Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 42
6 ■■■ { BÍLAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Hitasveiflur og selta kalla á ryðvörn
Hér á landi eru flestir nýir bílar ryðvarðir áður en þeir fara á göturnar og sumir reglu-
lega eftir það. Baldur Jónsson rallkappi vinnur í Bílaryðvörn á Bíldshöfða.
Hér sést undirvagn á þriggja ára bíl
sem var ekki ryðvarinn áður en hann
fór á götuna.
Bílarnir fá gott steypibað eftir
meðferðina í ryðvarnarskálanum.
„Við ryðverjum hurðirnar, sílsana, brettakantana og
botninn eins og hann leggur sig,“ segir Baldur og telur
tvímælalaust þörf á þessari aðgerð hér á okkar norð-
lægum slóðum. „Bílar eru með svokallaða verksmiðj-
uryðvörn þegar þeir koma til landsins sem dugar
kannski þar sem hitasveiflur eru litlar og seltan er ekki
að hrella menn. En sú ryðvörn nægir ekki hér,“ segir
hann og nefnir líka að notkun tjöruhreinsis geti valdið
ryði sé vörn ekki fyrir hendi. „Ef maður er að tjöruþvo
bíl og úðar mikið á opnanlegu rúðurnar getur tjaran
lekið ofan í hurðirnar og étið upp vörnina,“ útskýrir
hann.
Baldur segir mikla þróun hafa orðið í efnunum sem
notuð eru til ryðvarnar, enda séu hátæknifyrirtæki að
framleiða þau. „Þetta er toppefni sem búið er að rann-
saka fram og til baka og í því felst líka mikil hljóðein-
angrun,“ segir hann og getur þess að efnafyrirtækið
sem Bílaryðvörn skipti við hafi verið á lyfjamarkaði.
Átta ára ábyrgð er á ryðvörninni hjá Bílaryðvörn og
Baldur segir stóran hluta kaupenda viðhalda þeirri
ábyrgð með því að koma með bílana á tveggja ára
fresti. Hann nefnir dæmi um gildi þess. „Einn þeirra
bíla sem kemur með réttu millibili er tuttugu ára
gamall Bens sem er að jafnaði í seltunni úti í Vest-
mannaeyjum. Hann er enn eins og nýr.“ Nauðsynlegt
er að vandað sé til verka við ryðvörnina og lykilatriði
að allir fletir séu hreinir og þurrir áður en kvoðunni sé
sprautað á þá, að sögn Baldurs. „Við erum með 35 ára
reynslu og það hefur bara sýnt sig að þeir bílar sem eru
ryðvarðir vel endast,“ fullyrðir hann að lokum.
„Þeir bílar sem eru ryðvarðir vel endast,“ segir Baldur Jónsson rallkappi sem hér er ásamt Jóni Aðalbjörnssyni verkstjóra sem hefur starf-
að hjá fyrirtækinu í 28 ár.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Stærri og úthugsaðri en áður
Honda Civic vekur gríðarlega athygli fyrir flott útlit.
Nýr Honda Civic hefur nú þegar
vakið athygli fyrir flott útlit. Aðeins
sex mánuðum eftir að hugmyndabíll
Honda Civic var sýndur á bílasýning-
unni í Genf er framleiðslubíllinn
frumsýndur í Frankfurt. Það vekur
eftirtekt að breytingin frá hug-
myndabíl til framleiðslubíls hefur
gengið eftir á stuttum tíma og lítið
hefur verið um breytingar frá útliti
hugmyndarinnar.
Nýi Honda Civic bíllinn sameinar at-
hyglisverðan stíl í flottri og snjallri
útfærslu. Styrkt framfleygt (cab-
forward) formið er aðalatriðið, en
það kemur ekki niður á sveigjanleika
og búnaði, þar sem ekkert hefur
verið til sparað. Innanrými þessa nýja
Civic er á pari við stærri bifreiðar í
D-flokki. Aftursætunum er þannig
hagað að með aðeins einu handtaki
er hægt að fella sætin niður til að
mynda flatt gólf. Undir gólfinu er
einnig mikið geymslupláss með
ýmsum hólfum.
Honda hefur séð til þess að Honda
Civic verði sá öruggasti í sínum
flokki og reiknar með því að þessi
Civic fái 5 stjörnu EURO NCAP
viðurkenningu fyrir fram- og hliðar-
árekstursöryggi, 3 stjörnur fyrir
öryggi gangandi vegfarenda og 4
stjörnur fyrir öryggi barna í bílnum.
HONDA CIVIC
Vélar: 1,8 (B), 2,2 (D) og 1,4
(D)
Skipting: bbs, ssk
Dyrafj.: 3/5
Sæti: 5
Stöðugleikabúnaður: Já
Umboð: Bernhard
Verð frá: Auglýst síðar
fyrsti bílinn }
Skoða alltaf Skódaauglýsingar
„Fyrsti bílinn minn var Skóda Oktavía og ‘63
árgerð. Handmálaður ljósbrúnn og mikið trylli-
tæki,“ segir Árni og segir að bíllinn hafi verið
mjög merkur gripur. Hann kostaði á þeim tíma
23.000 krónur og fóru allir sumarpeningar
Árna í kaupin á þessu mikla tryllitæki.
„Ég keypti hann í Reykjavík og ók um höfuð-
borgina til að byrja með. Síðan tók ég hann
með mér til Eyja í gosinu ‘73,“ segir hann en
Skódinn sem fór með Herjólfi til björgunarstarfa reyndist mikið þarfa-
þing í Vestmannaeyjum. Bíllinn þjónaði eiganda sínum í tvö heil ár áður
en hann gaf upp öndina. „Ég varð að jarða hann þegar rúðuþurrkurnar
fóru að virka sem startari. Það leiddi saman orðið rafkerfið og ég var
aldrei viss hvort ég var að nota rúðuþurrkurnar eða starta bílnum.“
Árni hugsar með mikilli hlýju til þessa góða grips sem átti eftir að hafa
áhrif á bílakaup hans í framtíðinni. „Þetta varð til þess að ég keypti fleiri
Skódabíla til að byrja með, og skoða alltaf Skódaauglýsingarnar.“
ÁRNI SIGFÚSSON