Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 66
FÓTBOLTI Það leit út fyrir að heldur
lítið yrði skorað í leikjum gær-
kvöldsins í meistaradeild Evrópu
en í hálfleik var einungis búið að
skora tvö mörk í leikjunum átta.
Það átti reyndar eftir að rætast úr
því í síðari hálfleik og lauk einung-
is einum leik með markalausu
jafntefli.
Það var leikur Manchester
United og Villareal þar sem Diego
Forlan tók á móti sínum gömlu fé-
lögum á heimavelli Villareal á
Spáni. Hann hefði þó sjálfsagt vilj-
að skora í leiknum en varð ekki að
ósk sinni frekar en öðrum leik-
mönnum liðanna. Hápunktur leiks-
ins var brottvísun Wayne Rooney
en þessum vandræðagemlingi
tókst að uppskera tvö gul spjöld
með nokkurra sekúndna millibili.
Hið fyrra var fyrir brot og það síð-
ara fyrir að mótmæla fyrra spjald-
inu. Það gerði hann á einkar
ósmekklegan hátt, klappaði saman
höndunum í andliti dómarans Kim
Milton Nielsen sem er annars vel
þekktur fyrir rauða spjaldið sem
hann gaf David Beckham í leik
Englands og Argentínu í HM í
Frakklandi árið 1998.
„Það getur verið að dómarinn
hafi ekki átt að gefa Rooney gult
fyrir þetta brot það var ekki spurn-
ing um rauða spjaldið,“ sagði Alex
Ferguson, knattspyrnustjóri
United, eftir leikinn. „Við höfum
áður lent í vandræðum með þenn-
an dómara og verðum bara að taka
á því.“
Varnarmaðurinn Gabriel
Heinze fór meiddur af velli í gær
og sagði Ferguson að batahorfur
væru ekki góðar. „Það lítur út fyr-
ir að hann verði frá í nokkrar vik-
ur að minnsta kosti.“
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, var vitaskuld
ánægður með Dennis Bergkamp í
gær en hann skoraði sigurmark
Arsenal á lokamínútu leiksins eftir
að hafa komið inn á sem varamað-
ur. „Ákveðni Dennis var eitthvað
sem yngri leikmenn liðsins geta
lært af,“ sagði Wenger. „Við sýnd-
um mikinn karakter með þessum
sigri og hættum aldrei að spila
okkar bolta. Sigurinn var mjög
mikilvægur og þá sérstaklega í
ljósi þess að við töpuðum um helg-
ina og það hefði verið erfitt að taka
því að ná ekki að sigra FC Thun á
heimavelli.“ eirikurst@frettabladid.is
> Við finnum til með ...
... knattspyrnuþjálfaranum Birni Kristni
Björnssyni sem varð Íslands- og bikar-
meistari með Breiðablik í sumar án þess
að nokkur frétti af því. Það láðist
nefnilega að tilkynna að hann væri
þjálfari liðsins ásamt Úlfari
Hinrikssyni. Hvorki Úlfar né
meistaraflokksráð félagsins
sáu ástæðu til þess að miðla
upplýsingunum í allt sumar
og það var fyrst í gær sem
sannleikurinn kom í ljós.
Heyrst hefur ...
... að Helena Ólafsdóttir knattspyrnuþjálfari
ætli sér að þjálfa meistaraflokkslið á
næstu leiktíð en hún stýrði KR undir lok
þessarar leiktíðar. KR-ingar hafa áhuga á
því að halda Helenu sem þjálfara og sú
saga er einnig í loftinu að Breiðablik hafi
áhuga á að ráða hana til sín.
sport@frettabladid.is
34
> Við lýsum eftir ...
.... hugrökkum einstaklingum sem eru
tilbúnir að dæma handboltaleiki. Íslensk
félög verða að gera átak í
dómaramálunum hjá sér
því ef þau gera það ekki
verður fátt um mannskap
til að flauta. Íslenskir hand-
boltadómarar eru að verða
útdauð tegund og við því
verður að bregðast.
Átta leikir fóru fram í meistaradeild Evrópu í gærkvöld og fengu leikmenn
flriggja li›a a› sjá rau›a spjaldi›, allir flekktir vandræ›amenn.
