Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 36

Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 36
Í rauðri götu á Smiðjuvegi er mikið úrval notaðra innanstokksmuna. Húsgögnin eru vel valin, vel farin og á verði sem fær pyngjuna til að fara í heljarstökk af gleði. Varla er þverfótað fyrir fallegum munum í versluninni Skeifunni við Smiðjuveg í Kópa- vogi. Þar eru húsgögn með hjarta sem hafa upplifað ýmislegt og bjóðast nú væntanlegum eig- endum á góðu verði. Mikið úrval er af sófum og stólum frá alls konar tímum. Hvort sem stíllinn í stofunni er frá átt- unda áratugnum, klassískur íslenskur eða nútímalegur – allt er til. Skápa, borð og aðra fylgihluti stofunnar má þar finna ásamt ljósakrónum og jafnvel rúmum. Verðið er líka alveg frábært og tilvalið fyrir ungt fólk og aðra sem ekki eiga peningatré að líta við í Skeifunni. Ferð í verslunina er tilvalin leið til að eyða góðum eftirmið- degi. Svo er um að gera að gefa sér góðan tíma því leitin að rétta húsgagninu getur verið flókið þegar margt er í boði. Haustið er kom- ið með alla sína haustliti. Lauf- blöðin eru farin að hrynja af trjánum og mó- arnir orðnir fal- lega rauðir. Það er tilvalið að taka þessa fal- legu liti náttúr- unnar og skreyta með þeim innan- dyra. Ef þú ætl- ar að halda mat- arboð nú á haust- dögum er til dæmis upplagt að skreyta mat- arborðið með fallegum hlutum úr náttúrunni. Þ u r r k u ð reyniber geta verið mikil prýði á borðinu og eins getur verið skemmtilegt að leggja þurrkuð laufblöð yfir hvítan dúk til að kalla fram notalega hauststemn- ingu. Strá í vasa eða greinar af gulnuðu kjarri setja líka skemmtilegan svip á borðið. Þeir sem ekki vilja færa nátt- úruna inn til sín geta skapað hauststemningu með því að setja rauð kerti í vasa, nota servíettur í haustlitunum og skrautlegan dúk. Ger›u matarbor›i› haustlegt me› berjum Það er tilvalið að skreyta heimilið með laufblöðum og berjum. Rauðu reyniberin er tilvalið að nota sem borðskraut. Ericur frá 650.- Einnig fáanlegar í fleiri litum Hlíðarsmára 11, Kópavogi s: 565 1504 Opið frá 11-18 virka daga. Lokað í sumar á laugardögum Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðlista www.bergis.is Fallegar silkierikur fyrir veturinn í þremur litum kr 980.- Sófaborð með marmaraplötu,18.000 krónur. Sófi með útsaumuðu áklæði, 30.000 krónur. Yndisleg ljósakróna á góðu verði, 18.000 krónur. Sófasett frá áttunda áratugnum, sófi og tveir stólar ásamt sófa- borði, 45.000 krónur. Vel farinn sjónvarpsskápur, 28.000 krónur. Húsgögn frá öllum tímum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.