Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 74

Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 74
Eric-Emmanuel Schmitt er einn af þekktustu rit- höfundum Frakklands. Tvö leikrita hans hafa verið flutt á Íslandi og þrjár af skáldsögum hans hafa komið út í íslenskri þýðingu. Hann segist ekki tilheyra nútímanum. „Ég er átjándu aldar maður,“ segir franski rithöfundurinn Eric-Emmanuel Schmitt. „Fyrir- myndir mínar eru Voltaire og Diderot, menn sem stunduðu heimspeki sína með því að segja sögur og beindu máli sínu til alls almennings. Ég vil líka skrifa sögur sem hafa einhvern tilgang og höfða til allra.“ Schmitt er einn af gestum Alþjóðlegu bókmenntahátíðar- innar sem nú stendur yfir í Reykjavík. Hann er mörgum Ís- lendingum að góðu kunnur því þrjár af skáldsögum hans hafa verið þýddar á íslensku og tvö leikrita hans hafa verið flutt hér á landi. Á síðasta ári var leikritið „Abel Snorko býr einn“ flutt í Þjóðleikhúsinu með Arnari Jóns- syni og Jóhanni Sigurðarsyni í aðalhlutverkum. Og fyrir þremur árum var Gesturinn frumsýndur í Borgarleikhúsinu með þeim Gunnari Eyjólfssyni í hlutverki Freuds og Ingvari Sigurðarsyni í hlutverki dularfulls gests, sem hugsanlega var enginn annar en Guð almáttugur holdi klæddur. Að skrifa er ekki starf Heimspekin er drjúgur þáttur í öllu því sem Schmitt skrifar, enda er hann hámenntaður heimspek- ingur og starfaði árum saman við heimspekikennslu í háskóla. „Að kenna heimspeki var eina starfið sem ég hef haft um ævina, því það er ekki starf að skrifa,“ segir Schmitt og brosir breitt. Hann hefur greinilega alltof gaman af skrifunum til þess að geta litið á þau sem vinnu. „Ég hafði gaman af þessu starfi mínu ég var nauðbeygður til þess að hætta því vegna þess hve ég átti mikilli velgengni að fagna með skrifunum. Ég hafði aldrei látið mig dreyma um að geta aflað mér lífsviðurværis með bókum mínum, en eftir að annað leikrit mitt hafði verið sett á svið í fjörutíu löndum sá ég að það væri bara heimskulegt að vinna meira og meira, og þess vegna hætti ég.“ Sérsvið hans í heimspekinni var frumspeki, sú grein heim- spekinnar þar sem tekist er á við hinstu rök tilverunnar. „En ég átti þar við mikinn vanda að stríða vegna áhuga míns á átjándu öldinni. Ég var sérfróð- ur um átjándu aldar heimspeki, en heimspekingar á átjándu öld afneituðu frumspekinni. Ég skrif- aði doktorsritgerð mína um Diderot, hún fjallaði um Diderot og frumspekina, og það var vegna þess að ég vildi leggja áherslu á að það sé engin leið að forðast frumspekina. Menn geta komið sér undan því að setja fram frum- spekileg svör, en þeir geta ekki forðast frumspekilegar spurning- ar. Með því að afneita frumspek- inni er maður samt að stunda frumspeki.“ Vill ekki smita út frá sér Heimspekileg hugðarefni Schmitts birtast víða í verkum hans, til dæmis í samræðum Freuds við Guð í leikritinu Gestur- inn. En skyldi hann sjálfur reyna að koma með einhver svör við frumspekilegum spurningum? „Jú, vissulega. En ég vil aldrei halda því fram að eitthvert svar sé hið eina og rétta. Þess vegna finnst mér betra að segja sögur, því ein sögupersóna hefur eitt svar en önnur sögupersóna er með annað svar. Ég held að við verðum að sýna auðmýkt og hóg- værð gagnvart svörum, vegna þess að maður er aldrei alveg viss. Menn verða að koma hver með sitt svar, og síðan bæta við: kannski. Mér líkar ekki við höf- unda sem smita út frá sér, höf- unda sem vilja að allir aðrir sjái hlutina eins og þeir. Ég held að það sé ekki heiðarlegt. Þeir sem segjast vera með endanleg svör eru skúrkar.