›a› er vi› lönd
innan OECD. Ver›bólgan nú hefur flau áhrif a› afborganir á húsnæ›islánum
hækka jafnvel um tugi flúsunda á ári.
VERÐBÓLGA Verðtrygging húsnæð-
islána gerir það að verkum að
greiðslubyrði þriggja herbergja
íbúðar sem metin er á 20 milljónir
er rúmum 16 þúsund krónum
hærri á ári en ef verðbólgan væri
í samræmi við verðbólgumarkmið
Seðlabankans.
Ef tekið er dæmi af þriggja
herbergja íbúð sem fjármögnuð
er með 90 prósenta láni, 18 millj-
óna króna láni, á 4,15 prósenta
vöxtum til 20 ára er mánaðarleg
greiðslubyrði þegar verðbólga er
engin um 111 þúsund krónur. Ef
verðbólgan er í samræmi við
verðbólgumarkmið Seðlabankans,
eða 2,5 prósent hækkuðu greiðsl-
urnar um 18 þúsund krónur á ári,
eða um 1500 krónur á mánuði að
jafnaði.
Greiðslubyrði lánsins þegar
verðbólga er sú sem hún mælist
nú, 4,8 prósent, er rúmum 34 þús-
und krónum hærri á ári en ef
verðbólgan væri engin, sem sam-
svarar um 2.800 krónum á mánuði
að meðaltali.
Greiðslubyrði af 18 milljóna
króna láni er því tæpum 1.400
krónum hærri á mánuði þegar
verðbólgan mælist 4,8 prósent en
ef verðbólgan væri í samræmi við
markmið Seðlabankans.
Þingmenn Samfylkingarinnar
lögðu fram þingsályktunartillögu
í þriðja sinn á síðasta þingi þar
sem lagt var til að skipuð yrði
nefnd sem legði mat á afnám
verðtryggingar lána. Þá var sam-
þykkt svipuð tillaga á flokksþingi
Framsóknarflokksins í vor.
Í greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni kom fram að Ís-
land væri eina landið innan Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar,
OECD, þar sem verðtryggingum
væri beitt á lán til heimila. Verð-
tryggingar í öðrum löndum ein-
skorðuðust við ríkisskuldabréf.
Verðtryggingu lána var komið
á á Íslandi fyrir rúmlega þrjátíu
árum og var markmið hennar að
hindra að sparifé landsmanna
brynni upp í mikilli verðbólgu
eins og raunin hafði verið á sjötta
og sjöunda áratugnum.
Í umræðunum á Alþingi sagði
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra að ástæða væri til að
fara að huga að slíkum breyting-
um en hún vildi stíga varlega til
jarðar.
sda@frettabladid.is
FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Friðrik, sem er
framkvæmdastjóri LÍU, segir útgerðir
ákveða sjálfar hvort þær vilji reyna að
sækja fyrir dómi bætur vegna ólöglegs
verðsamráðs olíufélaganna.
Ólöglegt verðsamráð:
Útger›ir íhuga
málssókn
OLÍUSAMRÁÐ Á næstu vikum
skýrist hvort útgerðir fara í mál
við olíufélögin til greiðslu skaða-
bóta vegna ólöglegs samráðs
þeirra.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir
ákvörðun um málshöfðun sé á
hendi félaganna sjálfra. Aðstæður
útgerða og afstaða til málsins
kunni að vera mismunandi.
„Sumir voru tengdir heims-
markaðsverði og aðrir keyptu olíu
á svokölluðu listaverði. Það kem-
ur fljótlega í ljós hvort menn ætla
í mál,“ segir hann og telur ekki
ólíklegt að einhver útgerðarfélög
gætu þá tekið sig saman um ein-
hvers konar samrekstur mála.
- óká
EGYPTALAND
RÁÐHERRA SEGIR AF SÉR Menn-
ingarmálaráðherra Egyptalands
sagði af sér í gær vegna eldsvoða
sem varð 42 að bana í ríkisreknu
leikhúsi 5. september. Ráðherr-
ann hefur gegnt embættinu síðan
1987 en ekki er vitað hvort
Mubarak forseti hefur fallist á
afsögn hans.
