Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 22
„Það er afar sárt að horfast í augu
við það að spítali sem á að vera
staður lækninga geti verið heilsu-
spillandi fyrir starfsfólk með hug-
sjónir, eins og ég tel mig vera.“
Þetta segir Elín Ebba Ás-
mundsdóttir yfiriðjuþjálfi á
geðsviði Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss. Hún kveðst vera búin
að gefast upp í baráttunni – að
sinni. Hún ætlar að gefa sér
eitt ár, meðal annars til náms
í Noregi, og sjá svo til hvern-
ig henni líður gagnvart
Landspítalanum. Íhuga
hvort möguleiki sé á að hún
haldi áfram að miðla þekk-
ingu sinni og reynslu á þeim
stað sem sem hún hefur unn-
ið á í 24 ár. Hún segir tímann
munu leiða það í ljós.
Elín Ebba hefur barist ötullega
fyrir málefnum geðsjúkra innan
spítala og utan. Hún hafði, ásamt
Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa, yfir-
umsjón með brautryðjendaverk-
efni sem Hugarafl vann, en það er
hópur geðsjúkra einstaklinga í
bata. Verkefnið vakti mikla at-
hygli og er vinna í framhaldi af
því enn í gangi innan geðsviðs
LSH.
En Elín Ebba er ósátt:
„Auðvitað er það mjög ánægju-
legt að byggja eigi nýtt hátækni-
sjúkrahús,“ segir hún. „En stund-
um fæ ég á tilfinninguna að menn
telji að þar liggi vandinn – í um-
gjörðinni – í steinsteypunni. En ef
þessu flotta sjúkrahúsi er ætlað
að þagga niður þá óánægju sem
hefur verið kraumandi, þá get ég
fullyrt að það mun ekki bjarga
neinu í þeim efnum.“
Eins og einkafyrirtæki
„Landspítalinn er rekinn eins og
einkafyrirtæki,“ heldur Elín Ebba
áfram. „Menn eiga að vera trúir
stofnuninni og fylgja línu yfir-
stjórnarinnar. Framsækin fyrir-
tæki eru aftur á móti háð því að
hafa frumkvöðla, fólk sem tekst á
og skiptist á skoðunum. Hörð
skoðanaskipti leiða til nýsköpun-
ar. Keppinauturinn er aðhaldið og
menn gera hvað þeir geta til að
halda í viðskiptin. Þetta aðhald
hefur Landspítalinn ekki. Þar er
eftirspurnin næg, þar aukast töl-
urnar um afköst, inn-
lagnatími styttist, sjúk-
lingar lifa af og tekist
hefur að halda utan um
fjármagnið. Allt lítur vel
út á yfirborðinu.
En LSH er háskóla-
sjúkrahús. Þar starfar
fólk sem einnig kennir
við heilbrigðisdeildir. Sannur há-
skólamaður tekur þátt í þjóðfé-
lagsumræðunni og er gagnrýninn
á eigin störf og annarra. Þess
vegna gengur ekki upp að þagga
niður í mönnum. Það stríðir gegn
eðli fræði- og vísindamannsins.“
Elín Ebba segir að eftir sam-
einingu spítalanna hafi sviðsstjór-
ar og millistjórnendur farið á alls
konar námskeið þar sem þeir
námu mikil fræði um nútíma-
stjórnun.
„En eftir þessi námskeið varð
enn erfiðara að vinna á spítalan-
um, því þá var maður orðinn svo
meðvitaður um að þessi hug-
myndafræði sem verið var að
kenna, var ekki stunduð á Land-
spítala - háskólasjúkrahúsi. Það
þarf heldur ekki háskólamenntun
til að gera sér grein fyrir áhuga-
leysi, virðingarleysi og skorti á
væntumþykju og einlægum áhuga
í starfsumhverfinu. Allt þetta
skortir á LSH. Það er ekki hægt að
byggja upp fyrirtæki af neinu viti
ef þennan grunn vantar. Þessi
grunnur er líka mikilvægur í bata
sjúklinganna.“
Aðferðir þöggunar
„Það hefur aldrei verið eins mikil
pýramídastjórnun á Landspítalan-
um og í dag, sama hvað hver seg-
ir. Sviðsstjórar hafa valdið, sem
þeir ráða mismikið við. Stundum
skýla þeir sér á bak við aðra. Sem
dæmi má nefna, að vilji starfs-
maður „stökkva yfir“ næsta yfir-
mann sinn og ræða við yfirmann
hans, þá er yfirmaður viðkomandi
tekinn með í viðtalið. Fólk reynir
þetta bara einu sinni, því þetta
skilar engu. Svo hættir það, gefst
upp. Þetta eru aðferðir þöggunar.