“ Skáldsögurnar þrjár sem hafa verið þýddar á íslensku, Óskar og bleikklædda konan, Herra Ibra- him og blóm Kóransins og Milarepa, eru allar gott dæmi um þessa afstöðu Schmitts til ólíkra svara við hinstu rökum tilverunn- ar. Fyrsta bókin um hinn tíu ára Óskar gerist í kristnum menning- arheimi, bókin um herra Ibrahim gerist meðal múslima og Milarepa meðal búddista. „Það sem ég vildi gera með þessum bókum var ekkert annað en að skapa virðingu fyrir svör- um. Svörum kristinna, múslima og búddista.“ Sest daglega við píanóið Schmitt segist hafa átt hvað mestri velgengni að fagna í Þýskalandi. Hann telur það stafa af því að hann sé allt öðruvísi en þýskir rithöfundar. „Þeir eru hrifnir af því. Skrif mín eru blanda af heimspeki og kímni, en allir vita að ekkert sér- staklega sterk tengsl eru á milli Þjóðverja og kímnigáfunnar. Þeir eru líka hrifnir af heimspeki, en þegar þýskur rithöfundur skrifar um heimspeki þá verður það að vera þrungið alvöru og erfitt af- lestrar. Hjá mér er því þveröfugt farið. Maður verður að vera létt- ur í lund. Það er heilbrigt, líka í heimspekinni.“ Fyrir utan skáldskapinn og heimspekina er tónlistin ríkur þáttur í lífi Schmitts. Hann er lið- tækur píanisti og sest á hverjum degi við píanóið. „Mig langaði alltaf til að verða tónlistarmaður, en ég nota píanó- ið til þess að lesa tónlist. Ég tek fram nótnahefti eftir einhvern snillinginn og spila í gegnum það. Ég hef engan áhuga á að spila vel og fallega eða verða konsert- píanisti, heldur spila ég til þess að átta mig á snilli Mozarts og Bachs.“ Nýjasta bókin hans er til- einkuð Mozart og hún er að hluta til sjálfsævisöguleg. Hún kemur út samtímis í sjö löndum í næsta mánuði og heitir Líf mitt með Mozart. „Tónlistin er líka þannig að þar eru engin endanleg svör.“ ■ 42 Engin svör eru örugg 15. september 2005 FIMMTUDAGUR Miðasala á tónleika Antony and the Johnsons í Fríkirkjunni hinn 10. desember hefst þriðjudaginn 20. september næstkomandi klukkan 10.00. Antony og félagar eru um þess- ar mundir að hefja síðari helming tónleikaferðar sinnar í tengslum við útkomu plötunnar I Am a Bird Now sem hlaut hin virtu bresku Mercury-verðlaun á dögunum. Var hún valin besta plata árins 2005 og sló hún þar meðal annars við vinsælum plötum frá Cold- play, Kaiser Chiefs, M.I.A. og Bloc Party. Antony and the John- sons hélt eftirminnilega tónleika á Nasa hinn 11. júlí síðastliðinn þar sem troðfullt var út úr dyrum. Ljóst er að takmarkað magn miða verður í boði í Frí- kirkjunni en þar eru sæti fyrir alla tónleikagesti, um 500 manns. Miðasalan á tónleikana fer fram á midi.is og í verslunum Skífunnar. Fríkirkjunni verður skipt í þrjú verð- svæði og fjögur m i ð a s v æ ð i . Miðaverð í bestu sæti er 5.150 kr. auk miðagjalds; 4.600 kr. auk miðagjalds í næstbestu sætin og 3.900 kr. auk miðagjalds í ódýr- ustu sætin. Svæði í bestu sæti verður tvískipt sem á að tryggja að þeir sem kaupa sér fyrstir miða fá bestu sætin sem eru næst sviðinu. Það er Austur-Þýskaland sem stendur að komu Antony and the Johnsons til Ís- lands. ■ Mi›asala á Antony á flri›judag ANTONY Antony heldur á hinum virtu Mercury-verð- launum sem hann fékk á dögunum fyrir plötuna I Am a Bird Now. Áður en R.E.M. endaði hjá stóru plötufyrirtæki höfðu þeir þegar getið sér nafn sem ein af athyglis- verðari sveitum Bandaríkjanna. Enda þá búnir að gera fimm mis- góðar plötur. Þeir gerðu þá samn- ing við Warner Brothers útgáfuna og urðu að heimsþekktri súper- grúppu. Death Cab for Cutie er í ná- kvæmlega sömu stöðu og R.E.M. var fyrir 15 árum. Hljómsveitin gaf út meistarastykki sitt fyrir tveimur árum og landaði feitum samningi við Atlantic eftir að flestar persónur í sjónvarpsþátt- unum The O.C. höfðu minnst á snilldargáfu sveitarinnar í sam- tölum. Örugglega í eina skiptið sem eitthvað af viti hefur komið frá þeirri lönguvitleysu. Ef það hefur einhverntímann verið broddur í Death Cab for Cutie þá er algjörlega búið að slípa hann af núna. Þetta fór í taugarnar á mér við fyrstu, en við endurtekna hlustun bætti fegurð