Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 64
„Ég hafði ekki reiknað með því að fara varanlega á þing en er tilbúin að stökkva þegar kallað er,“ segir Ásta Möller, vara- þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem fær fast sæti á Alþingi á þessu kjör- tímabili í stað Davíðs Odds- sonar, sem hætti svo eftir- minnilega á dögunum. Brotthvarf Davíðs úr stjórnmálum kom Ástu á óvart og fór því framtíðar- skipulagið nokkuð úr skorðum. „Ég var núna um miðjan ágúst að taka við sem fram- kvæmdastjóri hjá Liðsinni, sem er einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, og gerði ráð fyrir því að gegna því starfi í vetur jafnframt því sem ég hafði áformað að ljúka meistaraprófsrit- gerðinni minni,“ segir Ásta en hún er menntaður hjúkr- unarfræðingur. „Fyrir utan það var ég búin að taka að mér að stjórna Landssam- bandi sjálfstæðiskvenna,“ segir Ásta, sem gerir sér grein fyrir að ekki verði bæði sleppt og haldið í þessum málum. „Það verð- ur höfuðverkur september- mánaðar að stokka spilin þannig að þau komi rétt út,“ segir Ásta hlæjandi. Ásta stefnir á að halda áfram í pólitík og stefnir á þingsetu svo lengi sem hún nýtur til þess stuðnings. Hún hefur sérstaklega beitt sér í heilbrigðismál- um og ætlar að halda því áfram. „Þeir eru ekki margir sem hafa bakgrunn og reynslu í þessum flókna málaflokki á þingi nú,“ seg- ir Ásta en hún hefur verið talsmaður flokksins í þess- um málum. Ásta hefur einnig áhuga á fjölskyldu- og jafnréttismálum og hef- ur mikinn áhuga á að auka möguleika kvenna á þátt- töku í atvinnulífinu. Hún vill auka samstarf ríkis og einkaaðila á sviði mennta- og heilbrigðismála en í þeim málaflokki hafa kon- ur menntað sig mest. Sumrinu hefur Ásta varið að stórum hluta vest- ur í Borgarfirði þar sem hún og maður hennar leggja nú lokahönd á bygg- ingu heilsárshúss. „Við erum svolitlir sveitamenn í okkur og keyptum okkur hluta í jörð,“ segir Ásta glaðlega en hún er hesta- kona og hefur farið í nokkrar hestaferðir í sum- ar. Ástu er fjölskyldan mjög mikilvæg en hún gefur sér einnig tíma fyrir önnur áhugamál eins og bókalestur og útsaum auk þess sem þau hjónin rífa sig upp eldsnemma á hverjum morgni og skella sér í sund. 32 15. september 2005 FIMMTUDAGUR ROBERT PENN WARREN (1905-1989) lést þennan dag. Stokkar spilin í september ÁSTA MÖLLER VARAÞINGMAÐUR FÆR FAST SÆTI Á ALÞINGI: „Hvað er ljóð annað en hættuleg tilraun til skilnings á sjálfinu? Það er djúpstæðasti hluti sjálfsævisögu.“ Robert Penn Warren var bandarískt skáld og rithöfundur. Hann hlaut Pulitzer-verðlaunin þrisvar sinnum meðal annars fyrir bókina Allir kóngsins menn, sem síðar var kvikmynduð. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Steingrímur Kristjónsson, Laugavegi 143, Reykjavík, er lát- inn. Þorbjörn Ólafsson, Hringbraut 50, andaðist sunnudaginn 4. september. Útför hefur farið fram. Sveinbjörg Georgsdóttir, Hæð- argarði 35, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudag- inn 8. september. Baldur Gunnarsson, Móabarði 10, Hafnarfirði, lést laugardaginn 10. september. Hörður Ágústsson, listmálari, lést á Landspítala við Hringbraut laugardaginn 10. september. Kristján S. Kristjánsson, fyrrver- andi fjárhagsáætlunarfulltrúi, Efstaleiti 10, Reykjavík, lést laug- ardaginn 10. september. Júlíus A. Fossdal, Brekkubyggð 5, Blönduósi, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 11. september. Óli Bergholt Lúthersson, hús- vörður, Ásbraut 21, Kópavogi, lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn 12. september. ÁSTA MÖLLER ÞINGMAÐUR Ásta er hestakona með áhuga á skógrækt, bókalestri og útsaum. Á þessum degi fyrir 41 ári kom breska dagblaðið The Sun út í fyrsta sinn. Útgáfufyrirtækið Mirr- or Group gaf The Sun út, en blað- ið leysti The Daily Herald af hólmi, en það hafði verið rekið með halla um hríð. Fyrsta tölublaðið kom út aðeins mánuði fyrir þingkosningar, en ritstjórnarstefnu blaðsins var lýst sem „róttækri og óháðri“, og ekki yrði gengið erinda sérstakra stjórnmálaafla, ólíkt forveranum sem hafði sterk tengsl við Verka- mannaflokkinn. Fyrsti ritstjóri blaðsins var Sidney Jacobsen. Fimm árum eftir að fyrsta tölu- blaðið kom út var The Sun boðið til sölu, en ekki hafði tekist að losna við skuldasúpuna sem fylgdi taprekstri The Daily Herald. Um það bil milljón manns lásu blaðið að staðaldri. Fjölmiðla- kóngurinn Rupert Murdoch festi kaup á blaðinu en hann átti News og the World fyrir. Murdoch breytti ritstjórnarstefnunni og gerði blaðið að götublaði og þeirri stefnu hefur það fylgt allar götur síðan. Árið 1978 fór The Sun fram úr sínum helsta and- stæðingi, The Mirror, hvað lestur varðar. Blaðið var að jafnaði hlutlaust í kosningum fram til ársins 1997 þegar það lýsti yfir stuðningi við Tony Blair. Í fyrra var upplag blaðsins 3,4 milljón eintök. RUPERT MURDOCH ÞETTA GERÐIST > 15. SEPTEMBER 1964 MERKISATBURÐIR 1916 Skriðdrekar eru notaðir í fyrsta sinn í styrjöld í átök- um milli Breta og Þjóð- verja. 