Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 61

Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 61
Lýðskrumara gengur vel Það sem helst kemur á óvart í kosning- unum í Noregi, og raunar vekur ugg, er hvað lýðskrumaranum Carl I. Hagen hef- ur tekist að blekkja kjósendur til fylg- islags við sig. Framfaraflokkur Hagens sver sig í ætt við aðra hægri öfgaflokka í Evrópu. Svo sem flokk Glistrup í Dan- mörku, Le Pen í Frakklandi og Jörg Haider í Austurríki. Pólitík þessara flokka er einföld, þeir eru á móti útlendingum og kappkosta við að verja hefðbundin fjölskyldugildi, þeir vilja allir lækka skatta verulega en um leið stórbæta velferða- kerfið, sérstaklega kjör eldri borgara. Sem betur fer hefur slíkur vitleysinga- flokkur ekki enn náð fótfestu á Íslandi en stundum hefur manni virst sem að öfl í Frjálslynda flokknum gætu hugsað sér að fara í þá átt. Að líkindum er það Guð- jón Arnar sem hefur staðið á bremsunni. Líkurnar á að flokkurinn þróist í þá átt hafa efalaust minnkað eftir að Gunnar Örlygsson fór yfir til Sjálfstæðismanna. Eiríkur Bergmann Einarsson á eirikur- bergmann.is Verðbólgan og kaupmátturinn Í fjölmiðlum er nú fjallað um verðbólg- una sem komin er framúr verðbólgu- markmiðum Seðlabankans en þau lágu til grundvallar kjarasamningum bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. Fulltrúar Samtaka atvinnurek- enda segja að vel komi til greina af þeirra hálfu að segja upp kjarasamning- um og í Fréttablaðinu er flennistór fyrir- sögn yfir viðtölum við fulltrúa þeirra og fjármálasérfræðinga: Kaupmátturinn í landinu er of hár. Það má til sanns vegar færa að sé því haldið fram að ef krónan sé of hátt skráð miðað við þarfir ís- lenskra framleiðsluatvinnuvega þá sé jafnframt verið að segja að kaupmáttur þjóðarinnar sem heildar sé of mikill. Hér þarf þó að gera tvo mjög mikilvæga fyr- irvara. Í fyrsta lagi eru mikil áhöld um að hátt gengi krónunnar hafi skilað sér í vöruverði á innfluttum varningi og þar með í auknum kaupmætti almennings. ... Í öðru lagi þarf að gera alvarlegan fyr- irvara við þá alhæfingu að kaupmáttur allra sé of mikill. Ögmundur Jónasson á ögmundur.is Endalaust kjaftæði um jafnréttismál Ég er orðin afskaplega þreytt á enda- lausu kjaftæði um jafnréttismál. Ég vil að eitthvað gerist, eitthvað sem sýnir að okkur er alvara. Þess vegna var gott að Ingibjörg Sólrún varð formaður Samfylk- ingarinnar; þá gerðist eitthvað. Líka ef Þorgerður Katrín (sem ég bind alltaf von- ir við að verði aðeins meðvitaðri) verður varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Og það gladdi mig að heyra í Runólfi Ágústsyni rektor á Bifröst í Kastljósi þar sem fram kom að þau þar ætla að styrkja konurnar í nemendahópnum með því að kalla til konur sem standa framarlega í atvinnulífinu til að miðla þeim af reynslu sinni. Þetta eru góð við- brögð við niðurstöðum könnunar sem sýndi að konurnar standa sannanlega höllum fæti þegar út í atvinnulífið kem- ur. Svanfríður Jónasdóttir á jafnadar- menn.is/svanfridur Sameining sveitarfélaga Segjum nú svo að sú sameingarhug- mynd sem nú er upp á borðum yrði ekki að veruleika. Þá finnt mér að við ættum í fullri alvöru að skoða möguleika á sam- einingu Hveragerðis og Ölfuss.ÝHvera- gerði er náttúrulegur hluti af Ölfusi – er bara þéttbýli í Ölfusi eins og Þorláks- höfn.Ý“Þorláksgerði“ yrði stórt og öflugt sveitarfélag, landfræðilega eðlilegt. Næði frá hafi til fjalls og á aðra höndina hin volduga Ölfusá, fjallið á hina.ÝEftir tíu til tuttugu ár nær samfelld byggð.ÝNú þegar eru þéttbýliskjarnar að spretta upp á öðrum hvorum bæ.