Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 35

Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 35
FIMMTUDAGUR 15. september 2005 Það fer að koma tími á mottu í forstofuna Nú fer veturinn að ganga í garð með tilheyr- andi veðráttu. Það fer því að koma tími til að draga fram gömlu gólfmottuna eða kaupa sér nýja og skella henni fyr- ir innan útidyrnar svo að snjórinn og drullan berist ekki inn. Gólf- mottur geta ver- ið margs konar og sumar eru bara mikil prýði. Það er hægt að nota þær til þess að bjóða fólk velkomið á heimilið eða setja þær út fyrir og vona að skilaboðin á þeim haldi öllum gestum frá. Ekki bera skítinn inn í stofu Ekkert flvottasnúrufar Skemmtileg leið til að þurrka þvottinn án þvottaklemma og þurrkgrinda. Til að forðast snúrufar á flíkum eða þvottaklemmufar á öxlum er stórsniðug hugmynd að bora króka í loftið og hengja í þá keðj- ur með hring í enda. Hægt er að ganga þannig frá að keðjurnar lafi ekki alltaf og má ráða lengd og fjölda. Svo eru herðatré hengd í keðjurn- ar og þvotturinn fer þar á. Þetta sparar gólfpláss, þvotturinn hangir meðan hann þornar og því ekki eins mikil nauðsyn að strauja og þvottasnúruför á fötunum heyra sögunni til. Einnig er hægt að hengja útivistarföt til þerris eða vinnufötin til viðrunar. Þegar góða gesti ber að garði og for- stofuskápurinn annar ekki eftir- spurn er hægt að hengja yfirhafn- ir gestanna í þvottahúsið í staðinn fyrir að búa til kápuhrúgu á hjónarúminu. Nýstárleg leið til að þurrka þvottinn. Þetta eru ekki vinalegustu skilaboðin sem geta verið á gólfmottu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.