Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 50
14 ■■■ { BÍLAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Nýr og breyttur Toyota RAV4 var
frumsýndur á bílasýningunni í
Frankfurt nú á dögunum. Miklar
breytingar hafa verið gerðar frá fyrri
árgerð þar sem mikil áhersla hefur
verið lögð á aukið farþegarými og
enn betri aksturseiginleika.
Enn meiri áhersla hefur verið lögð á
öryggi í nýjum RAV4, sem verður fá-
anlegur með sjö loftpúðum og er
eini smájeppinn sem hefur hnéloft-
púða til varnar hnjám ökumanns.
Undirvagn bílsins sérstaklega styrkt-
ur og hannaður með þeim hætti að
hann dregur í sig högg.
Nýr RAV4 er 145 mm lengri en fyrri
árgerðir og haf á milli hjóla hefur
verið lengt um 70 mm. Bíllinn er út-
búinn með Toyota EasyFlat búnaði á
aftursætum sem gera það kleift að
fella niður sætin með einu handtaki
og þegar þau hafa verið lögð niður
er gólfið alveg flatt.
Nýr Toyota RAV4 verður fáanlegur
hér á landi í byrjun næsta árs.
Þriðja kynslóð frumsýnd
Nýr og breyttur Lexus IS kemur á
markað seint á þessu ári en bíllinn
hefur tekið stakkaskiptum frá fyrri
árgerð bæði í útliti og allri innri
gerð.
Lexus IS verður fáanlegur í þremur
grunnútfærslum og verður ríku-
lega búinn staðalbúnaði. Meðal
staðalbúnaðar í Lexus IS verður af-
ísingarbúnaður í framrúðu, lykla-
laust aðgengi, 13 hátalarar, sex
diska geislaspilari og 17 tommu
álfelgur, hliðarloftpúðar, loftpúðar
í mælaborði, loftpúðagardínur og
hnjáloftpúðar fyrir ökumann og
farþega. Lexus IS er fyrsti bíllinn
sem hefur loftpúða í mælaborði
sem eru í tveimur hlutum og laga
sig að líkama farþegans við árekst-
ur og eykur þar með öryggi til
muna.
Farþegarými hefur verið endurbætt
og glæsilegar innréttingar í Lexus
IS auka mikið á þægindi farþega
og bílstjóra. Lexus IS verður fáan-
legur hér á landi í lok árs 2005.
Þægindi og öryggi í fyrirrúmi
Meðal staðalbúnaðar í Lexus IS eru 13 há-
talarar, fjöldi loftpúða og afísingarbúnaður
á framrúðu.
RAV4
Vélar: 2,0 (B) og 2,2 136 hö
(D)
Skipting: ssk, bsk
Dyrafj.: 5
Sæti: 5
Stöðugleikabúnaður: HAC, DAC,
VDIM stöðugleikastýring
Umboð: P. Samúelsson
Verð frá: Auglýst síðar
Öruggari, stærri og betri
aksturseiginleikar. Nýr RAV4
verður fáanlegur í byrjun
næsta árs.
Skiptanlegir toppar eru málið
Skoda hefur verið þó nokkurn tíma að þróa og betrumbæta Yeti hug-
myndabílinn sem kynntur var til leiks í Frankfurt nú í vikunni.
Hugmyndin að baki bílnum er sú að einn bíll geti þjónað mörgum hlut-
verkum. Þess vegna er hægt að skipta toppnum á honum út og hafa
hann allt frá tusku og yfir í harðan topp sem leggst saman í hólf aftur
í bílnum. Þá er einfalt að færa hátalarana við hljómflutningstækin út úr
bílnum svo hægt sé að hlusta á tónlist fyrir utan hann. Þó að bíllinn sé
ekki stór getur hann nýst sem pallbíll beri það við. Það er þó hæpið að
íslenskir bændur eða sjómenn sjái sér hag í að kaupa bílinn enda er
hann aðallega hugsaður fyrir borgarakstur og sportnotkun.
Skoda Yeti er hannaður sem margnotabíll með endalausa möguleika.
BÍLASÝNINGIN Í FRANKFURT
Á bílasýningu þessa árs í Frankfurt
(IAA) frumsýnir Skoda Auto nýjar og
sportlegar útgáfur af Skoda Octavia
RS. Um er að ræða tvær gerðir, skut-
bíl með afturhlera og hefðbundinn
skutbíll. Octavia RS fylgir í fótspor
hins vinsæla fyrirrennara síns með
heillandi og framsækinni hönnun og
öflugri 2.0 TFSI bensínvél með for-
þjöppu og beinni innspýtingu sem
skilar 200 hestöflum.