ÝÞað yrði svo seinni tíma pæling hvort að „Þorláks- gerði“ og Árborg sem auðvitað innbyrðir litlu hreppana fyrr eða síðar sameinuðu krafta sína. Baldur Kristjánsson á baldur.is 29 Bændabragur á fréttaflutningi Við Íslendingar teljum okkur vera mikla heimsborgara í flestu sem við tökum okkur fyrir hendur en eitt kom mér mikið á óvart þegar ég flutti heim eftir nokkurra ára búsetu erlendis, þ.e. ís- lenskur fréttaflutningur. Í öllum þeim hræðilegu hamförum sem hafa riðið yfir heiminn á síðasta ári varð ég mjög vonsvikin með fréttaflutninginn hér á landi. Tökum sem dæmi fellibylinn Katrinu sem lagði líf mörg hundruð þúsund manna í rúst, ef ekki milljóna. Eðli málsins samkvæmt var mikil áhersla lögð á fréttir af hamfarasvæð- unum og fréttaflutningur um málið tók hluta fréttatímans. Þá var bæði frétta- stofa Sjónvarpsins og Stöðvar 2 með nokkurra mínútna pistla um allan þann hrylling sem fylgdi í kjölfar fellibylsins. Þar var jú fjallað um eyðileggingu húsa og að margra þúsunda væri saknað og að 60 þúsund manns sætu föst inni í hinu svo kallaða Super Dome þar sem það þyrfti að þola miklar hörmunar. Síðan kom næsta frétt, sem var jafn- löng og sú fyrsta og fjallaði um að ís- lenskrar konu væri saknað í Mississippi eftir fellibylinn. Með fullri virðingu fyrir fjölskyldu þessarar konu og angist þeirra fannst mér gert fullmikið úr því máli. Sömu sögu var að segja með dag- blöðin. Ein forsíðan var með fyrirsögn- inni stórum stöfum: Íslenskrar konu saknað í Mississippi og löng grein um það henni meðfylgjandi. Annars staðar var mynd af svartri konu með nakið barn sitt í fanginu á flótta undan glæpamönnum fyrir utan Super Dome með texta undir myndinni og ekki meira fjallað um það á þessari forsíðu. Með þessu finnst mér verið að mis- muna og sýna fórnarlömbum Katrínar vanvirðingu. Mörg hundruð þúsund manns eru heimilislausir, nokkur hund- ruð látnir og tugir þúsunda lifðu við ólýsanlegar aðstæður þar sem mann- djöflar drápu, nauðguðu og rændu slasaða, konur og börn. Að einn Íslend- ingur sé týndur í öllum þessum hörm- ungum fái jafn mikið vægi hjá íslensk- um fréttastofum finnst mér ekki við hæfi. Þorgerður Pálsdóttir á tikin.is Við sama heygarðshornið Afstaða vinstri manna til menntamála er lýsandi fyrir afstöðu þeirra til mála almennt. Það hefur engu breytt þótt vinstri menn kalli sig nú gjarnan „nú- tímalega jafnaðarmenn“, „félags- hyggjumenn“ eða „óháða“, þeir eru við sama heygarðshornið og áður. Telji þeir sig einhvers staðar sjá að gera megi betur líta þeir jafnan til ríkiskassans og vilja draga meira fé úr honum. Útgjöld- in eru aldrei næg að þeirra mati og þrátt fyrir að Ísland slái heimsmet í rík- isútgjöldum vilja þeir að lengra sé gengið.Á sama tíma gera þeir allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að pen- ingarnir verði nýttir skynsamlega. Þannig hafa vinstri sinnuð borgaryfir- völdin ítrekað brugðið fæti fyrir einka- rekstur í skólakerfinu og vinstri menn tala jafnan gegn slíkum rekstri. Þeir mega ekki til þess hugsa að aðrir en ríkisstarfsmenn kenni börnunum að lesa eða unglingunum að reikna. Um leið kvarta vinstri menn svo jafnvel stundum yfir því að aðhaldið í ríkisfjár- málum sé of lítið. Hver skyldi lausnin á því svo vera? Jú, hún er að ríkið lækki ekki skatta. Vefþjóðviljinn á andriki.is FIMMTUDAGUR 15. september 2005 AF NETINU AF NETINU Fjármögnun í takt við þínar þarfir H in ri k P é tu rs s o n l w w w .m m e d ia .i s /h ip Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is . . . er að læra að lækka í græjunum fiú velur hvort flú leigir bílinn me› einkale igu e›a eignast hann me› bílasamningi e›a bílaláni. Veldu bíl sem hentar flínum flörfum og ræddu svo vi› rá›gjafa L‡s ingar e›a sö lumenn bílaumbo›anna sem a›sto›a flig vi› a› útbúa umsókn og ganga frá fjármögnun. Bílaumbo›in eru beintengd L‡singu í gegnum Neti› flannig a› svar vi› umsókn kemur á augabrag›i. fiú getur svo fundi› fla› út í rólegheitum hvernig eigi a› lækka í græjunum. Nota›u reiknivélina á www.lysing.is og sko›a›u hvernig flitt dæmi kemur út. Bílasamningur Bílalán Rekstrarleiga Einkaleiga Það eina sem er erfitt við að kaupa nýjan bíl . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.