Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 4

Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,2 62,5 113,5 114,06 76,39 76,81 10,242 10,302 9,775 9,833 8,176 8,224 0,5641 0,5673 91,41 91,95 GENGI GJALDMIÐLA 14.09.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 107,1079 4 Reglur Háskólans um fyrningu eininga eru sveigjanlegar: Gísli samdi um undanflágu NÁM Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi segist túlka það svo að þegar hann samdi um náms- lok í námi sínu í stjórnmálafræði árið 2002 við Háskóla Íslands, hafi hann fengið undanþágu frá reglum deildarinnar um hámarksnáms- tíma, líkt og margir hafi gert á undan honum. Samkvæmt þeim reglum er há- marksnámstími fjögur og hálft ár, en heimilt er að veita undanþágu frá þessum tímamörkum þegar sérstaklega stendur á. Gísli Mart- einn hóf nám í stjórnmálafræði árið 1992, fyrir 13 árum. Samkvæmt ströngustu túlkun á reglum skorarinnar ætti það nám sem hann hefur þegar lokið að vera nú fyrnt og þyrfti hann því að hefja nám að nýju. Í reglum skor- arinnar segir: „Skor metur að jafn- aði síður námskeið ef langt er síð- an stúdent lauk þeim eða ef árang- ur stúdents er lakur.“ Indriði H. Indriðason, skorar- formaður stjórnmálafræðiskorar segist ekki muna eftir öðru tilfelli, þar sem svo langt er síðan nemandi hóf nám óskaði eftir undanþágu. Hvort undanþága sé veitt fari eftir því hvað mörgum einingum er lok- ið. „Almennt höfum við haft frekar sveigjanlegar reglur.“ - ss Kona lést í óve›ri í Noregi Ney›arástandi var l‡st yfir í Björgvin í Noregi í gær eftir fló› og skri›uföll í kjölfar stórrigninga er fylgdu fellibylnum Maríu. Á anna› hundra› manns loku›ust inni í ra›húsahverfi. firátt fyrir ófarirnar fór knatt- spyrnuma›urinn Ólafur Örn Bjarnason á æfingu. Úrkomumet voru slegin og enn er spá› rigningum. NOREGUR „Þetta er búið að vera ansi mikið ástand hérna,“ segir Tryggvi Magnússon, háskóla- stúdent í Björgvin í Noregi. „Skriður féllu hér yfir raðhúsa- hverfi og það er talið hafa orðið einhverjum til lífs að hversu slökkviliðsmenn voru snöggir á vettvang,“ segir Tryggvi. Neyð- arástandi var lýst yfir í borginni í gær eftir að aurskriður féllu í kjölfar úrhellis og hvassviðris sem geisaði Vestur-Noregi. Tryggvi segir að slökkviliðs- menn hafi þegar hafist handa við að dæla vatni burt úr ná- grenni hverfisins og allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita hafi verið í við- bragðsstöðu. Einnig var há- skólasjúkrahúsið í Haukalandi búið undir neyðarástand og allt tiltækt aukastarfslið kallað út. Þessum viðbúnaði var þó aflétt þegar leið á daginn. Að sögn Tryggva var borgin lömuð í gærmorgun, þar eð skriður höfðu víða fallið yfir vegi eða þá að vatn hreinlega fossaði eftir þeim. Fólki var ráð- lagt að halda sig heimavið eftir fremsta megni og nota almenn- ingsfarartæki ef þörf krefði. „Hér hefur vatnið sjatnað mikið en það er þó líklegt að meira eigi eftir að skila sér úr fjöllunum. Ólafur Örn Bjarnason, knatt- spyrnumaður hjá liðinu Brann í Björgvin, segir að ástandið hafi verið bundið við afmörkuð svæði. Af þeim sökum hafi Brann til dæmis haldið knatt- spyrnuæfingu til streitu í gær- morgun, enda þótt blautt hafi verið á vellinum. „Ræsin höfðu ekki við og þess vegna flæddi mikið. Veðrið hefur lagast mik- ið,“ segir Ólafur. Kona á sextugsaldri lést og níu eru slasaðir. Á annað hund- rað manns lokuðust á tímabili inni í raðhúsahverfinu og náði skriðan að feykja með sér hús- um og bifreiðum. Stóru verslun- arhúsi hefur verið lokað um óá- kveðinn tíma því óttast er að það geti hrunið. saj@frettabladid.is Héraðsdómur Vestfjarða: Segir uppsögn ólöglega DÓMSMÁL Ingibjörg Ingadóttir, kennari við Menntaskóla á Ísafirði, krefst þess að fá launagreiðslur sem henni beri sem sviðsstjóra í erlendum málum. Ólína Þorvarðardóttir skóla- meistari hafði sagt Ingibjörgu upp í þeirri stöðu þar sem Ingibjörg væri ekki með tilskilin próf í ensku. Málið var þingfest fyrir Héraðsdóm Vestfjarða í dag. Ingibjörg segir uppsögnina ólöglega og að skólameistara væri fyrir löngu kunn ferilsskrá hennar. Ingibjörg og Ólína hafa áður deilt fyrir dómstólum en því máli lauk með dómsátt síðastliðið vor. - jse Bílvelta á Reykjanesbraut: Slasa›ist ekki alvarlega SLYS Bílvelta varð á Reykjanes- braut á Strandarheiði klukkan sjö í gærkvöld. Varnarliðsmaður sem var á leið til Keflavíkur missti stjórn á bíln- um og fór hann ofan í dæld sem er á milli akreinanna en Reykjanes- braut er tvöföld á þessum kafla. Varð að klippa manninn úr bílnum en hann var síðan fluttur á Land- spítalann í Fossvogi. Hann var all- an tímann með meðvitund og að sögn læknis benda fyrstu rann- sóknir til að hann sé ekki alvar- lega slasaður. Bíllinn er hinsvegar gjörónýtur að sögn lögreglunnar. Grunur leikur á að maðurinn hafi sofnað undir stýri. - jse 15. september 2005 FIMMTUDAGUR GÍSLI MARTEINN Á IÐNÓFUNDI Skorarfor- maður stjórnmálafræðiskorar segir að al- mennt hafi verið sveigjanlegar reglur í gildi fyrir þá námsmenn sem taka tímann sinn til að klára námið. HAFNARFJÖRÐUR HAMBORGARABÚLLAN FÆR VÍN- VEITINGALEYFI Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á þriðjudag að rekstararaðili veit- ingastaðarins Hamborgarabúlla Tómasar muni fá vínveitingaleyfi til eins árs. Leyfilegt verður að veita áfengi til 23.30 alla daga, utan aðfaranætur laugardags, sunnudags eða almenns frídags, þegar leyft verður að veita áfengi til klukkan eitt. RAÐHÚSAHVERFI Í BJÖRGVIN Hér sést hvar hluti skriðunnar féll. Skriðan ruddi með sér húsum og bílum. Nálægð slökkviliðs varð fólki til bjargar. ÓLAFUR ÖRN BJARNASON Ólafur fór á knattspyrnuæf- ingu í gærmorgun. Völlurinn var þá nánast á floti. Hann segir ástandið hafa verið bundið við afmörkuð svæði. Á HVOLFI Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Reykjanesbrautinni undir kvöld í gær. BANDARÍKIN KÓKAÍN NÁÐIST Á SJÓ Banda- ríska strandgæslan lagði hald á 2,5 tonn af kókaíni í gær er hún stöðvaði skip á leið frá Ekvador til Bandaríkjanna. Átta menn voru handteknir um borð í skip- inu en talið er að fíkniefnin hafi verið frá Kolumbíu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.