Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 8
VISTASKIPTI Brynhildur Ólafsdóttir
hefur tekið við starfi forstöðu-
manns Alþjóðamálastofnunar og
Rannsóknaseturs um smáríki við
Háskóla Íslands. Gegnir hún starf-
inu í rannsóknarleyfi Ásthildar
Elvu Bernharðsdóttur.
Alþjóðamálastofnun og Rann-
sóknasetur um smáríki eru rann-
sókna-, fræðslu- og þjónustustofn-
anir og eru vettvangur fyrir þver-
faglegt samstarf á sviði alþjóða-
mála og smáríkjarannsókna. Báðar
stofnanirnar sinna fjölbreyttum
rannsóknum og útgáfustarfsemi á
sviði alþjóðamála og smáríkja-
fræða og standa fyrir ráðstefnum,
málstofum og fyrirlestrum.
Brynhildur hefur unnið á fjöl-
miðlum mörg undanfarin ár,
lengst af sem fréttamaður á Stöð 2
þar sem hún hefur verið yfirmað-
ur erlendra frétta síðustu ár. Jafn-
framt hefur hún sinnt stunda-
kennslu við stjórnmálafræðiskor
félagsvísindadeildar HÍ og kennt
námskeið um stjórnmál þriðja
heimsins og hryðjuverk.
Brynhildur verður í hlutastarfi
á Stöð 2, samhliða því að gegna
forstöðumannsstöðunni. - bþs
1Hverjir ætla að reka farþegaflutninga-skipið Herjólf frá næsta ári?
2Inn í hvaða tölvuverslun í Kópavogióku þjófar skurðgröfu?
3Fyrir hve mörgum öldum varBrynjólfur biskup Sveinsson í
Önundarfirði fæddur?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8
Rannsóknasetur við Háskóla Íslands:
Brynhildur rá›in forstö›uma›ur
Yfir 400 börn enn á bi›listum
Rúmlega 400 börn bí›a enn eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar vegna skorts á starfsfólki. Á leik-
skólana vantar um 100 starfsmenn. Háskólanemar og eldra fólk hefur rá›ist til starfa á sí›ustu dögum.
Ör›ugast er a› fá fólk til starfa í úthverfum. Stefán Jón Hafstein segir rá›ningar ekki ganga nógu hratt.
Enn vantar um 185 starfsmenn á
leikskóla og frístundaheimili í
Reykjavík. Að sögn Gerðar G. Ósk-
arsdóttur, sviðsstjóra Menntasviðs
Reykjavíkurborgar, á enn eftir að
fylla um100 stöður í leikskólum.
Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi
hjá Íþrótta- og tómstundaráði sem
rekur frístundaheimili grunnskól-
anna, segir að enn vanti um 85
starfsmenn. Nokkuð vel gekk að
ráða fólk í síðustu viku því háskóla-
nemar hafa nú fengið afhentar
stundarskrár og geta þar af leiðandi
ráðið sig til vinnu. Börnum á biðlist-
um frístundaheimilanna hefur að
sama skapi fækkað í 416 úr 511.
Að sögn Soffíu er ástandið á
frístundaheimilunum verst í út-
hverfum. „Það er erfiðast í Breið-
holti og Grafarholti og en fólk ber
því við að of langt sé að ferðast
þangað til vinnu þegar vinnutím-
inn er aðeins þrjár til fjórar
stundir á dag,“ segir hún. „Mikið
af starfsfólki frístundaheimilanna
er háskólafólk sem vill vinna sem
næst miðbænum.“
Að undanförnu hefur ÍTR hef-
ur auglýst eftir eldra fólki í störf
á frístundaheimilum. Að sögn
Soffíu hefur aldurshópurinn 60
ára og eldri brugðist vel við og þó
nokkuð af starfsfólki skilað sér úr
þeim hópi. Vonast hún til að enn
fleiri eldri borgarar sjái sér hag í
því að starfa á þessum vettvangi.
