Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 20

Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 20
Karlar a› vakna til vitundar um jafnrétti Árni Magnússon félagsmálará›herra ætlar a› halda karlará›stefnu um jafnrétt- ismál í haust vi› gó›ar undirtektir. Hann segir a› karlar séu a› vakna til vitund- ar um jafnréttismál og fla› breikki umræ›una a› fleir taki virkan flátt í henni. „Já, alveg endilega,“ „Loksins!“ og „Kýlum á það!“ voru viðbrögð- in sem Árni Magnússon félags- málaráðherra fékk frá kynbræðr- um sínum í hinum ýmsu stéttum þegar hann leitaði til þeirra um aðstoð við undirbúning að karla- ráðstefnu um jafnréttismál sem hann hyggst standa fyrir á næst- unni. En hvers vegna karlaráðstefna um jafnréttismál? „Hugmyndina á Vigdís Finnbogadóttir. Hún hélt ræðu á jafnréttisráðstefnu í Borg- arleikhúsinu í fyrrahaust fyrir fullu húsi en telja mátti karlmenn- ina á fingrum annarrar handar. Hún spurði: „Hvar eru karlarn- ir?“ segir Árni. „Í kjölfarið velti ég þessu fyrir mér og komst að því að það væri örugglega full ástæða fyrir kalra að tala saman um jafnréttismál. Ég hef rætt þetta við aðila í at- vinnulífinu, háskólaumhverfinu og víðar, og viðbrögðin eru mjög góð,“ segir hann. Árni ætlar að láta hugmyndina verða að veruleika og stofna til ís- lenskrar ráðstefnu strax í haust og vonast til að geta haldið alþjóð- lega jafnréttisráðstefnu karla hér á landi næsta vor. „Þá myndi ég vilja sjá þekkta menn ræða þessi mál,“ segir hann. Breikkar jafnréttisumræðuna „Þó svo að mikill árangur hafi náðst í jafnréttismálum held ég að það breikki jafnréttisumræðuna að karlmenn taki jafnréttismálin dálítið föstum tökum líka. Til þess að ná upp í næstu þrep stigans þurfum við karlar að vera virkir í umræðunni,“ segir Árni. Hann segist hafa velt því fyrir sér í fyrstu hvort þátttakendur í ráðstefnunni ættu að vera af báð- um kynjum en komist að þeiri nið- urstöðu að umræðugrundvöllur- inn yrði annar ef einungis karl- menn tækju þátt. „Ég held að um- ræðan yrði óþvingaðri ef karlar fengju að tala við karla um jafn- réttismál,“ segir hann. Spurður hvers vegna hann telji að karlmenn hafi ekki tekið meiri þátt í jafnréttisumræðunni en raun ber vitni, segist hann hrein- lega ekki vita það. „Einhverra hluta vegna hefur jafnréttisum- ræðan þróast út í það að vera einkamál kvenna, sem hún á ekk- ert að vera,“ segir Árni. „Auðvitað er það persónubund- ið, en mér finnst best að nálgast þetta út frá sjálfum mér. Ég á móður, ég er kvæntur, ég á systur, ég á dætur, og syni, og ef ég set jafnréttismál í samhengi við það standa þau mér mjög nærri. Þótt pólitík eigi ekki að snúast um manns eigin tilfinningar hlýtur hún alltaf að gera það að ein- hverju leyti. Ég held að hugsjón- irnar brenni á manni sjálfum. Þegar ég fór að velta því fyrir mér hvort ég ætlaði að sætta mig við það að stelpurnar mínar búi við önnur kjör, var svarið einfald- lega nei,“ segir Árni. Karlarnir sökudólgar Þegar Árni er spurður hvaða áhrif hann telji að aukin þátttaka karla í jafnréttisumræðunni hafi á umræðuna sjálfa segir hann að karlar verði við það viljugari til að ræða jafnréttismál og sýna þá um leið að þeir séu tilbúnir að taka á jafnréttismálunum. „Ég er kannski kominn út á hálan ís, en þeir fáu karlar sem mæta á fundi og ráðstefnur þar sem konur eru að ræða jafnrétt- ismál upplifi sig svolítið sem sökudólga. Það er eins og þeir beri ábyrgð á ástandinu og það eru fáir sem halda það út til lengdar,“ bendir hann á. Hann segist ekki viss um hvort áherslur karla á jafnréttis- mál séu önnur en kvenna. „Það er einmitt það sem er svo spenn- andi við að halda svona ráð- stefnu, að heyra hvað brennur á körlum í jafnréttisumræðunni. Hvar finnst þeim að skóinn kreppi? Hvernig finnst þeim að þessi umræða hafi þróast og hvað má betur fara? Ég held að það geti orðið mjög spennandi að fara yfir hvað hefur áunnist, hvar við séum stödd og hvað við getum gert betur,“ segir hann. Staða karlmannsins gleymst „Sumir segja að það hafi gleymst að ræða stöðu karlmannsins í þessu breytta umhverfi. Það er sjálfsagt eitthvað til í því. Þeir eru til sem segja að karlmenn á vissum aldri eiga ekki séns mið- að við jafnréttislög og jafnrétt- isumræðuna. Ég segi á móti: ef við ætlum að ná fram jafnrétti þá getur vel verið að það séu þrengingarnar sem við þurfum að gagna í gegn um. Ef okkar kynslóð ætlar að jafna hlutföllin mun það bitna á körlum. Þetta er eitt af því sem við þurfum að ræða annars geta orðið árekstr- ar,“ segir Árni. Aðspurður segist hann telja að karlmenn séu að vakna til vit- undar um jafnréttismál