Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 67
35
Forma›ur dómaranefndar HSÍ segir a› ekkert megi út af breg›a í vetur. Dóm-
ari fær 8.300 kr. fyrir hvern dæmdan leik.
Alvarlegur dómaraskortur í
íslenskum handbolta
HANDBOLTI Það stefnir í alvarlegan
dómaraskort í íslenskum hand-
bolta á næstu misserum. Eitt
reyndasta og besta dómarapar
landsins, Guðjón L. Sigurðsson og
Ólafur Haraldsson, hætti störfum
í vor. Endurnýjun í dómarastétt-
inni er frekar lítil en á móti kem-
ur að leikjum fækkar umtalsvert
þar sem úrslitakeppnin verður
lögð niður.
Að sögn Hákons B. Sigurjóns-
sonar, formanns dómaranefndar
HSÍ, verða líklega 13 dómarapör
að störfum í efstu deildum karla
og kvenna en voru 14 sl. vetur. Til
þess að ráða bót á vandanum þarf
að draga gamlar dómarakempur á
flot.
Ekkert má út af bregða
„Það er ljóst að ekkert má út af
bregða í vetur í dómaramálum.
Kynslóðaskipti eru framundan,
við eigum efnilega dómara en allt
of fáir hafa skilað sér upp.
Ábyrgðin hvílir fyrst og fremst
hjá aðildarfélögunum. Þau eiga að
sjá til þess að það verði endurnýj-
un í stéttinni. Ég lagði áherslu á
þetta á fundi með forráðamönnum
félaganna. Það gengur ekki að
taka einhverja af götunni og
skella þeim í dómarabúning, dóm-
arar þurfa að fá uppeldi innan fé-
laganna,“ segir Hákon.
Samkvæmt nýrri gjaldskrá
HSÍ fær dómari 8.300 kr. fyrir
hvern dæmdan leik í efstu deild
karla og kvenna. Í úrslitakeppn-
inni í fyrravetur hækkaði upp-
hæðin í 14.200 kr. Þar sem úrslita-
keppni handboltans heyrir sög-
unni til má segja að dómarar verði
fyrir verulegri kjararýrnun.
Alltof neikvætt viðhorf
Séu dómarar ekki fyrir hendi er
óhætt að leggja niður handboltann
á Íslandi. Hákon tekur undir það.
„Því miður er alltof neikvætt við-
horf til handboltadómara á Ís-
landi. Það fælir kannski frá.“
Handboltadómarar fara í þrek-
próf í dag en á morgun er haust-
fundur dómara þar sem farið
verður yfir breytingar á dómara-
reglum vetrarins en þær eru all-
flestar smávægilegar.
thorsteinngunn@frettabladid.is
■ ■ LEIKIR
19.15 ÍR og Fjölnir mætast í
Seljskóla í Reykjavíkumóti karla í
körfubolta.
19.15 Njarðvík og Keflavík
mætast í Njarðvík í Reykjanesmóti
karla í körfubolta.
■ ■ SJÓNVARP
17.25 Gullleikur í Meistaradeild
Evrópu á Sýn.
19.05 Meistaradeildin með Guðna
Bergs á Sýn.
19.45 Bandaríska mótaröðin í golfi
á Sýn.
20.10 Kraftasport á Sýn.
20.40 Hnefaleikar á Sýn. Bardaginn
mikli milli Sugar Ray Robinson og
Jake LaMotta.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.30 Strandblak á Sýn.
23.25 Meistaradeildin með Guðna
Bergs á Sýn.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
12 13 14 15 16 17 18
Fimmtudagur
SEPTEMBER
FIMMTUDAGUR 15. september 2005
AUGLÝSTU FASTEIGNINA ÞÍNA
Á RÉTTUM STAÐ
Lestur mánudaga*
45%
73%
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
3
9
6
1
Rúmlega 60% fleiri Íslendingar á aldrinum
25–54 ára lesa mánudagsblað Fréttablaðsins
frekar en mánudagsblað Morgunblaðsins.
Á mánudögum fylgja með Morgunblaðinu og Fréttablaðinu sérblöð sem fjalla um fasteignir.
Nýttu þér gott tækifæri og auglýstu fasteignina þína í Fréttablaðinu.
* 25–54 ára Íslendingar. Gallup júní 2005.
©
Krabbameinsvaldandi
efni í gervigrasi?
FÓTBOLTI Sænsk yfirvöld rannsaka
hvort gúmmíspænir, sem er að
finna í þriðju kynslóð gervigras-
valla, innihaldi krabbameinsvaldi
efni. Matthías Halldórsson aðstoð-
arlandlæknir, segist vita til þess að
í gúmmídekkjum sé að finna
krabbameinsvaldandi efni en hef-
ur ekki heyrt um slíkt í gúmmí
sem er að finna á gervigrasvöllun-
um og ekkert slíkt mál hefur kom-
ið inn á borð embættisins.
Knattspyrnuvöllum með gervi-
grasi fjölgar um allt land en í
mörgum þeirra er að finna gúmmí-
spæni sem kemst í snertingu við
sveitta knattspyrnuiðkendur og
dæmi eru um að einhverjir hafi
gleypt gúmmítætlur í hita leiksins
enda um litlar agnir að ræða.
Páll Halldórsson, sem hefur
m.a. flutt inn gervigrasvelli
Stjörnunnar í Garðabæ og nú síð-
ast Hauka í Hafnarfirði, segist
ekki hafa heyrt þessa umræðu
fyrr. Í gervigrasvellina fer endur-
unnið gúmmí úr hjólbörðum en
þeir aðilar sem framleiða það
þurfa að uppfylla staðla þar sem
sýna þarf fram á ákveðinn hrein-
leika.
„Það eru til þrjár tegundir af
gúmmíi sem notað er í gervigras-
velli. Ég nota einungis svokallað
Criogeniv-gúmmí sem talað er um
að sé mun hreinna en hinar tvær
tegundirnar og er laust við málma.
Þá blöndum við sandi og gúmmíi
saman á yfirborð vallarins,“ segir
Páll.
Efnafræðingurinn Christina
Rudni Snöbohm hjá sænsku Efna-
fræðistofnuninni segir í blaðinu
Expressen að bæjarfélög í Svíþjóð
sem byggja gervigrasvelli, hafi
óskað eftir frekari rannsóknum á
gúmmítætlunum því í dekkjum er
að finna svokallaða PAH-olíu sem
gerir gúmmíið mýkra en inniheld-
ur jafnframt krabbameinsvald-
andi efni. Snöbohm segir að Evr-
ópusambandið hafi ákveðið að
banna þetta efni í dekkjum frá og
með 2010. - þg
Endurunnið gúmmí úr hjólbörðum í notkun:
GERVIGRASVÖLLUR Hér sést nýi gervigrasvöllur Stjörnunnar í Garðabæ sem er einn sá
allra nýjasti hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ALÞJÓÐLEGIR DÓMRAR Hlynur Leifsson og Anton Pálsson eru ungir dómarar sem hafa
farið hratt upp metorðastigann og eru orðnir alþjóðlegir dómarar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM