Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 62

Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 62
Umsjón: nánar á visir.is Stærsta flugfélag í Evrópu Fréttir af viðræðum FL Group við Fons eignarhalds- félag um möguleg kaup á Sterling hleyptu lífi í pælingar um framtíð FL Group. Ljóst er að Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, dreymir stóra drauma fyrir hönd félagsins. FL Group á stór- an hlut í easyJet og með Sterling í farteskinu gæti verið komin upp áhugaverð staða þar sem mögu- leiki væri á sameiningu Sterling og easyJet. Teng- ing við Atlantshafsflug Flugleiða myndi við það aukast verulega. Það þýddi aftur á móti að hefjast þyrfti handa fljótlega við að stækka flug- stöðina í Keflavík. Almar Guðmundsson og Pálmi Haralds- son hafa verið á fullu í tiltekt í Sterl- ing og margir eru þeirra skoð- unar að Pálmi hafi einmitt séð fyrir sér að Sterling yrði góð söluvara eft- ir tiltekt. Pálmi er öfl- ugur fjárfestir og fljótur að koma auga á hagræðingarmöguleika. Líklegt er að hann hafi meira gaman af því að taka skjótan hagnað og snúa sér að næsta verkefni, en að burðast með stóra fjárfestingu í mörg ár. Veltubók FL Group Ráðning Alberts Jónssonar til FL Group frá Lífeyr- issjóði ríkisstarfsmanna þykir einnig benda í ákveðnar áttir í sambandi við framtíð FL Group. Albert var virkasti lífeyrissjóðafjárfestirinn á markaðnum og tók herfræðilegar stöður sem skiluðu góðum hagnaði hvað eftir annað. Flug- leiðir hafa sterkt sjóðstreymi og Albert mun stýra ávöxtun þeirra fjármuna sem renna í gegn- um félagið. Flugfélög þurfa stundum að bregð- ast hratt við og breyta eignum í lausafé. Mark- viss stýring slíkrar veltu getur haft mikla þýðingu fyrir félagið. Hvert prósent í betri ávöxtun sterkr- ar lausafjárstöðu skilar sér í reksturinn. Það má því búast við aukinni þátttöku FL Group á hluta- bréfamarkaði bæði hér heima og erlendis. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.514 Fjöldi viðskipta: 1.189 Velta: 4.910 milljónir -2,17% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Roger Lakhani tók nýlega við stöðu fjármálastjóra Atlantis Group. Roger, sem er 38 ára, hefur MS-gráðu í loft- ferða- og geimferðavísindum frá MIT og doktorsgráðu frá Tokyo Institute of Technology í geimvélaverkfræði, auk MBA-gráðu frá Instituto de Empresa frá Madrid. Landsframleiðslan á árinu 2004 varð 885 milljarðar og óx að raungildi um 6,2 prósent frá fyrra ári. Þessi vöxtur kemur í kjölfar 3,6 prósent vaxtar á árinu 2003. Vegna nokkru lakari viðskiptakjara og aukinna vaxta- og arðgreiðslna til útlanda uxu þjóðartekjur nokkru minna, um 4,9 prósent. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman yfirlit um þróun launa- greiðslna sveitarfélaga og segir þær hafa hækkað um tíu prósent á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. 