og bend- ir á viðbrögðin við hugmyndinni um karlaráðstefnuna máli sér til stuðnings. „Ég renndi mjög blint í sjóinn þegar ég fór af stað að viðra þessa hugmynd en ég hef fengið svakalega góð viðbrögð, eiginlega miklu betri en ég átti von á, þannig að ég vona að þetta geti skipt einhverju máli,“ segir Árni. 20 Hvað eru Sameinuðu þjóðirnar? Sameinuðu þjóðirnar, skammstafað SÞ, er al- þjóðastofnun sem var stofnuð árið 1945 og 191 ríki á nú aðild að. Að undanteknum Páfa- garði, sem er eina varanlega aukaaðildarríkið, eru öll alþjóðlega viðurkennd sjálfstæð ríki aðildar að SÞ. Nokkur lönd sem ekki eru að fullu sjálfstæð, svo sem Taívan, Vestur-Sahara og Palestína, taka þátt í starfi SÞ eins og væru þau aðildarríki. Starfsemi Sameinuðu þjóðanna fer fram víðs vegar um heiminn en höfuðstöðvarnar eru í New York. Hvað gerir allsherjarþing SÞ? Fulltrúar allra aðildarríkjanna eiga sæti á alls- herjarþinginu og geta rætt fyrir opnum tjöld- um hvaða málefni sem er, nema Öryggisráðið sé að fjalla um það á sama tíma. Hvert land hefur eitt atkvæði. Mikilvæg málefni þurfa samþykki tvo þriðju hluta atkvæða. Dæmi um það er kjör ríkja í Öryggisráðið. Allsherjarþing- ið er sett í september ár hvert. Þingið kýs sér forseta á hverju ári. Sá er nú Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Þingið samþykkir aðild nýrra ríkja að fenginni tillögu Öryggis- ráðsins. Það ákveður hversu mikið hverju ríki ber að greiða af rekstrarkostnaði SÞ og hvern- ig fénu skuli varið. Það kýs einnig aðalfram- kvæmdastjóra að fenginni tillögu Öryggisráðs- ins. Hvað gerir framkvæmdastjóri SÞ? Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er æðsti embættismaður stofnunarinnar. Hann er skipaður af allsherjarþinginu samkvæmt til- lögu Öryggisráðsins til fimm ára í senn. Hann hefur yfirumsjón með starfsemi samtakanna. Hann getur lagt fyrir Öryggisráðið hvers kyns mál, sem hann telur að ógna kunni heims- friðinum, og lagt fram tillögur um málefni sem tekin skulu upp á allsherjarþinginu eða í öðrum stofnunum SÞ. Núverandi aðalfram- kvæmdastjóri er Kofi Annan. Hann var endur- skipaður í embættið 1. janúar 2002. Kjör- tímabil hans er til ársloka 2006. Samtök allra sjálfstæ›ra ríkja FBL-GREINING: SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ VÖXTUR LANDSFRAMLEIÐSLU MILLI ÁRANNA 2000 TIL 2004. Heimild: Hagstofa Íslands, bráðabirgðatölur. 5% 3,5 % 2003 6,1 % 2004 2002 2001 2000 Allir vona a› ég hafi líti› a› gera ■ RÍKISSÁTTASEMJARI SPURT & SVARAÐ Mikið hefur mætt á ríkissáttasemj- ara að undanförnu en deilu SFR og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðis- þjónustu lauk með milligöngu hans í síðustu viku sem og deilum í kjaramálum Starfsmannafélags Suðurnesja og einnig flugumferðar- stjóra. Á sama tíma heyrast þær raddir að launahækkanir geti komið þjóðfélaginu í koll á þessum þenslutímum. Ásmundur Stefáns- son er ríkissáttasemjari. Hvaða mál eru nú á þínu borði? Það eru meðal annarra mál sveitar- félaganna Akraness og Kópavogs sem hefur verið vísað til mín en Starfsmannafélag Suðurnesja samdi í síðustu viku. Hvaða mál sérðu fyrir þér að komi inn á borð til þín? Ég er í þeirri blessunarlegri stöðu að það vona allir að ég hafi sem allra minnst að gera. En það gæti vel farið svo að borgarstarfsmenn sem og læknar leiti til mín síðar í vetur. Svo er það stóra málið en það eru samningar á almennum markaði sem verða endurskoðaðir seinna í haust en það er þó ekki af sérhlífni að ég vona að það komi ekki til minna kasta þá. Hvernig ber ríkissáttasemjari sig að í kjaradeilum? Í fyrsta lagi er boðið upp á aðstæð- ur til fundarhalda deiluaðila hjá rík- issáttasemjara en þá kemur hann ekki að fundunum nema þá ef til hans er leitað til ráðgjafar til dæm- is. Svo er málum vísað formlega til hans ef deiluaðilar komast hvorki lönd né strönd og þá boðar hann þá til funda og stjórnar viðræðun- um. Hann reynir þá að draga fram nýja fleti sem menn geta byggt samkomulagið á. ÁSMUNDUR STEFÁNSSON RÍKIS- SÁTTASEMJARI 15. september 2005 FIMMTUDAGUR                 ÁRNI MAGNÚSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA: „Einhverra hluta vegna hefur jafnrétt- isumræðan þróast út í það að vera einkamál kvenna, sem hún á ekkert að vera.“ „Þótt pólitík eigi ekki að snúast um manns eigin tilfinningar hlýtur hún alltaf að gera það að ein- hverju leyti. Ég held að hugsjónirnar brenni á manni sjálfum.“ SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR sda@frettabladid.is FRÉTTAVIÐTAL KOFI ANNAN Framkvæmdastjóri SÞ. 3,2% -1,2 %

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.