Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 6
6 Íslandsmiðill og Tengir hyggja á stórfellda dreifingu sjónvarpsefnis: Vi›ræ›ur hafnar um Enska boltann FJÖLMIÐLAR Gunnar Björn Þór- hallsson, framkvæmdastjóri Tengis á Akureyri, segist ekki vita hvar eða hvernig Íslenska sjónvarpsfélagið afhendi Tengi sjónvarpsmerki félagsins vegna Enska boltans. Viðræður séu hafnar og hafi Tengir svarað spurningalista félagsins fyrir helgi. Nú sé beðið eftir við- brögðum. „Ég geri ráð fyrir því að fá allar íslenskar stöðvar inn á ljósleiðaranetið sem við höfum. Þegar er Ríkissjónvarpið og Ak- sjón komið. Skjár einn hlýtur að fylgja með Enska boltanum og við erum búnir að senda fyrir- spurnir um að fá Stöð 2 og Sýn inn á kerfið. Vonir standa til að viðskipta- vinir okkar geti fengið allar sjónvarpsstöðvarnar í gegn um sömu tenginguna,“ segir Gunn- ar. Njörður Tómasson, fram- kvæmdastjóri Íslandsmiðils, segir einnig að viðræður séu hafnar við Íslenska sjónvarpfé- lagið. „Ég fagna þessum úr- skurði samkeppnisyfirvalda og geri ráð fyrir að nú geti flutn- ingsfyrirtæki flutt allt það efni sem framleitt er á Íslandi og neytendur vilja fá. Það hefur verið gerð tilraun til að læsa efni inni á tilteknum dreifileið- um, en nú er verið að girða fyrir það. Það er aðeins verið að rjúfa þessi sterku tengsl á milli fjöl- miðla og fjarskiptafyrirtækja.“ - ss Lokaleit um helgina Ma›urinn sem sakna› er eftir sjóslys á Vi›eyjarsundi er talinn af. Í slysinu fórst einnig kona, en hjón me› 10 ára dreng björgu›ust. Lögregla tók af fleim sk‡rslur í gær. Formlegri leit a› líki mannsins ver›ur ekki haldi› áfram í dag. SJÓSLYS Formlegri leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem leitað hefur verið eftir sjóslys á Viðeyj- arsundi aðfaranótt laugardags verður ekki haldið áfram í dag eða á morgun. Jónas Hallsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir Friðrik Ásgeir talinn af og að stefnt sé að lokaleit að líki hans um helgina. Í gær fóru leitarmenn Lands- bjargar um sundin með neðan- sjávarmyndavél auk þess sem leit- að var á fjörum og úr lofti. Jónas segir þó að verið geti að vinir og ættingjar Friðriks Ásgeirs haldi áfram einhverri leit fram að helgi. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, segir unn- ið hörðum höndum að rannsókn slyssins. Í gær voru teknar skýrsl- ur af hjónunum sem slösuðust í slysinu. Þá hefur lögregla farið yfir símtöl sem Neyðarlínu bárust úr bátnum eftir slysið, en sam- kvæmt heimildum blaðsins voru um borð fleiri en einn farsími. Meðal þess sem til rannsóknar er vegna slyssins eru siglingatæki skemmtibátsins sem fórst. Margir nýrri bátar eru búnir fullkomnu GPS-staðsetningarkerfi oft tengdu sjókortum, en fyrir hafa komið bilanir í gervitunglum sem valda tímabundinni skekkju í slíkum tækjum. Arnór Bergur Kristins- son, sérfræðingur gervihnatta- leiðsögumála hjá Flugmálastjórn Íslands, segist þó ekki vita til að slík villa hafi komið upp um síð- ustu helgi. Hann bendir þó á að í Bandaríkjunum sé starfrækt WAAS-leiðréttingarkerfið fyrir GPS-tæki og sendingar þess náist hér. „Ef tæki er stillt á að nema þær sendingar, þá eykur það staðsetn- ingarskekkju um 10 til 20 metra,“ segir hann. Unnið er að uppsetn- ingu evrópska leiðréttingarkerfis- ins EGNOS hér, en það er ekki enn komið í gagnið. Þá bendir Arnór á að um helg- ina hafi geisað mikill sólstormur sem gæti hafa haft áhrif á stað- setningartæki. „En þeirra áhrifa gætti þó aðallega á daghlið jarð- ar,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Kaþólikkar á Norður-Írlandi: Vilja strangari hömlur ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 95 05 09 