Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 72
Áhugafólk um skipulagsmál í Reykjavíkurborg ætti að bregða sér í göngutúr í kvöld um miðborg- ina í fylgd með Ilmi Stefánsdóttur myndlistarkonu. Hún ætlar að gera sitt besta til þess að fólk sjái bæinn í svolítið öðru ljósi en vant er. „‘Ég ætla að nota hluti sem við erum kannski ekki vön að nota til þess að skoða borgina okkar,“ segir hún, en vill ekkert láta uppi um það hvers konar hlutir það eru, að öðru leyti en að þetta séu mjög einfaldir hlutir. Þar sé engin háþróuð tækni á ferðinni. Ýmsar tækninýjungar hafa ver- ið notaðar á sýningunni í Hafnar- leikhúsinu. Til að mynda gefst gest- um sýningarinnar kostur á að senda texta- eða myndskilaboð úr borginni í frítt númer, sem er 1855, og taka þannig þátt í sýningunni á eigin forsendum. Sjálf hefur hún haft óstjórnlega mikinn áhuga á tækjum og hlutum og gjarnan gert úr þeim vægast sagt undarlega hluti, tæki og tól sem hún hefur notað í myndlist sinni og leikhúsverkum. Til að mynda hefur hún búið til hljóðfæri úr heimilistækjum og umbreytt ólíklegasta tækjabúnaði í farar- tæki, svo fátt eitt sé nefnt af uppá- tækjum hennar. Gönguferðinni í kvöld lýkur á því að litið verður inn á sýninguna í Hafnarhúsinu, en Ilmur tekur fram að fólk þurfi að vera klætt eftir að- stæðum, enda verður þetta um það bil klukkutíma langur göngutúr utan dyra hér á norðurhjara. ■ 40 15. september 2005 FIMMTUDAGUR > Ekki missa af ... ... opnu húsi í Þjóðleikhúsinu annað kvöld og á laugardagskvöld þar sem leikárið verður kynnt í tali og tónum. Tinna Gunnlaugsdóttir fer ofan í saumana á þeim leik- verkum sem verða á fjölunum í vetur og leikarar fara með atriði úr sýningum. Kynnir er Jóhann Sigurðarson. ... árlegum hausttónleikum Harðar Torfasonar í Borgarleik- húsinu annað kvöld. ... elektrótríóinu Donnu Mess, sem ætlar að gera allt vitlaust á Grandrokk í kvöld ásamt Mr. Sillu og plötusnúðunum Gruesome Twosome. Á laugardaginn verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sýning á Íslands- myndum frá ár- inu 1948 eftir dönsku COBRA málarana Carl- Henning Peder- sen og Else Alfelt ásamt samtíma- verkum eftir Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson á sýn- ingu í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar. Hjónin Carl- Henning Pedersen og Else Alfelt komu til Íslands árið 1948 í boði vinar þeirra Svav- ars Guðnasonar. Meðferðis höfðu þau dönsku framúrstefnusýninguna Høstudstillingen frá árinu áður og var hún sett upp í Lista- mannaskálanum við Austurvöll í maí og vakti mikla at- hygli og átti eftir að hafa þýðingu fyrir íslenska myndlist- armenn. Að sýn- ingu lokinni ferð- uðust þau hjónin um landið og mál- uðu myndir undir áhrifum íslenskrar náttúru. Sýningin í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar nefnist Hraun- blóm eða Lavaens blå blomst og er danska heitið sótt í eina af myndum Else. 20.30 Kvartett Sigurðar Flosasonar er á tónleikaferð um landið og leikur í kvöld í Laugarborg í Eyjafirði. Tón- leikarnir eru síðbúnir útgáfutónleik- ar vegna geisladisksins „Leiðin heim“ sem hefur fengið afbragðsgóð- ar viðtökur. menning@frettabladid.is Bláa blómi› í hrauninu Rápað um borgina ! HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Fimmtudagur SEPTEMBER STÓRA SVIÐ KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Su 18/9 kl 14, Su 25/9 kl 14, Lau 1/10 kl. 14, Su 2/10 kl. 14 HÖRÐUR TORFA HAUSTTÓNLEIKAR Fös 16/9 kl. 19:30, Fös 16/9 kl 22:00 WOYZECK - 5 FORSÝNINGAR Í SEPT. Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28. okt. Miðaverð á forsýningu aðeins kr. 2.000,- Su 18/9 kl. 21, Fö 23/9 kl 20, Fi 29/9 kl 20 UPPSELT, Fö 30/9 kl 20, Lau 1/10 kl 20 (sýning á ensku) HÍBÝLI VINDANNA Örfáar aukasýningar í haust. Lau 24/9 kl. 20, Su 25/9 kl. 20, Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ MANNTAFL Miðaverð á forsýningar kr. 1.000,- Mið 14/9 kl. 20 Forsýning Lau 17/9 kl. 14 Forsýning Su 18/9 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELTL Su 25/9 kl. 20, 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20RILLJANT ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 15/9 kl. 20 UPPSELT Fö 16/9 kl 20 UPPSELT Lau 17/9 kl 20 UPPSELT Fi 22/9 kl. 20 UPPSELT Fö 23/9 kl. 20 UPPSELT Lau 24/9 kl. 20 UPPSELT Fi 29/9 kl. 20 UPPSELT Fö 30/9 kl. 20 UPPSELT Sími miðasölu 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag Endurnýjun áskriftarkorta stendur yfir Ef þú gerist áskrifandi fyrir 20. september færðu að auki gjafakort á leiksýningu að eigin vali - Það borgar sig að vera áskrifandi - 15. sýn. sun. 18/9 kl. 14 16. sýn. fim. 29/9 kl. 19 ■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Kvartett Sigurðar Flosason- ar leikur í Laugarborg í Eyjafirði.  22.00 Elektrótríóið Donna Mess, ofurkvendið Mr. Silla og plötusnúð- arnir Gruesome Twosome spila á Grand Rokk. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Lára Marteinsdóttir kvik- myndafræðingur fjallar um kvik- myndir og kyngervi í stofu N132, Öskju. ■ ■ FUNDIR  20.00 UNIFEM á Íslandi stendur fyrir opnum félagsfundi í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Skaftahlíð 24. Á fundinum verður dagskrá vetrarins kynnt og fjallað stuttlega um áhersl- ur í starfi þróunarsjóðsins og vöxt fé- lagsins á síðustu misserum. ■ ■ SÝNINGAR  20.00 Rápað um borgina með Ilmi Stefánsdóttur myndlistarkonu í tengslum við sýninguna Hvernig borg má bjóða þér? sem nú stend- ur yfir í Hafnarhúsinu. Göngutúrnum lýkur með því að skoða sýninguna. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. ILMUR BÝR SIG UNDIR BORGARGÖNGU Ilmur Stefánsdóttir ætlar að bjóða fólki í göngutúr um miðbæinn í kvöld í tengslum við sýninguna „Hvernig borg má bjóða þér?“. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.