Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 75
43FIMMTUDAGUR 15. september 2005 Kvennakór í örum vexti Kvennakór Kópavogs er um þess- ar mundir að hefja sitt fjórða starfsár. Í kórnum eru nú 35 kon- ur. Þær eru á öllum aldri, allt frá átján ára til sjötugs, en nú er stefnt að því að stækka kórinn. „Það væri fínt að fá svona tíu konur í viðbót,“ segir Elínborg Pálsdóttir, ein kórfélaganna, en hún tók þátt í að stofna kórinn fyr- ir nærri fjórum árum. „Við erum um það bil 25 sem höfum verið með alveg frá byrjun og myndum kjarnann í kórnum.“ Elínborg hafði lítið gert af því að syngja opinberlega áður en hún gekk til liðs við Kvennakór Kópa- vogs. „Þetta eru eiginlega fyrstu sporin hjá mér í söngnum og þetta hefur verið virkilega gefandi og skemmtilegt,“ segir Elínborg. Síðastliðið vor hélt kórinn í söngferðalag til Færeyja og stefn- ir nú á að fara til Búdapest árið 2007. „Það var virkilega gaman að koma til Færeyja, það var svo vel tekið á móti okkur. Við komum til Klakksvíkur sem er vinabær Kópavogs og fengum fína umfjöll- un í blöðunum þar,“ segir Elín- borg. Á næstunni verða ýmsir við- burðir á vegum kórsins, meðal annars jólatónleikar með Karla- kór Kópavogs og fjáröflunarsam- komur af ýmsu tagi. Stjórnandi kórsins er hin kín- verska Natalia Chow Hewlett, sem jafnframt stofnaði Karlakór Kópavogs. Hún stjórnar einnig Englakórnum, sem er kór fyrir börn allt niður í þriggja ára göm- ul. Hún er þar að auki kirkju- organisti í Ytri-Njarðvíkurkirkju, en undirleikari er Julian Hewlett, eiginmaður stjórnandans. ■ ÚR FÆREYJAFERÐ KVENNAKÓRS KÓPAVOGS Julian Hewlett undirleikari og Natalia Chow stjórnandi ásamt þremur kórfélögum. Þann 30. september fer sýningin Elvis Presley Tribute 1935-2005 af stað á Broadway. Sama sýning var haldin þann 7. júlí á Ólafsfirði í tilefni af blúshátíð þar í bæ og gekk hún það vel að ákveðið var að fara með hana á Broadway. Elvis fæddist í Mississippi þann 8. janúar 1935 og hefði því orðið sjötugur í ár. Á sýningunni verða flutt um þrjátíu Elvis-lög sem allir ættu að þekkja, í flutn- ingi fjölmargra valinkunnra tón- listarmanna. Á meðal þeirra eru Friðrik Ómar, Regína Ósk, Heiða úr Idol, Kenya Emil, Jón Ólafsson, Guðmundur Pétursson, Pétur Örn Guðmundsson, Birgir Baldursson, Jóhann Ásmundsson og Samúel J. Samúelsson. „Ég er búinn að vera að vinna að þessu svolítið lengi,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem skipuleggur sýninguna í sam- vinnu við Hljóðkerfa og ljósaleigu Akureyrar ehf. „Mér hefur fund- ist Elvis-lögin ekki hafa fengið að njóta sín hérna því það er svo mikið af eftirhermum út um allt. Á þessari sýningu er enginn að fara að klæðast eins og Elvis. Þarna verður einvalalið tónlistar- manna og munu þeir syngja lögin eftir sínu höfði,“ segir hann. „Sýn- ingin á Ólafsfirði tókst rosalega vel. Þar var fólk á öllum aldri og þá uppgötvaði ég hvað það þekkja allir þessi lög og hversu gaman það er að heyra þau í flutningi stórra hljómsveita.“ Friðrik Ómar, sem sjálfur syngur á sýningunni, hefur hlust- að á Elvis síðan hann var 10 til 12 ára gamall. Til að hita upp fyrir sýninguna ákvað hann að heim- sækja Graceland, fæðingarstað Elvis. „Það er algjört ævintýri að koma þarna fyrir hvern sem er og bara rosagaman, enda er þetta mesta poppstjarna allra tíma,“ segir hann. Forsala aðgöngumiða á Elvis Presley Tribute er í síma 533-1100 og í Pennanum Eymundsson, Ak- ureyri. Kynnir á sýningunni verð- ur Dalvíkingurinn Júlíus Júlíus- son og umsjón með dönsum verð- ur í höndum Guðfinnu Björnsdótt- ur og Birnu Björnsdóttur. freyr@frettabladid.is S‡ning til hei›urs Elvis Presley ELVIS PRESLEY Söngvarinn Elvis Presley hefði orðið sjötugur á þessu ári hefði hann ekki látist árið 1977. Styttist í Kallakaffi Sunnudagskvöldið 25. september hefur Sjónvarpið sýningar á Kallakaffi, nýrri íslenskri gaman- þáttaröð. Þættirnir gerast í ís- lenskum samtíma, nánar tiltekið í Reykjavík. Þar segir frá þeim Kalla og Margréti, „hjónum“ á miðjum aldri sem eru í upphafi fyrsta þáttar að ganga frá skilnaði eftir að hafa verið í sambúð frá því á menntaskólaárunum. Þrátt fyrir skilnaðinn ákveða þau að reka áfram sameiginlegt fyrir- tæki sitt, Kallakaffi, lítinn mat- sölu- og kaffistað sem þau hafa átt í nokkur ár. Margrét býr áfram í húsinu sem þau áttu saman en Kalli er fluttur upp á loft í Kallakaffi. En þetta fyrirkomulag er ekki alveg eins auðvelt og þau höfðu hugsað sér, sérstaklega ekki af því að til- finningar þeirra hvor til annars eru ekki alveg kulnaðar. Leikstjóri þáttanna er Hilmar Oddsson og handritshöfundur er Guðmundur Ólafsson. Með helstu hlutverk fara Valdimar Örn Flygenring, Rósa Guðný Þórsdótt- ir, Laddi, Lovísa Ósk Gunnarsdótt- ir, Davíð Guðbrandsson og Ívar Örn Sverrisson. ■ KALLAKAFFI Sjónvarpsþáttaröðin íslenska hefst sunnudagskvöldið 25. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.