Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 68
36
Koma Ghana-mannsins Michael Essien til Lundúna hefur breytt miklu fyrir stö›u okkar manns í li›i Eng-
landsmeistara Chelsea og Ei›ur Smári Gu›johnsen hefur átt erfitt uppdráttar a› undanförnu.
Eiður Smári fær fæst tækifæri
FÓTBOLTI Það er hörð samkeppni
um að komast í liðið hjá Englands-
meisturum Chelsea og okkar mað-
ur Eiður Smári Guðjohnsen hefur
ekki farið varhluta af því síðan
Ghana-maðurinn Michael Essien
kom fyrir 24 milljónir punda frá
franska liðinu Lyon 19. ágúst síð-
astliðinn.
Eiður Smári hefur þannig feng-
ið fæst tækifæri af þeim tíu leik-
mönnum sem spila á miðju eða í
framlínu liðsins og Essien hefur
sem dæmi aðeins misst úr eina
mínútu síðan hann kom inn á fyrir
Eið gegn Arsenal 21. ágúst síðast-
liðinn.
Crespo í vandræðum
Næstur fyrir ofan Eið Smára í
mínútufjölda af sóknar- og miðju-
mönnum liðsins er Argentínumað-
urinn Hernan Crespo sem hefur
einnig orðið undir í samkeppni.
Crespo hefur misst sæti sitt til Di-
dier Drogba en Fílabeinsstrandar-
maðurinn hefur þegar skorað
fimm mörk á tímabilinu gegn að-
eins einu frá Crespo.
Á enn eftir að skora
Eiður Smári á enn eftir að skora
fyrir Chelsea á tímabiinu en hann
hefur leikið alls níu leiki og í 443
mínútur í bæði undirbúningsleikj-
um sem og leikjum á tímabilinu.
Þessi tölfræði er ekki að hjálpa
Eiði í að minna á sig þótt Jose
Mourinho hafi fært hann aftar á
völlinn og markaskorun er ekki al-
veg eins stór þáttur í hans leik og
hún var þegar hann lék eingöngu
sem framherji.
Önnur tölfræði sem er ekki að
hjálpa okkar manni er sú að það
hefur heldur ekki gengið nægilega
vel hjá Chelsea þann tíma sem
Eiður Smári hefur verið inn á.
Chelsea-liðið á enn eftir að skora í
úrvalsdeildinni í vetur með Eið
Smára inn á en Eiður hefur leikið í
alls 148 mínútur til þessa í deild-
inni. Chelsea hefur síðan skorað
10 mörk á þeim 302 mínútum sem
Eiður Smári hefur setið á bekkn-
um eða upp í stúku. - óój
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Vals, um Evrópukeppnina:
FÓTBOLTI Valsstúlkur spila sinn
annan leik í 2. umferð Evrópu-
keppninnar gegn serbneska lið-
inu Nis í dag en leikurinn hefst
klukkan 15.00 að íslenskum tíma.
Valur tapaði fyrsta leiknum gegn
sænska liðinu Djurgårde en
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari
er ekkert búin að afskrifa það að
komast áfram.
„Eftir að hafa séð hin liðin
spila þá er ljóst að við eigum
möguleika á að komast áfram en
við megum ekki við að missa
fleiri leikmenn. Tækifærið er fyr-
ir hendi en ég hef mestar áhyggj-
ur af því að þreyta eftir tímabilið
komi til að reynast okkar erfið-
asti andstæðingur,“ sagði Elísa-
bet en þriðji og síðasti leikurinn
er á laugardaginn. Tvö efstu liðin
komast áfram í 8 liða úrslit. -óój
Eigum möguleika á a› komast áfram
KÖRFUBOLTINN Á AUSTURLAND Austur-
land á lið í efstu deild í fyrsta sinn.
Úrvalsdeildarlið Hattar:
Búnir a› rá›a
n‡jan fljálfara
KÖRFUBOLTI Hattarmenn hafa feng-
ið nýjan bandarískan þjálfara til
að stjórna liðinu í frumraun sinni í
úrvalsdeild karla í körfubolta.
Með honum kemur nýr leikmaður
sem meðal annars reyndi fyrir sér
í NBA-deildinni í sumar. Höttur
vann sér þátttökurétt í úrvalsdeild
karla í fyrsta sinn í sögu félagsins
síðasta vor og það er hugur í
mönnum á Austurlandi á að takast
á við úrvalsdeildina í vetur.
Eugene Christopher þjálfaði lið
Hattar í 1. deildinni í fyrravetur
en hann gekk undan því að þjálfa
liðið í vetur en mun samt sem áður
spila með liðinu. Í hans stað hafa
Hattarmenn ráðið Kirk Baker 37
ára gamlan Bandaríkjamann til að
þjálfa liðið. Auk þess hafa þeir
fengið Kanadamanninn Kwbana
Beckles til að spila með liðinu en
hann er rúmlega tveggja metra
maður sem hefur enskt ríkisfang
og reyndi fyrir sér hjá NBA-liðinu
Atlanta Hawks í sumar. Beckles
var í Lee háskólanum síðasta vet-
ur þar sem hann var með 11,2 stig
og 5,8 fráköst að meðaltali á þeim
23,4 mínútum sem hann spilaði í
leik.