1935 Nasistar byrja að nota hakakrossinn sem tákn fyrir Þriðja ríkið. 1940 Konunglegur flugher Breta gersigrar þýska flugherinn í bardaga við strendur Bretlands. Þýsku flugvél- arnar voru fjórum sinnum fleiri en þær bresku. 1967 Útsendingar sjónarpsstöðv- ar varnarliðsins eru tak- markaðar við Keflavíkur- flugvöll og næsta nágrenni hans en stöðin fékk starfs- leyfi í mars 1955. 1994 Helgi Áss Grétarsson verð- ur heimsmeistari í skák í flokki tuttugu ára og yngri. Hann hlýtur jafnframt stór- meistaratitil aðeins sautján ára. The Sun hefur útgáfu sína Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›- arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Elskulegur sonur, bróðir og mágur, Steingrímur Kristjónsson Laugavegi 143, Reykjavík, er látinn. Guðbjörg Jóhannsdóttir Guðrún Kristjónsdóttir Gylfi Knudsen Laufey Kristjónsdóttir Sverrir Þórólfsson Linda Rós Kristjónsdóttir Sigurður Gunnarsson Jóhann Kristjónsson Kristín Egilsdóttir Arnrún Kristinsdóttir Einar Þorvarðarson Finnbogi E. Kristinsson Sólveig Birgisdóttir Hjörtur Kristinsson Dagný Emma Magnúsdóttir Anna Kristinsdóttir Gunnar Örn Harðarson Árni Kristinsson Ingibjörg Jónsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Laufey Alda Guðbrandsdóttir Sleitustöðum, Skagafirði, verður jarðsungin frá Hóladómkirkju laugardaginn 17. september klukkan 14.00. Jón Sigurðsson Hulda Regína Jónsdóttir Reynir Þór Jónsson Ingibjörg Jónsdóttir Íris Hulda Jónsdóttir Björn Gunnar Karlsson Gísli Rúnar Jónsson Lilja Magnea Jónsdóttir Skúli Hermann Bragason og ömmubörn. Elskuleg móðir okkar, systir, amma og langamma, Sigurlaug Barðadóttir Vogatungu 55, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 13. september síðastliðinn. Útför verður auglýst síðar. Helga Valdimarsdóttir Björg Valdimarsdóttir Barði Valdimarsson Guðrún Margrét Valdimarsdóttir Ingibjörg Barðadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Baldur Gunnarsson Móabarði 10, Hafnarfirði, lést laugardaginn 10. september. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 19. september kl. 15.00. Alda Traustadóttir Kristín Marja Baldursdóttir Björgvin Björgvinsson Dagbjörg Baldursdóttir Tómas Frosti Sæmundsson Trausti Baldursson Gunnhildur Pálsdóttir Gunnur Baldursdóttir Svavar Ellertsson Alda Baldursdóttir Þorsteinn Jónsson Þórdís Kristjánsdóttir Magnús Jónsson barnabörn og barnabarnabörn www.steinsmidjan.is JAR‹ARFARIR 13.00 Daði Þór Guðlaugsson, Mávahlíð 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. AFMÆLI Ásgeir Jakobsson bifreiðarstjóri, dvalarheimilinu Skjóli, áður til heimilis á Langholtsvegi 17, er 100 ára. Rannveig Guð- mundsdóttir alþing- ismaður er 65 ára. Páll Gunnar Páls- son, forstjóri FME, er 38 ára. Ragnar Bragason kvikmyndagerðar- maður er 34 ára. Eiður Smári Guðjohnsen knatt- spyrnumaður er 27 ára. FÆDDUST fiENNAN DAG 1789 James Feni- more Cooper rithöf- undur. 1879 William Howard Taft, fyrrver- andi forseti Banda- ríkjanna. 1890 Agatha Christie rithöfundur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Matthildur Sigurðardóttir frá Hrauni í Grindavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík laugar- daginn 10. september, verður jarðsungin 17. september kl. 13.00 frá Grindarvíkurkirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Víðihlíð. Bjarni Ágústsson Karen Pétursdóttir Ólafur Ágústsson Sigrún Ágústsdóttir Guðlaugur Óskarsson Hallbera Ágústsdóttir Guðmundur Finnsson Bára Ágústsdóttir Jens Óskarsson Alda Ágústsdóttir Kári Hartmannsson Ása Ágústsdóttir Guðmundur Lárusson Þórdís Ágústsdóttir Marteinn Karlsson Sigríður Ágústsdóttir Sigurjón Jónsson Sigurður Ágústsson Albína Unndórsdóttir Hrönn Ágústsdóttir Þorsteinn Óskarsson Bylgja Ágústsdóttir Walter Borgar Sv. Ægir Ágústsson Sólveig Sveinsdóttir Sjöfn Ágústsdóttir Finnbogi Þorsteinsson og aðrir aðstandendur. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.