30 Peningaskápurinn… Actavis 40,40 -0,50% ... Bakkavör 41,50 -1,60% ... Burðarás 17,80 -3,30% ... FL Group 14,50 -2,70% ... Flaga 3,90 -2,50% ... HB Grandi 9,10 +0,00% ... Íslandsbanki 14,55 -2,40% ... Jarðboranir 19,80 -1,50% ... KB banki 583,00 -1,70% ... Kögun 54,00 -2,20% ... Landsbankinn 21,70 -4,00% ... Marel 61,00 -3,30% ... SÍF 4,67 -1,090% ... Straumur 13,50 -2,50% ... Össur 84,50 -2,30% Ekkert félag hækkaði Icelandic Group -6,64% Landsbankinn -3,98% Marel -3,33% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Gærdagurinn var rauður í Kaup- höllinni. Úrvalsvísitalan lækkaði skarpt þriðja daginn í röð og hef- ur þá fallið um fimm prósent frá því á föstudaginn þegar hún náði hæsta gildi frá upphafi, 4.748 stig- um. Dagurinn byrjaði með miklum látum en vísitalan féll um þrjú prósent á fyrsta hálftímanum. Öll stóru fyrirtækin lækkuðu tals- vert, að Actavis undanskildu, en mest féllu bréf í Landsbankanum, um 4,0 prósent. Bréf í KB banka og Íslandsbanka lækkuðu um tvö prósent en hlutabréf í fjórtán af fimmtán félögum í Úrvalsvísitöl- unni lækkuðu í verði. Bjarki Logason, hjá greining- ardeild Landsbankans, telur að verðbólgutíðindin á mánudaginn og neikvæð umræða um stöðu efnahagsmála síðustu daga skýri að miklu leyti þá lækkun sem orð- ið hafi á hlutabréfum í vikunni, ásamt því að eftir miklar hækkan- ir undanfarnar vikur sé líklegt að fjárfestar séu að innleysa hagnað. Hann telur að um skammtíma- lækkanir sé að ræða: „Það eru engar slæmar fréttir að koma frá fyrirtækjunum, sem flest hafa verið að skila fínum uppgjörum og standa í mikilli útrás. Þótt Úr- valsvísitalan hafi fallið í vikunni er hún í sama gildi og um miðjan ágúst.“ Í Morgunkorni Íslandsbanka er tekið í sama streng, að fjárfestar séu að leysa út hagnað eftir mikl- ar hækkanir undanfarið. „Ekki er nema eðlilegt að markaðurinn gangi að hluta til baka eftir þær miklu hækkanir sem verið hafa síðustu mánuði. Í því felast ein- faldlega eðlileg skoðanaskipti meðal fjárfesta á markaði,“ segir í Morgunkorninu. Bjarki segir að erfitt sé að spá fyrir um framhaldið en ekki kæmi á óvart þó markaðurinn myndi lækka enn frekar, til dæm- is geti neikvæð umræða í fjöl- miðlum haft sitt að segja. „Við höfum sagt það í nokkurn tíma að markaðurinn sé frekar hátt verð- lagður en ekki átt von á hruni markaðarins. Það geta alltaf kom- ið skammtímalækkanir eins og við sáum á svipuðum tíma í fyrra. Eðli hlutabréfamarkaða er að sveiflast bæði upp og niður, þó stefnan hafi að mestu verið upp á við hérlendis síðustu ár, og því er í raun ekkert óeðlilegt við þessar lækkanir.“ eggert@frettabladid.is Hlutabréf í Kauphöllinni lækka þriðja daginn í röð Öll Úrvalsvísitölufélögin nema eitt féllu í ver›i. Fjárfestar leysa út hagna› í skugga slæmra ver›bólgufrétta. KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] 15. september 2005 FIMMTUDAGUR N‡jar verslanir í Kringluna Fjórar alþjóðlegar tískuverslana- keðjur bætast innan skamms við verslunarflóru Kringlunnar. Þetta eru kvenfataverslunin Whistles, sem er í eigu Mosaic Fashions, All Saints, sem opnar sína fyrstu verslun utan Bretlandseyja, Warehouse, sem er þekkt breskt tískumerki, og Shoe Studio Group, sem opnar aftur eftir endurbætur en verslunin selur töskur og skó. All Saints og Warehouse selja tískufatnað og fylgihluti. Verslanirnar verða þar sem veitingastaðurinn Hard Rock Café var áður til húsa. - eþa Pálmi Haraldsson, annar eigandi danska flugfélagsins Sterling Airways, segir viðræður við FL Group um kaup á félaginu á byrj- unarreit. Engar tölur um hugsan- legt kaupverð hafi flogið á milli manna. Hann hafi ekki enn hitt forsvarsmenn FL Group enda sé málið á borði ráðgjafa hans. Ein- ungis sé búið að komast að sam- komulagi um að hefja þessar við- ræður