„Við getum ekki gefist upp og
verðum að reyna að halda áfram
að finna starfsfólk,“ segir Soffía.
Starfsmannamál leikskólanna
verða rædd í borgarráði og
menntaráði í dag. Stefán Jón Haf-
stein, borgarfulltrúi R-listans og
formaður borgarráðs, segir að ráð-
ið muni ræða útfærslu á 50 millj-
óna króna aukafjárveitingu sem
samþykkt var í síðustu viku og ætl-
uð var til að hjálpa til við að leysa
starfsmannavanda leikskóla og frí-
stundaheimila. Hann segir stöðuna
hafi batnað á síðustu dögum og
biðlistar á frístundaheimili styst.
„Það gengur samt ekki nógu hratt
að mínu mati og þykir mér það
óskaplega leitt fyrir hönd þeirra
sem vilja veita góða þjónustu,“ seg-
ir Stefán Jón. sda@frettabladid.is
Lögreglan á Akureyri:
Reglusamir
menntskælingar
LÖGREGLUMÁL Nemendur í 4. bekk
Menntaskólans á Akureyri komu til
landsins í gær úr skólaferðalagi í
Tyrklandi. Gerði lögreglan viðeig-
andi ráðstafanir og var á svæðinu
með fíkniefnaleitarhund frá toll-
gæslunni.
Að sögn lögreglu er hann svo
næmur að hann nemur ekki einung-
is hvort menn séu með fíkniefni á
sér heldur þefar hann uppi menn
sem hafa neytt fíkniefna jafnvel
dögum áður.
Lögreglu og öðrum til mikillar
ánægju sá hundurinn enga ástæðu
til að hafa frekari afskipti af nein-
um menntskælinganna sem þó voru
fjölmargir að sögn lögreglunnar.- jse
Ættingi fékk póstkort:
Rita er óhult
eftir fellibylinn
HAMFARIR Íslenska konan Rita
Gaudin og sonur hennar David,
sem ættingjar söknuðu hér heima
eftir fellibylinn Katrínu, eru kom-
in í leitirnar.
Ólafur Sigurðsson, sendifulltúi
utanríkisráðuneytisins í Was-
hington, segir Ritu og fjölskyldu
hennar hafa yfirgefið heimili sín
fyrir fellibylinn: „Þau fóru á hótel
í Norður-Mississippi og sendu
póstkort til ættingja sinna sem
barst ekki fyrr en núna fyrir
skömmu.“
Ólafur segir enn rafmagns- og
símasambandslaust þar sem þau
búa. Ekki sé ljóst hvenær þau
snúa aftur heim.
Allir Íslendingarnir sem um
tíma var óttast um í kjölfar
Katrínar hafa látið vita af sér og
eru heilir heilsu. - gag
15. september 2005 FIMMTUDAGUR
ENN ER SKORTUR Á STARFS-
FÓLKI Í LEIKSKÓLUM REYKJA-
VÍKUR Alls vantar 100 starfs-
menn í leikskólana og 85 starfs-
menn á frístundaheimili svo
hægt sé að veita fulla þjónustu.
Aukafjárveiting verður útfærð í
borgarráði í dag.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
17
8
5
4
– er svari›
Nú hafa 118,
simaskra.is,
Símaskráin
og 1811 ö›last
n‡tt líf undir
merkjum Já.
BRYNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR Nýr for-
stöðumaður Alþjóðamálastofnunar og
Rannsóknaseturs um smáríki við Há-
skóla Íslands.
ÞÝSKALAND
SPRENGJUHÓTUN Í MÜNCHEN
Um 160 manns var hraðað út úr
290 metra háum Ólympíuturnin-
um í München og nærliggjandi
sundlaug í fyrradag eftir að mað-
ur hótaði að sprengja turninn til
grunna. Maðurinn stóð upp í veit-
ingastaðnum í toppi turnsins og
veifaði hlut sem virtist vera fjar-
stýrður rofi. Hann var handtek-
inn nokkru síðar eftir samninga-
viðræður við lögregluna.