SPURNING DAGSINS
Ingi fiór, kom Se›labankinn
aldrei til greina?
„Ónei.“
Ingi Þór Jónsson ólympíusundkappi er sendiherra
Evrópu vegna fyrstu heimsleika samkynhneigðra
í Montreal á næsta ári.
15. september 2005 FIMMTUDAGUR
KANARÍ Á þriðja þús-
und Íslendingar hafa
þegar bókað ferð til
Kanarí yfir jólin.
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR
Átökin brutust út fyrir utan
veitingahúsið Sólon aðfaranótt
sunnudagsins.
Ofbeldismál fær flýtimeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur:
Bandarískur fer›ama›ur
dæmdur fyrir líkamsárás
AFBORGANIR AF HÚSNÆÐISLÁNUM HÆKKA MEÐ VERÐBÓLGUNNI Greiðslubyrði af 18
milljóna króna húsnæðisláni er um 16 þúsund krónum hærra ef verðbólga er eins og nú,
4,8 prósent, en ef verðbólgan væri í samræmi við markmið Seðlabankans, 2,5 prósent.
Greiðslubyrði á ári af 18 milljóna króna láni á 4,15 prósenta vöxtum
Verðbólga 0% 2,50% 4,80%
Greiðslubyrði ári: 1.328.388 kr. 1.346.283 kr. 1.362.622 kr.
Greiðslubyrði á mánuði 110.700 kr. 112.200 kr. 113.600 kr.
að meðaltali:
EVRÓPA
LÝÐRÆÐIÐ JARÐAÐ Í MOSKVU
Tugir félaga í rússneska stjórnar-
andstöðuflokknum Yabloko jörð-
uðu lýðræði í landinu við hátíð-
lega athöfn, steinsnar frá þing-
húsi landsins. Athöfnin var ætluð
Vladimir Pútín Rússlandsforseta
til háðungar, en hann hefur af-
boðað sveitarstjórnarkosningar í
landinu.
Bandarísk stjórnvöld:
Vissu ekki
af Atta
WASHINGTON, AP Fyrrverandi yfir-
menn nefndarinnar sem rannsak-
aði árásirnar á Bandaríkin 11.
september 2001, vísa á bug full-
yrðingum um að stjórnvöld hafi
vitað fyrir hryðjuverkin að Mo-
hammed Atta, forsprakki árás-
armannanna, hafi verið í al-Kaída.
Þingmaður Repúblikana sakaði
nefndina um að horfa fram hjá
upplýsingum um að leyniþjónusta
Bandaríkjanna bar kennsl á Atta
og þrjá aðra árásarmenn áður en
árásirnar voru gerðar.
Nefndarmenn segja engar vís-
bendingar benda til að vitað hafi
verið um tilvist Atta fyrir 11.
september. ■
Lögreglan á Egilsstöðum:
Hrosshú›ar-
fljófar fundnir
ÞJÓFNAÐUR Fimm Spánverjar sem í
fyrrakvöld stálu hrossahúð á
Hótel Valhöll á Þingvöllum voru
gómaðir af lögreglunni á Egils-
stöðum um hádegisbilið í gær á
hóteli þar í bænum.
Þeir fengust til að skila húðinni
og verða því engir frekari eftir-
málar.
Lögreglan á Egilsstöðum segir
að mennirnir hafi gefið ótrúverð-
ugar skýringar á athæfi sínu og
meðal annars sagt að ekki hafi
staðið til að fara með húðina til
Spánar heldur að skila henni áður
en Íslandsförinni lyki.
- jse
VESTFIRÐIR
BERJAST GEGN BÍLAKIRKJUGARÐI
Opnuð hefur verið vefsíða þar
sem safnað er undirskriftum
þeirra sem vilja að bílakirkju-
garðurinn á Garðstöðum við Ísa-
fjarðardjúp verði fjarlægður. Það
er fjölskyldan frá Ögri sem
stendur fyrir mótmælunum en
bílakirkjugarðurinn blasir þar
við. Meðal mótmælenda er Hall-
dór Halldórsson, bæjarstjóri á
Ísafirði.
VALHÖLL Á ÞINGVÖLLUM Hrosshúðin sem
tekin var ófrjálsri hendi er aftur komin til
Valhallar.