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil BYGGIR UPP BRJÓSK Í LIÐUM Liðaktin Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Lið-Aktín samanstendur af tveimur efnum, glúkósamín HCL og kondróití súlfati. Líkaminn getur framleitt glúkósamín en svo virðist sem fólk tapi hæfni til þess með aldrinum, sem verður til þess að brjósk í líkamanum þynnist og missir eiginleika sína sem höggdeyfir. Þetta er talið einn af þeim þáttum sem leiða t.d. til slitgigtar. Glúkósamín HCL og kondróitín súlfat vinna á þrenns konar hátt í líkamanum, þau örva endurbyggingu á skemmdu brjóski, hafa bólgueyðandi áhrif ásamt því að hemja virkni ensíma sem eyði- leggja brjósk. Á verkalýðsforystan að segja upp kjarasamningum? SPURNING DAGSINS Í DAG: Gætir þú hugsað þér að nota heimasíma um netið? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 27,1% 72,9% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN 15. september 2005 FIMMTUDAGUR DÓMSTÓLAR Launaábyrgðir ríkisins fyrir Bandaríkjaher gætu aukist um tugi milljóna ef Rafiðnaðarsam- bandið vinnur mál á hendur ríkinu í Hæstarétti. Í vor vann sambandið málið í héraðsdómi, en því var áfrýjað og verður flutt í Hæstarétti í október. Nú þegar skulda Bandaríkin rík- inu tæpar sex milljónir vegna launa sem herinn vill ekki borga og ríkið hleypur undir bagga með, eftir dóm sem féll í fyrrasumar. „Við teljum að starfsmannahald varnarliðsins hafi brotið úrskurð kaupskrár- nefndar með því að fella burt ákveðin atriði á borð við bíla- og ferðapeninga,“ segir Einar Jón Ólafsson, starfsmaður á skrifstofu Rafiðnaðarsambandsins. Málið snertir upp undir 100 starfsmenn varnarliðsins. Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttar- lögmaður sem fór með málið í hér- aði segir tekist á um hvort varnar- liðið geti sjálft sagt upp hluta af ráðningarkjörum, eða hvort til þurfi að koma úrskurður kaupskrár- nefndar. „Í heild snýst þetta um ein- hverja tugi milljóna, en upphæðir eru misháar eftir starfsmönnum,“ segir hún. - óká GUNNAR BJÖRN ÞÓRHALLSSON Framkvæmdastjóri Tengis á Akureyri segir viðræður hafnar við Íslenska sjónvarpsfélagið um dreifingu á Enska boltanum. Deilur um launagreiðslur varnarliðsins fyrir dómstólum: Ríki› gæti flurft a› borga meira LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR Lára, sem er hæstaréttarlögmaður og sérfróð um vinnurétt, vann í apríl mál á hendur ríkinu fyrir héraðsdómi, þar sem tekist var á um launagreiðslur varnarliðsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N LAGT UPP TIL LEITAR Síðustu daga hefur staðið yfir viða- mikil leit að manni sem talinn er af eftir að skemmtibát- ur sigldi á Skarfasker á Viðeyjarsundi um helgina. Form- legri leit hefur nú verið hætt fram að helgi. ARNÓR BERGUR KRISTINSSON Arnór Bergur er raf- magnsverkfræðing- ur og sérfræðingur gervihnattaleið- sögumála hjá Flug- málastjórn Íslands, auk þess að vera verkefnisstjóri EGNOS-leiðrétting- arkerfisins fyrir GPS- tæki hér á landi. N-ÍRLAND, AP Kaþólikkar í Belfast hafa krafist þess að Óraníureglunni verði settar enn strangari hömlur en áður eftir að fulltrúar hennar höfnuðu í gær alfarið að bera nokkra ábyrgð á óeirðum í borginni fyrir skemmstu. 81 lögregluþjónn særðist, 116 bifreiðum var stolið eða kveikt í og 146 heimagerðar sprengjur voru sprengdar eftir að Óraníumönnum höfðu fengið sínar viðvaranir lögreglu. Mótmælendur settu upp vega- tálma víða um Belfast í gær til að lýsa yfir andúð sinni á þeim takmörk- unum sem þeir þurfa að sæta. ■ MÓTMÆLENDUR MÓTMÆLA Íbúar í mót- mælendahverfinu Shankill Road í Belfast settu upp vegatálma og töfðu umferð á háannatíma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.