„Það var samkomulag gert við
Eugene um að hann hætti að þjálfa
liðið,“ sagði Hafsteinn Jónsson,
formaður Hattar, en nýráðinn
þjálfari mun ekki spila með liðinu
þótt þar færi frambærilegur
körfuboltamaður. „Við getum ekk-
ert notað hann sem leikmann því
það má ekki vera með meira en
einn Kana. Hann er líka orðinn svo
gamall og er því hættur að spila,“
sagði Hafsteinn en hann var að
taka á móti nýju mönnunum í gær
og þeir eru síðan á leið með liðið á
Greifamótið á Akureyri um helg-
ina þar sem þeir fá fyrstu reynsl-
una á að takast á við bestu körfu-
boltalið landsins. - óój
15. september 2005 FIMMTUDAGUR
Frábær grín- og spennumynd
Frumsýnd 16.09.05
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið.
One guy walks the walk
Samuel L. Jacksson Eugene Levy
The other talks and talks...
BTC TMF
POWERED BY
Körfuboltaþjálfarar og aðrir körfuboltaáhugamenn komast í feitt um helgina:
Háskólafljálfari Michaels Jordan heldur námskei›
KÖRFUBOLTI Íslenskir körfubolta-
þjálfarar sem og aðrir áhuga-
menn fá frábært tækifæri til þess
að skyggnast inn í þjálfaraaðferð-
ir eins virtasta háskólaþjálfara í
Bandaríkjunum, Bill Guthridge,
sem mun halda körfuboltanám-
skeið í hinum nýju og glæsilegu
húsakynnum íþróttaakademíunn-
ar í Reykjanesbæ. Guthridge er
fyrrum aðal- og aðstoðarþjálfari
University of North Carolina sem
er án efa eitt frægasta háskólalið
í Bandaríkjunum og hefur getið af
sér ekki ómerkari menn en Mich-
ael Jordan, James Worthy, Vince
Carter, Rasheed Wallace, Antwan
Jamison svo einhverjir séu nefnd-
ir af þeim NBA-stórstjörnum sem
hafa verið þjálfaðar af honum en
hann vann mjög náið með Dean
Smith þau 30 ár sem hann var að-
stoðarþjálfari sigursælasta há-
skólakörfuboltaþjálfara sögunn-
ar.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir
alla sem áhuga hafa á körfubolta
hvort sem þeir eru þjálfarar eða
áhugamenn um sportið að hlusta á
þennan merka mann sem hefur
frá ýmsu að segja og mun fara
vítt og breitt um hina ýmsu þætti
körfuboltans. Hann mun meðal
annars stjórna æfingu sem verður
í anda hefðbundinnar æfingar hjá
Norður-Karólínu-háskólanum.
Guthridge er frægur fyrir mikinn
aga og sérstakan húmor sem hef-
ur gert hann mjög vinsælan sem
fyrirlesara úti um allan heim.
Guthridge tók við af Dean
Smith sem aðalþjálfari Norður-
Karolínu-háskólans 1997 og setti
met með því að vinna 58 af 72
leikjum á fyrstu tveimur tímabil-
um sem aðalþjálfari en bæði árin
var hann valinn þjálfari ársins.
Guthridge hefur gríðarlega
reynslu af háskólaboltanum á
hæsta palli en hann hefur tekið
þátt í 13 lokaúrslitum (Hin fjögur
fræknu), einum sem leikmaður, 11
sem aðstoðarþjálfari Smith og
einum sem aðalþjálfari. - ooj
FÆR ÞJÁLFARI Það verður örugglega bæði fræðandi og skemmtilegt að hlusta á Bill Guth-
ridge á körfuboltanámskeiði í Reykjanesbæ um næstu helgi.
FRÉTTABLAÐIÐ/FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
SPENNANDI LEIKIR Elísabet Gunnarsdóttir,
þjálfari kvennaliðs Vals, þurfti að horfa upp
á svekkjandi tap í fyrsta leiknum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
ÖRLAGARÍK STUND Michael Essien kemur
hér inn á fyrir Eið Smára Guðjohnsen í
fyrsta leik Ghana-mannsins fyrir Chelsea.
Síðan þá hefur Essien aðeins missst úr
eina mínútu hjá Chelsea en Eiður Smári
hefur aftur á móti fengið fá tækifæri.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
SPILATÍMI SÓKNAR- OG
MIÐJUMANNA CHELSEA EFT-
IR AÐ ESSIEN VAR KEYPTUR:
1. Frank Lampard 450 mínútur (10-0*)
2. Michael Essien 391 (10-0)
3. Claude Makelele 360 (8-0)
4. Damien Duff 312 (7-0)
5. Didier Drogba 309 (7-0)
6. Arjen Robben 237 (4-0)
7. Shaun Wright-Phillips 217 (6-0)
8. Joe Cole 178 (5-0)
9. Hernan Crespo 141 (3-0)
10. Eiður Smári Guðjohnsen 103 (0-0)
* Hvernig þessar mínútur hafa farið í
tölum.
Reykjanesmót karla í körfu:
Keflavík heim-
sækir Njar›vík
KÖRFUBOLTI Það verður stórleikur í
Reykjanesmótinu í körfubolta í
kvöld þegar Njarðvíkingar taka á
móti nágrönnum sínum í Kefla-
vík. Bæði lið vonast til að geta
teflt fullskipuðum liðum í leikn-
um en erlendu leikmenn liðanna
eru mættir á Klakann og þá hafa
landsliðsmenn snúið aftur úr
verkefnum tengdum Evrópu-
keppninni. Njarðvík vann með 28
stigum á sunnudag en þá vantaði
mikið af mönnum.