Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 38
2 ■■■ { BÍLAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ fyrsti bílinn } Ný og öflugri vél Subaru Forester er um þessar mundir að koma með nýrri og enn öflugri vél. Vélin fer úr 125 hestöflum í 158 hestöfl. Að auki er bíllinn betur búinn og má þar nefna 16“ álfelgur, meiri veghæð og fleira. Heimamenn mæta sterkir til leiks Í dag opnar fyrir almenningi 61. IAA bílasýning í Frankfurt í Þýskalandi. Sýningin er ein af stærri bílasýningum í heiminum og að þessu sinni er ekkert lát á uppákomum. SUBARU FORESTER: Vélar: 2,0 158 hö Skipting: bsk, ssk Dyrafj.: 5 Sæti: 5 Stöðugleikabúnaður: Sídrif, ABS með EBD spólvörn Umboð: Ingvar Helgason Verð frá: 2.390.000 Sá eftir fyrsta bílnum Fyrsti bíllinn minn var Suzuki Swift árgerð 1988. Ég eignaðist hann eiginlega áður en ég var komin með bílpróf. Þetta var hvítur, lítill og sætur bíll. Ég bjó í sveit fyrir norðan og fór í bæinn og fann bílinn. Hann var einhvers staðar að austan en hafði aldrei komið út á malarveg þrátt fyrir það og hafði verið fluttur sjóleiðina suður. Þennan bíl átti ég í fimm ár og notaði hann allan tímann sem ég var í menntaskóla. Foreldrar mínir bjuggu þá í Laxárvirkjun í Aðaldal en ég var í skóla á Akureyri og þau voru bara fegin að ég væri akandi frá og með afmælisdeginum mín- um. Það þótti líka töluvert skref á þeim tíma að fá bílpróf en mér finnst eins og krakkar séu eitthvað rólegri yfir þessu í núna. Ég var að verða 22 þegar ég seldi þennan bíl og ég sá alveg hrikalega mikið eftir honum en ég var ólétt að syni mínum og ákvað að kaupa mér meiri fjölskyldubíl. Þessi var bara tveggja dyra en ég ákvað að kaupa mér fjögurra dyra bíl. Þá keypti ég mér Peugeot og hef átt Peugeot síðan. Mér þótti samt mjög vænt um þennan bíl og hann reyndist mér vel. Þó að gestir og gangandi fái ekki að fara um svæðið á bílasýningunni í Frankfurt fyrr en í dag hefur vikan verið notuð í afhjúpanir og sölusýningar fyrir við- skipta-, bílaiðnaðar- og fjölmiðlafólk. Sýningin hófst því í raun á mánudag með trompi þegar dr. Wolfgang Bernhard, maðurinn sem ber ábyrgð á Volkswagen- merkinu, afhjúpaði nýjan harðblæjubíl frá þýska bíla- framleiðandanum. Mikil leynd hefur ríkt yfir útliti Eos og því var eftirvæntingin mikil. Fæstir urðu fyrir von- brigðum þegar hulunni var svipt af og í ljós kom stíl- hreinn og sportlegur bíll, þróaður frá Concept C bíln- um sem Volkswagen kynnti fyrir ári. Annar þýskur framleiðandi sem vakti óskipta athygli var BMW. Bæði var það fyrir Mini hugmyndabíl, sem var nefndur Frankfurt í tilefni afhjúpunarinnar og er eins konar blanda af sportbíl og fjölnotabíl, og einnig fyrir BMW Z4 hugmyndabílinn sem þykist ekki vera neitt annað en hann er; hreinræktað tryllitæki. Af öðrum þýskum bílum sem kynntir voru til leiks má nefna Smart Crosstown frá DaimlerChrysler. Þó að hann minni meira á golfbíl en fólksbíl stefnir hann ótrauður á Ameríkumarkað. Meðal búnaðar má nefna tengi fyrir USB og lófatölvur, blæju, niðurfellanlega framrúðu og 16“ felgur sem koma frekar spánskt fyrir sjónir á bíl sem er undir 170 cm á lengd. Auk þessara bíla hefur XK, nýr lúxusbíll frá Jagúar, vakið mikla athygli, sem og Audi Q7, nýr Honda Civic og sérlega spræk útgáfa af Skoda Octavia. Um síðast- nefndu þrjá bílana og marga fleiri er fjallað annars staðar í blaðinu. Á IAA bílasýningunni eru rúmlega 1.000 aðilar frá 44 löndum að sýna vörur sínar og framleiðslu, allt frá verkfærasettum upp í flutningabíla. Sýningin stendur til 25. september. Þangað til geta gestir skoðað, fræðst og prufukeyrt framtíðina í bílaheiminum. Mini Concept Frankfurt hugmyndabíll. Gefur forsmekkinn af næstu kynslóð þessa nýupprisna bíls. Smart Crosstown er ekki stór en stefnir þó á Ameríkumarkað og ætlar sér þangað á snjallri hönnun og frumlegum staðalbúnaði. Harðblæjubíllinn Volkswagen Eos, nefndur eftir grískri gyðju dög- unar. Og hvern langar ekki að keyra einn svona í morgunsárið? BMW Z4 Coupé hugmyndabíll. Þegar breskur blaðamaður sá bíl- inn á mánudag sagði hann: „Þessi verður að fara í framleiðslu. Hann bara verður.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. SVANHILDUR HÓLM VALSDÓTTIR Lancia Stratos fær nýtt líf Á bílasýningunni í Frankfurt mun Fenomenon Holistics hönnunarteymið kynna til sögunnar afsprengi sitt, Stratos Roadster. Roadsterinn er þróaður út frá Lancia Stratos, vinsælum sportbíl frá áttunda áratugnum. Sá sem leiðir Fenomenon Holistics er einmitt hinn 27 ára gamli Christian Hrabalek sem á fleiri Stratosa en nokkur annar í heiminum og er álitinn eins konar yfirvald þegar kemur að þessum sögufræga bíl. Markmið hans var að gera nýja útgáfu af bílnum sem þó næði að fanga kjarna og and- rúmsloft þessa gamla Lancia-bíls, sama hvað það kostaði. Það þykist hafa tekist listavel og nú er bara að sjá hvort bíllinn fari í framleiðslu eða hvort hann dúkki upp á safni Christians. Fenomenon Stratos Roadster hugmyndabíllinn. Hvern gæti grunað að hann væri byggður á þrjátíu ára gömlum bíl? BÍLASÝNINGIN Í FRANKFURT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.