að frumkvæði FL Group og fyrsti formlegi fundurinn hafi verið í fyrradag. Engum sé hleypt óhikað í upplýsingar úr rekstri flugfélags og því þurfi að nást samkomulag um hvaða gögn væntanlegir kaupendur fái í hend- ur til að byggja tilboð sitt á. Nokk- uð langt sé í að niðurstaðan fáist í málið, hver sem hún verði. „Sterling í dag er allt annað en í gær,“ sagði Pálmi, en formlega var gengið frá sameiningu Sterling og Mærsk-flugfélagsins í fyrradag. Í gær var 230 starfsmönnum svo sagt upp störfum, sem Pálmi sagði jafnvel mikið á danskan mæli- kvarða. „Við erum að sameina tvö stór félög í eitt stórt flugfélag og segjum upp tæplega 200 manns bara á skrifstofum,“ sagði hann en það hefði ekki áhrif á flugstarf- semina. Málið væri mjög vel undir- búið og rætt hefði verið við verka- lýðshreyfinguna og farið að tilsett- um reglum. Aðspurður um framtíð lággjaldaflugfélagsins Iceland Express, sem einnig er í eigu Pálma og Jóhannesar Kristinsson- ar, sagðist Pálmi ekkert geta sagt. Hann vissi ekki ennþá hver vilji FL Group væri. – bg FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö .S . Ekkert tilbo› í Sterl- ing liggur fyrir 230 manns sagt upp hjá Sterling Airways í gær. FLUGVÉLAR STERLING Uppsagnir 230 starfsmanna munu ekki hafa áhrif á flugstarf- semina, segir Pálmi Haraldsson. TÍSKUSÝNING Fjórar alþjóðlegar tísku- verslanir verða opnaðar í Kringlunni bráð- lega. VERÐBRÉFAMIÐLARAR AÐ STÖRFUM Úrvalsvísitalan hefur lækkað skarpt þrjá daga í röð en þetta er mesta lækkun hennar frá því í lok október á síðasta ári. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Baugur kaupir meira í French Connection Baugur hefur auki› hlut sinn í French Connection. Baugur Group hefur eignast tíu prósenta hlut í tískuverslunar- keðjunni French Connection. Verðmæti hlutarins er um þrír milljarðar króna. Breska félagið hefur átt undir högg að sækja undanfarna mán- uði vegna minnkandi sölu, eins og margar smásölukeðjur, og dróst hagnaður þess saman um 69 prósent á fyrri helmingi ársins samanborið við árið áður. Hagnað- ur fyrir skatta var rétt um sex hundruð milljónir króna. Tekjur félagsins drógust einnig saman um átta af hundraði; voru um 13,3 milljarðar. Bréf French Connection hækk- uðu í kjölfar uppgjörsins, en markaðurinn átti von á slöku upp- gjöri auk þess sem kaup Baugs hafa haft áhrif til hækkunar. Óljóst er hvert stefnir með þessa fjárfestingu Baugs en Stephen Marks, stofnandi fyrirtækisins, á ríflega fjörutíu prósent í félaginu. Ljóst er að Baugur mun ekki taka félagið yfir nema með hans sam- þykki. Marks þykir hafa staðnað og fyrirtækið lítið gert annað upp á síðkastið en að lifa á fornri frægð. Ýmis tækifæri eru talin liggja í rekstrinum. Annað af tvennu er talið líklegast. Annað hvort kaupi Marks fyrirtækið sjálfur af markaði á hærra verði en nú eða að hann vilji selja sig út. Ekki er talið líklegt að Baugur muni kaupa fyrirtækið með hann við stjórnvölinn. - hh JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Baugur á nú um tíu prósenta hlut í French Connection. Talið er að annað hvort kaupi Baugur fyrirtækið eða að stofnandi þess kaupi sjálfur félag- ið af markaði á hærra verði en nú er á félaginu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö RÐ U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.