Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 18

Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 18
Karlakórinn Ernir gefur út matreiðslubók: Ernir eru kórréttir „Siggi Hall má fara að vara sig,“ segir Magnús Ólafs Hansson, fé- lagi í Karlakórnum Örnum sem starfar á norðanverðum Vest- fjörðum. Hann er einnig hug- myndasmiðurinn að matreiðslu- bókinni Kórréttir sem Ernir hafa gefið út. Í bókinni má finna yfir 100 uppskriftir sem kór- félagar tóku saman. „Mér finnst eins og félagar mínir í karla- kórnum séu að skilja eitthvað eftir sig annað en ánægjuna og gleðina í söng og hafa gert það núna með eftirminnilegum hætti,“ segir Magnús en hver og einn karl lagði til eina fisk- og eina kjötuppskrift. „Þetta eru óskaplegir mat- gæðingar og það sést á nokkrum þeirra,“ hlær Magnús sem segir það skína í gegn í sumum upp- skriftum hvernig höfundurinn sé vaxinn. Magnús hefur prófað nokkr- ar af uppskriftunum og líkar vel. Margt sé meira að segja hvergi að finna nema í bókinni góðu. Einn fiskréttanna heitir til að mynda „Kúluð grásleppa úr hjalli Magnúsar Ólafs Hansson- ar“ og er úr smiðju Andrésar Guðmundssonar, fyrsta tenór, en signa grásleppuna á að grilla hæfilega á útigrilli og bera fram með soðnum kartöflum. Þá er einnig hægt að fá upp- skrift að steiktum þorskhrogn- um, gellugratíni sem tekur viku að útbúa og margt fleira. Þótt nokkrir kórfélaganna hafi kom- ið með eigin uppskriftir leituðu flestir í smiðju eiginkonunnar, mömmu eða jafnvel ömmu að sögn Magnúsar. Magnús ætlar að færa karla- kórnum þessar bækur til fjár- öflunar enda eru þeir á leið í kórferðalag til Póllands næsta sumar. Bókin verður gefin út í 450 eintökum og verður til sölu hjá kórfélögum. ■ „Nei, ég hef ekki miklar áhyggjur af verðbólgunni,“ segir Ásdís Rán Gunn- arsdóttir fyrirsæta, spurð hvort hún hafi þungar áhyggjur af hækkandi verðbólgu og áhrifum þess á þjóðar- búið. Hún telur að verðbólgan verði fljót að jafna sig – að vissum for- sendum gefnum. „Það þurfa allir að spila rétt úr spilunum. Ráðamenn og vinnuveitendur þurfa að taka saman á málinu enda er það fyrst og fremst í þeirra höndum,“ segir hún. Ásdís Rán segist ekki fylgjast náið með þróun verðbólgunnar og hefur ekki kafað djúpt ofan í efnahagsmálin enda einbeitir hún sér að umönnun nýfædds sonar. Hún hefur þó ekki far- ið varhluta af fréttaflutningnum síð- ustu daga en tekur tíðindunum af ró. „Þetta er ekkert til að hafa of miklar áhyggjur af enda kemur alltaf verð- bólga annað slagið,“ segir Ásdís Rán. ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR FYRIRSÆTA Ekki miklar áhyggjur VERÐBÓLGAN SJÓNARHÓLL 18 „Ég segi allt helvíti gott og líður mjög vel,“ segir Júlíus Brjánsson, leikari og smiður. „Ég er ekkert að leika þessa dag- ana heldur að smíða suður í Hafnarfirði,“ segir Júlíus sem telur sig bráðlaghentan og dverghagan enda ekki hár í loftinu eins og hann bendir á. „Mér finnst leiklistin ekki upphafið og endirinn á lífinu fyrir mér,“ segir Júlíus sem ber þó mikla virðingu fyrir listgrein- inni. „Þegar gaman er í leiklistinni er meira gaman en getur orðið en það er líka svo margt annað í lífinu skemmti- legt,“ segir Júlli sem fór á hestamanna- mót til Svíþjóðar í sumar og fannst gam- an þótt frammistaða mótshaldara hefði ekki verið sem skyldi. „Svíarnir sem eru þekktir fyrir nákvæmni, skipulag og áreið- anleik klikkuðu á ýmsu,“ segir Júlíus sem nýtti ferðina til að heimsækja þrjú af börnum sínum sem búsett eru í Dan- mörku. Flest barnabarna hans búa því einnig erlendis og verður það til þess að hann ferðast meira til útlanda en ella. „Maður verður að halda tengslunum,“ segir Júlíus sem aldrei þessu vant fór ekki í neina hestaferð í sumar. „Það stendur þannig á hjá mér núna að ég er með mjög unga hesta,“ segir Júlíus sem finnst töluvert vanta á sumarið ef hann kemst ekki í hestaferð. Eins og flestir vita er Júlíus annar Kaffi- brúsakallanna á móti Gísla Rúnari Jóns- syni. „Það sér ekki fyrir endann á þessu kaffibrúsaveseni,“ segir Júlli en þeir Gísli skemmtu landanum í vor og allar líkur á að kaffibrúsakarlarnir verði aftur á ferð- inni í vetur. Sér ekki fyrir endann á kaffibrúsasveseni HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? JÚLÍUS BRJÁNSSON LEIKARI OG SMIÐUR nær og fjær OR‹RÉTT„ “ Er fla› hægt e›a ekki? „Það má til dæmis gera með því að lækka skatta þótt auð- vitað sé það ekki fær leið núna því þá er verið að gefa ennþá meira í og auka kaup- máttinn þannig.“ TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON, FOR- STÖÐUMAÐUR HAGFRÆÐISTOFNUN- AR HÍ, UM MÖGULEIKA Á KJARABÓT- UM ÁN BEINNA LAUNAHÆKKANA. fiá vitum vi› fla› „Sálin er alltaf til staðar. Við erum meðvitundarlaus í örm- um hennar í djúpum draum- lausum svefni.“ GUÐJÓN BERGMANN JÓGAKENNARI Í GREIN Í MORGUNBLAÐINU UM JÓGA. Lögmaður Húseigendafélagsins stórorður: Í stríð við „siðblindan“ fasteignasala Seldi syni sínum íbúð á kostnað annars kaupanda 15. september 2005 FIMMTUDAGUR Haustið lætur á sér kræla: Esjan or›in grá Snjó festi á Esjunni í fyrrinótt, í fyrsta sinn þetta haustið. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir snjóinn oft hafa verið sein- na á ferðinni en nú en þó sé ekk- ert óeðlilegt við að efri hlutar Esjunnar séu orðnir hvítir enda miður september. „Það er kallað haustkálfar þegar fjöllin hvítna svona,“ segir Páll sem býst við að snjórinn hverfi að mestu leyti enda er heldur hlýrra veðri spáð næstu daga. Börn og fullorðnir bjuggu sig almennt betur til útiveru í gær- morgun en síðustu daga enda norðanáttin köld þótt hitastigið í borginni væri um fimm gráður. Húfur voru komnar á kolla og trefla um hálsa en hendur ýmist í vettlingum eða vösum. - bþs HAUSTKÁLFAR Nokkuð snjóaði í bæjarfjalli Reykjavíkur í fyrrinótt. Páll Bergþórsson veð- urfræðingur spáir að snjóinn taki upp á næstu dögum enda gert ráð fyrir hlýnandi veðri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Hætt að framleiða bláan Ópal: Sorg greip um sig í Su›urhlí› „Þetta eru slæmar fréttir,“ segir ónefnd kona, búsett í Suðurhlíð í Reykjavík, um þá staðreynd að hætt er að framleiða bláan Ópal. Framleiðslu mikilvægasta bragð- efnisins í bláum Ópal hefur verið hætt og þrátt fyrir ítarlega eftir- grennslan og rannsóknir sælgæt- ismeistara Nóa Síríuss hefur ekki fundist hliðstætt efni hjá öðrum framleiðendum. Síðasta bláa Ópalið hefur því verið sogið. Framleiðsla blás Ópals hófst fyrir rúmri hálfri öld og hefur sælgætið fylgt íslensku þjóðinni í gegnum þykkt og þunnt. Áfram verður hægt að fá rauð- an og grænan Ópal og boðar Nói Síríus nýjungar í Ópal-línunni á næstu vikum. - bþs BLÁR ÓPAL Meira en hálfrar aldar sögu þessa sígilda sælgætis er lokið. KÓRRÉTTIR Karlakórinn Ernir starfar á norðanverðum Vestfjörðum og eru þær hundrað uppskriftir sem finna má í nýju matreiðslubókinni af ýmsum toga. GELLUR Í SPARIKJÓL Finnbogi Bernódusson, 1. tenór 750 g gellur 250-500 g brokkolí 1 askja púrrulauks-smurostur sojamjólk eða rjómi jurtasalt og sítrónupipar ostur Setjið gellur og brokkolí í eldfast mót og kryddið með jurtasalti og sítrónupipar. Hrærið smurostinn með sojamjólk eða rjóma eftir hvað hver vill. Hellið yfir gellurnar í mótið, setjið rifinn ost yfir og bakið í ofni við 200 C í hálftíma. Berið fram með hýðishrísgrjónum, speltbrauði og salati.TIL Í ALLT Ernir eru hressir og greinilega tilbúnir að prófa margt nýtt. Í vor sungu þeir meðal annars á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður ásamt þungarokkshljómsveit- inni Appolo.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.