laglínanna þetta upp fyrir mér. Ben Gibbard söngvari og félagar hans eru mjúkir og tilfinningarík- ir menn, sem ég kann vel að meta. Lítið um bjagaða gítara, meira um sætar og krúttlegar gítarlínur ofan á riddaralegar bassalínur. Að þessu sinni eru trommurnar nær allar lífrænar. En þessi kaka er örlítið sætari en sú síðasta, þannig að sykur- sjokkið hélt mér svolítið frá því að taka of stóran bita í einu. Ég held líka bara að síðasta plata hafi ver- ið aðeins of góð, sem er alltaf ávísun á framtíðar vonbrigði. Plans er vönduð plata og falleg á köflum. Lög eins og opnunarlag- ið Marching Bands of Manhattan og Summer Skin eru nægilega fín til þess að halda uppi heiðri sveit- arinnar. En þau grípa mig þó eng- um heljartökum. Galli plötunnar er hversu eins- leit hún er. Þetta er svolítið eins og að vera dómari í Ungfrú Ís- land, þar sem allar stelpurnar eru nánast eins. Búið að setja þær í eins sundboli með fermingarhár- greiðsluna og mála þær eins og það sé verið að gera upp lík. Á endanum vinnur sú stelpa sem á fræga mömmu eða sú sem svaf hjá einhverjum dómaranum. Stelpurnar í þessari keppni eru nánast allar eins, svipað fallegar, svipað straumlínulagaðar og brosa allar jafn fallega. Engin þeirra er einstök. Ekkert slæmt, en ekki mjög spennandi heldur. Birgir Örn Steinarsson Smá sykursjokk NIÐURSTAÐA: Fyrsta plata Death Cab for Cutie hjá risaútgáfu er vönduð og nokkuð vel heppn- uð. Örlítið of einsleit fyrir minn smekk sem heildarverk en engin gífurleg vonbrigði. Plata sem nær ómögulegt er að líka illa við, og jafn ómögulegt að elska. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Hin árlega viðurkenning Félags íslenskra bóksala, Lóð á vogar- skálar íslenskra bókmennta, var veitt í fimmta sinn í gær. Þeir sem hingað til hafa fengið þetta mikil- væga Lóð eru rithöfundarnir Guð- rún Helgadóttir, Þórarinn Eld- járn, Guðmundur Páll Ólafsson og Þorsteinn frá Hamri. Lóðið féll Braga Kristjónssyni, fornbóka- sala, í skaut í ár en þessi viður- kenning er þeim veitt sem unnið hafa gott og þarft starf í þágu bóka á einhvern hátt. Bragi hefur í nokkra áratugi starfrækt verslun með notaðar bækur og má segja að með versl- un sinni tryggi hann öllum bókum framhaldslíf. „Við ætlum okkur ekkert að fara út í það að vera með eitthvað annað en bara bæk- ur,“ segir Bragi sem hefur komið sér vel fyrir með fornbækurnar sínar í Bókavörðunni á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Bragi hefur alla tíð átt mjög gott samstarf við starfsfólk bókabúða og viðskiptavini sem til hans leita. Spurður um þróun bókabúða síð- ustu áratugi segir Bragi. „Nýju bókabúðirnar hafa breyst frekar mikið. Þær eru ekki aðeins að selja bækur. Þær eru að selja glanspapp- ír og allt að því svitalyktareyði. Það er orðið lítið um það að til séu bóka- búðir sem selji eingöngu bækur, einfaldlega vegna þess að það er nánast varla orðið hægt.“ Í Bókavörðunni má finna bæk- ur af ýmsu tagi allt aftur til ársins 1600 þó svo að inn á milli séu ný- legri bækur. Bragi segir að þeir sem til hans leita séu á öllum aldri og að mikið sé um það að ungt fólk komi til hans og kaupi vandaðar heimsbókmenntir. Hann segir við- skiptin ganga vonum framar og er ánægður með lífið og tilveruna. „Ég fæ endurmenntun á hverjum einasta degi þegar ég tala við allt það fróðleiksfúsa fólk sem kemur til mín í heimsókn. Svo er smá fé- lagsleg þjónusta veitt í leiðinni þegar tími gefst til.“ ■ Fornbækur og félagsleg fljónusta BRAGI KRISTJÓNSSON Fornbókasalinn hefur séð þjóðinni fyrir endurnýtanlegu andlegu fóðri í áratugi og hefur ekki síst staðið vörð um ljóðlistina. ERIC-EMMANUEL SCHMITT Tekst á við hinstu rök tilverunnar með bros á vör og segir menn sem hafa endanleg svör við stórum spurningum vera skúrka. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.