Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 26
Verkaskiptingin milli einkafram-
taks og almannavalds hefur verið í
deiglunni víða um heiminn síðan
1980. Mörgum þótti þjóðnýting
efnahagslífsins sums staðar ganga
of langt áratugina eftir lok heims-
styrjaldarinnar síðari 1945. Menn
reyndu þá eftir föngum að rétta
kúrsinn af með einkavæðingu
ýmissa fyrirtækja, einkum eftir
1980. Þessi viðleitni skilaði yfir-
leitt árangri, því að einkarekstur
hefur ýmsa kosti umfram ríkis-
rekstur, enda þótt markaðsbrestir
kalli á sterkt almannavald, t.d. í
menntamálum og heilbrigðis- og
tryggingamálum. Málið snýst um
meira en einkavæðingu: það snýst
um að skerpa skilin milli stjórn-
mála og annarra mála: atvinnulífs,
bankarekstrar, fjölmiðlunar, rétt-
arfars o.fl.
Þjóðnýting hugarfarsins teygði
anga sína víða á öldinni sem leið,
en óvíða kvað þó eins rammt að
henni og hér heima nema í komm-
únistaríkjum. Allt þjóðlífið var
undirlagt. Atvinnufyrirtækin,
vinnuveitendasamtökin og verk-
lýðsfélögin voru nánast deildir í
stjórnmálaflokkunum, bankarnir
voru ríkisbankar, dagblöðin voru
flokksblöð, jafnvel dómskerfið var
undir hælnum á framkvæmdavald-
inu – og fólkið dansaði með.
Ástandið hefur skánað, en of
hægt. Samtök atvinnulífsins hegða
sér enn eins og deild í stjórnmála-
flokki og sýna engin merki um iðr-
un, hvað þá bót og betrun. Á hinn
bóginn virðist verklýðshreyfingin
hafa slitið sig að mestu leyti lausa
úr sinni gömlu vist og býst nú
m.a.s. til að beita sér fyrir inn-
göngu Íslands í Evrópusambandið.
Bankarnir eru komnir úr ríkiseigu
eftir langa mæðu, en ríkisstjórnar-
flokkarnir drógu málið von úr viti
og tóku þungan toll af bönkunum.
Þrjú dagblöð af fjórum hafa nú
engin sýnileg tengsl við stjórn-
málaflokka. Dómskerfið situr á
hinn bóginn undir alvarlegum
ásökunum um hlutdrægni og nýtur
trausts aðeins um þriðjungs þjóð-
arinnar skv. mælingum Gallups.
Vantraustið kemur ekki á óvart
miðað við mannvalið í réttarsölun-
um víða um landið og jafnvel í
Hæstarétti. Almennt vantraust á
lögreglu og réttarkerfi veikir stoð-
ir réttarríkisins.
Löggjöf um seðlabanka hefur
breytzt til batnaðar í nálægum
löndum undangengin ár og einnig
hér heima með nýju seðlabanka-
lögunum frá 2001. Höfuðmarkmið
breytinganna var að auka sjálf-
stæði seðlabankanna innan stjórn-
kerfisins með því að reisa skorður
við afskiptum stjórnmálamanna af
framkvæmd peningastefnunnar og
draga úr hættunni á því, að stjórn-
málamenn beiti völdum sínum til
að knýja seðlabankann til að prenta
peninga til að fjármagna t.d. at-
kvæðakaup fyrir kosningar. Þess
vegna er stjórnmálamönnum hald-
ið í fjarlægð frá seðlabönkum
víðast hvar í öðrum löndum: þeir
eru ekki aðeins taldir óhæfir, held-
ur beinlínis vanhæfir skv. eðli
málsins. Ísraelsmenn o.fl. hafa sótt
seðlabankastjóra sína til útlanda til
að draga sem mest úr hættunni á
hagsmunatengslum bankastjóra
við stjórnmálamenn og flokka inn-
an lands. Við þetta er því að bæta,
að seðlabankastjórn kallar í aukn-
um mæli á yfirgripsmikla sérþekk-
ingu á efnahagsmálum og fjármál-
um – þekkingu af því tagi, sem
menn hafa yfirleitt ekki tök á að
afla sér og ná fullu valdi á, nema
þeir séu annaðhvort þrautþjálfaðir
hagfræðingar eða þaulreyndir
bankamenn.
Sjálfsráðning Davíðs Oddssonar
í stöðu seðlabankastjóra gengur í
berhögg við þessi sjónarmið og
brýtur einnig gegn anda nýju
seðlabankalaganna, sem ríkis-
stjórn hans fékk samþykkt á Al-
þingi 2001. Ráðning Jóns Sigurðs-
sonar í stöðu seðlabankastjóra
fyrir fáeinum misserum var sama
marki brennd, og hið sama er að
segja um ráðningu t.d. Birgis Ís-
leifs Gunnarssonar og Steingríms
Hermannssonar á sínum tíma,
enda voru þeir ekki ráðnir til ann-
ars en að greiða götu þeirra út af
vettvangi stjórnmálanna. Slíkir
menn eru ekki taldir henta til
seðlabankastjórastarfa í nálægum
löndum, ekki heldur í Afríku nema
á stöku stað, og gildir þá einu,
hversu vel þeir kunna að hafa
reynzt í ólgusjó stjórnmálanna.
Bill Clinton og George Bush kæmu
ekki undir neinum kringumstæð-
um til álita sem bankastjórar í
Seðlabanka Bandaríkjanna, enda
kunna þeir ekki til þeirra verka,
sem þar eru unnin. Sama máli
gegnir um Evrópulönd. En Seðla-
banka Íslands er enn sem fyrr upp-
álagt að lúta öðru lögmáli: þangað
hafa stjórnmálamenn troðið sjálf-
um sér og hverjir öðrum upp á
efstu hæð mörg undangengin ár án
þess að skeyta um þau sjónarmið,
sem ráða ráðningum í slíkar stöður
í öðrum löndum – fyrir nú utan vel-
sæmisbrestinn.
Þegar dregur að prófkjörum og vali forystumanna í stjórn-
málum hellast yfir fólk ótrúlegustu birtingarmyndir af fram-
bjóðendum. Svo er nú. Segja má að nokkrir frambjóðenda
hafi þjófstartað og séu meira áberandi en samfélagið þolir
með góðu móti. Af sumum er meira framboð en eftirspurn.
Þar fer fremstur frambjóðandinn Gísli Marteinn Baldursson.
Í fámennu samfélagi er hætta á að svona nokkuð gerist, að
framboðið verði meira en eftirspurnin. Þetta á ekki bara við
um fólk í stjórnmálum. Þetta er líka hættulegt með listafólk
og íþróttafólk.
Ábyrgð fjölmiðla er nokkur, en nú virðist sem hver fjöl-
miðillinn á eftir öðrum telji sig ekki geta fjallað um málefni
Reykjavíkurborgar án þess að Gísli Marteinn Baldursson,
varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í væntanlegu prófkjöri
Sjálfstæðisflokks, sé kallaður til. Enn eru nokkrar vikur í
prófkjörið sjálft og ef fer sem horfir eru allar líkur á að kjós-
endur verði búnir að fá meira en nóg af frambjóðandanum
þegar að sjálfu prófkjörinu kemur.
Það er ekki endilega við Gísla Martein að sakast. Hann
telur sig þurfa á athyglinni að halda og stekkur að hverri
linsu og hverjum hljóðnema sem hann sér til og er boðið að.
Fjölmiðlarnir geta ekki annað en spurt sig hvort þetta er rétt,
gagnvart lesendum, áheyrundum og áhorfendum. Gísli Mart-
einn er eflaust hinn ágætasti maður. En það er hægt að segja
um marga aðra og einhvern veginn hefur mér virst sem hann
sé ekki alltaf sá sem veit mest og veit best. Þess vegna hlýtur
eitthvað annað að ráða því hversu oft frambjóðandinn er kall-
aður til. Kannski eru hann og hans stuðningsfólk svona
dæmalaust dugleg að troða honum í þætti og viðtöl. Ef svo er
verða viðkomandi fjölmiðlar að hugsa sinn gang.
Þó þetta eigi langbest við um Gísla Martein, til þessa, er
það svo að aðrir frambjóðendur eiga eftir að fara sömu leið.
Troða sér að hvar sem þeir sjá tækifæri til. Það verður að
segjast eins og er að miklir hagsmunir eru í húfi hjá mörgum
og það er svo sem sætt þegar mikið er lagt í að framtíðar-
draumarnir gangi eftir, en það verður að gæta hófs. Það er
eitt að ýmsir frambjóðendurnir kunni sér engin takmörk og
það er svo annað að fjölmiðlar láti undan þrýstingi, aftur og
aftur, frekar en að byggja fréttirnar upp með það sem við-
komandi máli er best og eðliegast, en ekki láta þrýsting ein-
stakra frambjóðenda ná völdum. Það er óheiðarlegt gagnvart
notendum fjölmiðlanna og gerir fréttir og annað fjölmiðlaefni
drepleiðinlegt þegar sama fólkið segir sömu hutina aftur og
aftur.
Svo verða uppáþrengjandi frambjóðendur að hugsa með
sér hvort þögnin geti ekki verið happadrýgri en sama morfís-
stefið, aftur og aftur.