Skoda heldur áfram að tryggja sér sess sem framleiðandi vandaðra og góðra bíla með
nýjum RS útgáfum af Skoda Octavia.
BÍLASÝNINGIN Í FRANKFURT
Nýr Octavia RS
Öruggasti smábíllinn
Peugeot 1007 er fyrsti smábíllinn sem skorar fullt hús stiga í EuroNCAP árekstrarprófinu.
Meðal bíla sem Frakkar sýna í
Frankfurt í ár er Peugeot 1007.
Smábíll sem vakið hefur athygli
fyrir mikinn öryggisbúnað og raf-
stýrðar rennihurðar sem henta
einkar vel.
Peugeot 1007 sló í gegn í EuroNCAP
árekstrarprófinu og fékk bestu
mögulegu einkunn eða 5 stjörnur í
framan- og hliðarárekstarprófi og er
þar með fyrsti smábíllinn sem nær
hámarkseinkunn upp á 36 punkta.
Útkoman úr prófinu sýnir á áhrifa-
mikinn hátt að þessi nútímalegi bíll
býður upp á mikið öryggi. Meðal
staðalbúnaðar í bílnum eru 7 loft-
púðar, tvær þriggjapunkta-isofix-
festingar fyrir barnastóla aftur í. Í
Peugeot 1007 eru jafnframt skynjar-
ar í öllum sætum sem gefa frá sér
viðvörunarhljóð ef farþegar gleyma
að spenna sætisbeltin eða ef ein-
hver losar beltið þegar bíllinn er á
ferð. Lögun bílsins er einnig talin
lágmarka slys á fólki ef til óhapps
kemur.
Peugeot 1007 setur einnig línurnar í
virku öryggi í sínum flokki þar sem
ABS hemlalæsivörn, ESP stöðu-
leikakerfi, EPD átaksdreifing á
hemlum, rafræn bremsukraftsdreif-
ing og neyðarhemlunaraðstoð er
staðalbúnaður í 1007 línunni.
Peugeot 1007 er einstakleg aðgengi-
legur þökk sé rafstýrðum renni-
hurðunum og háum sætum. Innan-
rýmið í þessum smábíl er líka sér-
staklega mikið.
PEUGEOT 1007
Vélar: 1,4 (B), 1,6 (B) og 1,4
(D)
Skipting: bsk, ssk
Dyrafj.: 2
Sæti: 4
Stöðugleikabúnaður: Já
Umboð: Bernhard
Verð frá: 1.599.000 kr.
fyrsti bílinn }
Gerði sjálf við bensíngjöfina
Fyrsti bíllinn minn var gamall Skódi og auðvitað var hann stund-
um kallaður Skódi ljóti enda var hann svolítið ljótur. Ég var samt
voða ánægð með hann og hann reyndist mér vel. Hann rauk
alltaf í gang og gerði það sem til var ætlast af honum hverju
sinni þannig að hann var mér á allan hátt þægur. Þó fór bensín-
gjöfin einu sinni í honum en þar sem þetta var fremur einföld
bifreið gat ég gert við bensíngjöfina sjálf og var ansi stolt af.
Ég var orðin 24 eða 25 ára þegar ég keypti Skódann. Var búin að
vera með prófið í nokkur ár og keyra heilmikið því ég var satt að
segja með dálitla bíladellu. En Skódinn var fyrsta farartækið í
minni eigu og var notaður alveg óspart. Mér var alltaf fremur
hlýtt til hans. Svo held ég að ég hafi selt hann fyrir slikk þegar ég
fór utan í nám. Ég á reyndar Skóda núna líka en það er allt ann-
ar bíll og mun fallegri enda er hann aldrei kallaður Skódi ljóti.
VALGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR FRÉTTAMAÐUR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
LEXUS IS 250
Lexus IS 250
Vélar:2,5 204 hö (B)
Skipting: 6 g/bsk, 6 g/ssk
Dyrafj.: 4
Sæti: 5
Stöðugleikabúnaður: ABS, EBD
og BA hemlunarkerfi, VSC
skriðvörn og PCS árekstravörn.
Umboð: P. Samúelsson
Verð: Auglýst síðar