Vandræðamenn sáu rauttKvennalið ÍBV í fótbolta:
FÓTBOLTI Fréttablaðið hefur heim-
ildir fyrir því að kvennalið ÍBV
muni verða fyrir mikilli blóðtöku
fyrir næstu leiktíð í Landsbanka-
deild kvenna. Eyjapæjur urðu í
þriðja sæti deildarinnar Þær Elín
Anna Steinarsdóttir og Hólmfríð-
ur Magnúsdóttir, tvær af þremur
markahæstu leikmönnum liðsins
frá því í sumar, hafa báðar verið
sterklega orðaðar við önnur fé-
lög.
Þegar Fréttablaðið hafði sam-
band við þær vild hvorug þeirra
tjá sig um hvað tæki við á næsta
tímabili. Samningur Elínar Önnu
rennur út um áramótin en Hólm-
fríður á eitt ár eftir af sínum
samningi við félagið en getur þó
nýtt sér uppsagnarákvæði sem
er í honum.
Páll Scheving, formaður
meistaraflokksráðs ÍBV, sagðist
eiga von á miklum breytingum
hjá ÍBV fyrir næstu leiktíð. „Það
eru ákvæði um að leikmenn geti
fengið að ræða við önnur lið í
einn mánuð. Við erum vön því
hérna í Eyjum að miklar manna-
breytingar verði á liðinu jafnt í
karla og kvennaflokki. Hvað
varðar einstaka leikmenn þá höf-
um við ekkert rætt við þá því við
vitum ekki hverjir eiga eftir að
starfa fyrir deildina,“ sagði Páll
Scheving. -hh
Leikmenn a›
fara frá Eyjum
Miklar væringar eiga sér stað innan
herbúða kvennaliðs Breiðabliks
þessa dagana. Liðið vann tvöfalt á
þessari leiktíð en þrátt fyrir það er
ekki víst að Úlfar Hinriksson fái að
þjálfa liðið áfram. Reyndar var
Úlfar ekki eini aðalþjálfari
liðsins í sumar því
Björn Kristinn
Björnsson var
einnig ráðinn sem
þjálfari liðsins.
Fór það reynd-
ar fram hjá
flestum lands-
mönnum enda
var ekki til-
kynnt um
ráðninguna á
heimasíðu fé-
lagsins og svo lét Úlfar þess
aldrei getið í viðtölum í sum-
ar að hann bæri einn ábyrgð
á árangri liðsins.
Ástæða þess að Björn kom til
skjalanna var sú, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins, að
meistaraflokksráð félagsins var ekki
ánægt með árangur liðsins á und-
irbúningstímabilinu og treysti Úlf-
ari ekki til þess
að klára dæm-
ið.
Sömu
heimildir
herma að
til tals
hafi kom-
ið að
reka Úlfar úr starfi en lendingin í mál-
inu var sú að ráða Björn með Úlfari
þegar aðeins vika var í Íslandsmótið. Sú
áætlun gekk fullkomlega upp en ekki er
víst að bikararnir nægi þeim félögum til
þess að halda starfinu.
„Þeir félagar eru búnir að gera fína
hluti. Við erum ekki búnir að ákveða
framhaldið og allt tekur sinn tíma.
Menn verða að bíða þolinmóðir eftir
svörum,“ sagði Karl Brynjólfsson, for-
maður meistaraflokksráðs Breiðabliks,
en meistaraflokksráðið fundaði um
þjálfaramálin í gær.
Úlfar og Björn staðfestu báðir við
Fréttablaðið í gær að þeir hefðu áhuga
á því að halda áfram með liðið en stóra
spurningin er hvort þeirra krafta sé ósk-
að áfram.
ÚLFAR HINRIKSSON KNATTSPYRNUÞJÁLFARI: EKKI VÍST AÐ HANN ÞJÁLFI BREIÐABLIK ÁFRAM
Tvöfaldi meistarinn var næstum rekinn
15. september 2005 FIMMTUDAGUR
!
"
!
!
#
" $!
%
&$
'
&!!!
!
!
%
()
*
(
!
+
*
))
'!"
)(
*
),
'!"
)-
*
()
'!" (
*
% !"#!
$
-
*
))
%
%&# '
ENGAR EFTIR Sögusagnir eru á kreiki um
að kvennalið ÍBV verði fyrir mikilli blóð-
töku fyrir næsta leiktímabil.
Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson flytur sig um set í þýska körfuboltanum:
KÖRFUBOLTI Logi Gunnarsson,
landsliðsmaður Íslands í
körfuknattleik, hefur undanfarna
daga verið til reynslu hjá þýska
1.deildar liðinu Bayreuth og von-
ast hann til þess að ganga frá
samningum við liðið á næstu dög-
um. „Mér líst vel á alla aðstöðu
hjá félaginu. Að auki er það ein-
lægur vilji allra sem starfa hjá
félaginu að komast upp um deild.
Ég verð til reynslu hér fram yfir
helgi og ef ég spila þokkalega þá
fæ ég örugglega samning.“
Bayreuth er 90 þúsund manna
bær í grennd við borgina Nurn-
berg og er mikill körfuboltaáhugi
á þessum slóðum í Þýskalandi.
Lið Bayreuth var þýskur meist-
ari árið 1989 en hefur undanfarin
ár verið í 1.deildinni, sem er
næstefsta deild.
„Þetta er gamalt stórveldi í
þýskum körfubolta en félagið
hefur verið í töluverðri lægð á
undanförnum árum. En nú er
ætlunin að koma félaginu í
fremstu röð á nýjan leik og það
væri sérstaklega gaman fyrir
mig að taka þátt í þeirri uppbygg-
ingu.“
Nokkur lið hafa spurst fyrir
um Loga en nú virðist sem hann
sé búinn að ákveða að vera í
Þýskalandi. „Ég hefði getað farið
til Ungverjalands en ég treysti
liðunum þar ekki almennilega.
Þau hafa ekkert sérstaklega gott
orð á sér þegar kemur að launa-
greiðslum og öðru þess háttar. En
ég veit að það er hægt að treysta
öllum mönnunum hjá Bayreuth
og þess vegna reikna ég með því
að ganga frá samningum við
félagið á næstunni.“ -mh
Er á lei›inni til Bayreuth í B-deildinni
LOGI GUNNARSSON Logi vonast til þess að fá að spila meira hjá Bayreuth en hann
fékk hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Giessen á síðustu leiktíð. FRÉTTABLAÐÐ/VILHELM
LEIKIR GÆRDAGSINS
Meistaradeild Evrópu:
A-riðill:
CLUB BRUGGE–JUVENTUS 1–2
Matondo (85.) – Nedved (66.), Trezeguet
(75.). Vieira rautt á 89. mínútu.
RAPID VÍN–BAYERN MÜNCHEN 0–1
Guerrero (60.).
B-riðill
SPARTA PRAG–AJAX 1–1
Matucovic (66.) – Sneijder (90.).
ARSENAL–THUN 2–1
Gilberto Silva (51.), Bergkamp (90.) –
Ferreira (53.). Van Persie fékk rautt á 45.
mínútu.
C-riðill:
UDINESE–PANATHINAIKOS 3–0
Iaquianta 3 (28., 73., 76.).
WERDER BREMEN–BARCELONA 0–2
Deco (13.), Ronaldinho, víti (76.).
D-riðill:
BENFICA–LILLE 1–0
Miccoli (90.).
VILLARREAL–MAN. UTD 0–0
Wayne Rooney fékk rautt á 65. mínútu.
Enska 1. deildin í fótbolta:
DERBY–COVENTRY 1–1
Reykjavíkurmót í körfu:
Karlar
VALUR–ÍS 95–68 (44-29)
Ragnar Steinsson 27, Richmond Pittman
19, Guðjón Hauksson 13, Magnús
Gunnarsson 11, Kolbeinn Soffíuson 9,
Gylfi Geirsson 8, Atli Antonsson 5 –
Jóhannes Árnason 11, Guðmundur
Ásgeirsson 10, Einar Hugi Bjarnason 10,
Sverrir Gunnarsson 8, Halldór H.
Sigurðsson 7, Leifur Steinn Árnason 6.
Konur
KR–FJÖLNIR 70–45 (46-14)
Hrefna Dögg Gunnarsdóttir 13, Georgia
Kirstiansen 11 – Brynja Óladóttir 11.
REKINN Í STURTU Hollendingurinn Roben
van Persie fékk að líta rauða spjaldið á
lokamínútu fyrri hálfleiks Arsenal og Thun á
Highbury í gær. Þrátt fyrir það tókst Arsenal
að knýja fram sigur, þótt það hefði vart
mátt tæpara standa.
FRÉTTABLAÐIÐ/NORDIC PHOTOS/GETTY