SJÓNARMIÐ
SIGURJÓN M. EGILSSON
Frambjóðendur eiga það til að skilja ekki
muninn á magni og gæðum.
Frambo› og eftirspurn
FRÁ DEGI TIL DAGS
Svo ver›a uppáflrengjandi frambjó›endur a› hugsa me› sér
hvort flögnin geti ekki veri› happadr‡gri en sama morfísstefi›,
aftur og aftur.
Í DAG
SEÐLABANKINN
ÞORVALDUR
GYLFASON
Sjálfsrá›ning Daví›s Oddsson-
ar í stö›u se›labankastjóra
gengur í berhögg vi› flessi sjón-
armi› og br‡tur einnig gegn
anda n‡ju se›labankalaganna,
sem ríkisstjórn hans fékk sam-
flykkt á Alflingi 2001. Rá›ning
Jóns Sigur›ssonar í stö›u se›la-
bankastjóra fyrir fáeinum miss-
erum var sama marki brennd,
og hi› sama er a› segja um
rá›ningu t.d. Birgis Ísleifs
Gunnarssonar og Steingríms
Hermannssonar á sínum tíma.
Íslandsmeistarakeppni í Professionails
naglaásetningum verður haldin í húsnæði
naglaskólans að Hjallabrekku 1 í Kópavogi
laugardaginn 24 september nk.
Keppt verður í french naglaásetningu og
naglaskreytingum.
1 verðlaun vöruúttekt 100.000
2 verðlaun vöruúttekt 50.000
3 verðlaun vöruúttekt 25.000
Þátttökurétt hafa allir fyrrverandi og
núverandi nemendur naglaskólans og
Snyrtiskólans í Kópavogi.
Skráning í síma 588 8300
Sjálfsrá›ning í Se›labankanum
Doktor Davíð?
„Davíð gæti orðið besti Seðlabankastjór-
inn“ segir í fyrirsögn greinar í Viðskipta-
blaðinu í gær. Þetta er sannarlega upp-
örvandi eftir reiðilestur hagfræðinganna
og gáfumannanna sem telja að „fag-
maður“ eigi að stjórna bankanum. Af
hverju skyldum við Íslendingar þurfa að
fara að fordæmi annarra þjóða og láta
próf, menntun og sérþekkingu flækjast
fyrir okkur? Er ekki nóg að vera af vík-
ingakyni? Og spurning hvort nýi banka-
stjórinn eigi ekki bara að taka upp á því
að kalla sig „Doktor Davíð“ og gefa
þannig nöldurskjóðunum langt nef. Fyrir
slíku eru fordæmi. „Doktor Gunni“, sem
svo kallar sig og skrifar pistla í DV, upp-
lýsir í blaðinu í gær að hann sé gervi-
doktor. Hann segist aldrei hafa verið í
háskólanum. Þetta kemur væntanlega
flatt upp á þá sem lesið hafa pistlana
hans. „Doktorinn“ bætir við: „Ég hef
enga sérstaka trú á menntun og veit
sem er að fjölmargir snillingar eru nær
ómenntaðir.“ Jamm.
Leiddist stundum
Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi for-
sætisráðherra, segir um Seðlabankaár sín í
þriðja bindi ævisögu sinnar. „Það eina
sem ég get fundið að starfsárum mínum í
Seðlabankanum var að ég hef aldrei haft
það jafnnáðugt í starfi á ævinni. Suma
dagana nánast leiddist mér. Ég skildi betur
hvað stundum hafði verið erfitt að ná í
Tómas Árnason þegar vel viðraði fyrir golf.
Ég hef hins vegar aldrei
haft jafn góða vinnu-
aðstöðu...“ Bætir
síðan við:
„Rólegheitin í Seðlabankanum höfðu þó
sínar jákvæðu hliðar. Ég hafði betri tíma
en nokkru sinni fyrr til að sinna áhugamál-
um mínum og fjölskyldu. Ég fór að spila
golf og fékk tíma til að sinna skógræktinni
í Borgarfirði...“
Frá níu til fimm
Líklega hefur „Doktor Davíð“ lesið ævi-
sögu „Doktor Denna“. Á blaðamanna-
fundinum góða í Valhöll sagðist nýi
bankastjórinn vera latur að eðlisfari.
Hann hlakkaði til að koma á vinnustað
þar sem hægt væri að stimpla sig út
klukkan fimm í stað þess að vera á sól-
arhringsvakt. Nú gæti hann látið draum-
inn um að skrifa skáldverk fyrir þjóð
sína rætast. Það verður ekki amalegt ef
við fáum í senn besta skáldið og besta
bankastjórann úr því við þurftum að
missa besta formanninn og besta for-
sætisráðherrann. gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550
5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent-
smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum
verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
15. september 2005 FIMMTUDAGUR