Ég hef aldrei átt jafnmikla
samleið með geðsjúkum og á síð-
ustu árum því nú skil ég hvernig
er að vera áhrifalaus, vandalaus
og mæta fordómum.
Elínu Ebbu er mikið niðri fyrir
þegar hún ræðir þörfina fyrir
uppbyggingu á jafningjagrund-
velli innan spítalans, þannig að
reynsla starfsfólks og sköpunar-
afl nýtist sem best. En...
„...ef raunverulegur áhugi
væri fyrir teymisvinnu á spítalan-
um þá myndi hún endurspeglast
frá toppnum,“ segir hún. „En LSH
er að þróast sem vinnustaður fyr-
ir lækna og hjúkrunarfræðinga.
Við hin megum vera með af því að
þau eru háð okkur á vissum svið-
um. En við megum ekki vera með
í raunverulegum ákvörðunum.
Við munum heldur ekki uppskera
á sama hátt fyrir menntun,
reynslu eða þekkingu.“
„Landspítalaveikin“
Umhverfið hafði þannig áhrif á
mig um tíma að kraftur minn
minnkaði,“ segir Elín Ebba. „Í
staðinn læddist að kvíði sem teng-
ist engu. Ég áttaði mig ekki á því
að vinnuumhverfið væri að hafa
slík áhrif á mig fyrr en læknir
einn benti mér á að kannski ætti
ég við „Landspítalaveikina“ að
stríða. Ekkert ráð væri við henni,
annað en að sætta sig við aðstæð-
ur eða láta af lífsstarfinu.
Það sem hefur haldið mér á
floti er áhugi fólks utan spítalans
á mínum hugmyndum, hvatning
geðsjúkra sjálfra og aðstandenda
þeirra að halda áfram. Fólk sem
ég þekki ekki stoppar mig stund-
um og þakkar mér fyrir innlegg
mitt í umræðuna og biður mig um
að gefast ekki upp. Mér þótti það
skrítið í byrjun að fólk væri svo
visst um að ég gæfist upp – en ég
skil það núna.“
,,En ef flessu flotta sjúkrahúsi er ætla› a› flagga ni›ur flá óánægju
sem hefur veri› kraumandi, flá get ég fullyrt a› fla› mun ekki bjarga
neinu í fleim efnum.“
22 15. september 2005 FIMMTUDAGUR
ELÍN EBBA ÁSMUNDSDÓTTIR Segir
stefnu núverandi stjórnenda LSH vera að
losa sig við „óþekktarangana“ og ráða nýtt
fólk í staðinn. Óþekktarangarnir séu oftast
einnig frumkvöðlar, þess vegna séu þeir
erfiðir. Hinir, sem ekkert þora að segja en
fylgi fjöldanum, verða eftir. Ebba vill fá
umræðu um heilbrigðismálin. Nú sé kom-
inn tími á þverfaglega sýn í heilbrigðis-
pólitíkinni.
Landspítalinn heilsuspillandi
fyrir starfsfólk me› hugsjónir
Yfiri›jufljálfi til 24 ára á Landspítala - háskólasjúkrahúsi er búinn a› gefast
upp – í bili. Elín Ebba Ásmundsdóttir ræ›ir um orsakir áhugaleysis, vir›ingar-
leysis og skorts á væntumflykju og einlægum áhuga í starfsumhverfinu á LSH.
JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR
jss@frettabladid.is
FRÉTTAVIÐTAL
fréttir og fró›leikur
„Landspítal-
inn er rekinn
eins og einka-
fyrirtæki“