Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 76
Það verður mikið um að vera í
kvikmyndahúsum borgarinnar
þessa helgina. Alls verða fjórar
kvikmyndir frumsýndar á föstu-
daginn. Barátta góðs og ills, ofur-
hetjur og hryllingur eru meðal
þess sem kemur við sögu í mynd-
unum fjórum.
Samuel L. Jackson og Eugene
Levy sameina krafta sína í gam-
an- og spennumyndinni The Man.
Myndin segir frá því þegar öflug-
um vopnum er stolið úr búri Al-
ríkislögreglunnar og lögreglu-
maður í dulargervi finnst látinn.
Öll spjót beinast að samstarfs-
manni hans, harðhausnum
Derrick Vann. Hann er þekktur
fyrir óvenjulegar aðferðir í starfi
sínu og hefur yfirstjórnin haft
horn í síðu hans lengi. Honum er
því gefinn einn sólarhringur til að
hreinsa nafn sitt. Hann fær
óvæntan liðstyrk upp í hendurnar
þegar sölumaðurinn Andy Fiddler
er óvænt talinn vera vopnakaup-
andi af þjófunum. Þótt ólíkir séu
þurfa þessir menn að snúa bökum
saman til að leysa málið.
Neðanjarðarhryllingur og
ofurhetjur
Hryllingsmyndin The Cave segir
frá hópi vísindamanna sem finnur
rústir 13. aldar kapellu í rúmensk-
um skógi. Við nánari eftirgrennsl-
an kemur í ljós að kapellan er
byggð yfir risastórt neðanjarðar-
kerfi sem heimamenn halda fram
að sé framandi vistkerfi. Vísinda-
mennirnir fá til liðs við sig banda-
ríska hellarannsóknarmenn sem
uppgötva að ekki er allt sem sýn-
ist undir yfirborði jarðar.
Fjölskyldumyndin Sky High
segir frá Will Stronghold sem á
heldur óvenjulega foreldra. Hann
er sonur The Commander og Jet-
stream, sem bæði eru ofurhetjur
og njóta gríðarlegra vinsælda í
heimi ofurhetja.
Syninum er snemma ætlað að
feta í fótspor foreldra sinna og er
því skráður í Sky High-skólann
sem er ætlaður börnum með ofur-
hæfileika. Það er aðeins einn galli
á gjöf Njarðar og hann er sá að
Will er ekki með neina ofurhæfi-
leika. Hann er því fluttur niður í
hóp þar sem hjálparhellur eru
þjálfaðar. Þegar óvænt hætta
steðjar að uppgötvar Will hins
vegar nýja hæfileika sem hann
verður að beita til að vernda for-
eldra, vini og ekki síst Sky High-
skólann.
Rússneskur tryllir
Nochnoi Dozor er heiti á rúss-
neskri kvikmynd sem vakið hefur
mikla athygli, ekki síst eftir að
Quentin Tarantino hrósaði henni
upp í hástert. Í myndinni er því
haldið fram að heimurinn sé dag-
lega á barmi eyðileggingar og að
barátta ljóss og myrkurs sé eilíf.
Meðal okkar hafi illir vættir geng-
ið öldum saman og þrifist á því að
drepa, myrða og eyða.
Sérstök sveit ljóssins, undir
nafninu Næturverðirnir, hefur
verið skipuð til að halda þeim í
skefjum. ■
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r/
sk
ey
tið
.
SENDU SMS SKEYTIÐ BTC BGF
Á NÚMERIÐ 1900 OG
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ.
9. HVER VINNUR!
VINNINGAR ERU: BÍÓMIÐAR FYRIR TVO
• DVD MYNDIR • COCA COLA
“NIGHT WATCH IS F***ING COOL!”(Quentin Tarantino)
44
The Cave
Internet Movie Database:
4,7 / 10
Rottentomatoes:
15% / Rotin
Metacritic:
4,3 / 10
Sky High
Internet Movie Database:
6,9 / 10
Rottentomatoes:
68% / Rotin
Metacritic:
7,3 / 10
Nochnoy Dozor
Internet Movie Database:
6,4 / 10
Rottentomatoes:
63% / Fersk
The Man
Internet Movie Database:
5,1 / 10
Rottentomatoes:
Rotin
Metacritic:
4,2 / 10
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
(DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM)
Bíómyndir úr ýmsum áttum
JACKSON OG LEVY Þeir eru eins ólíkir og dagur og nótt þeir Jackson og Levy í myndinni The Man. Jackson er harðhaus úr Alríkislög-
reglunni sem neyðist til að vinna með sölumanni sem Eugene Levy leikur.
Zeus: You famous in L.A.
or something?
John McClane: Yeah, for
about five minutes.
Zeus: Don't tell me. Rodn-
ey King, right?
Bruce Willis í hlutverki John McClane og Samuel L.
Jackson sem Zeus reyna að leysa þrautir glæpa-
mannsins Simon á götum New York-borgar. Þrátt
fyrir að þeim kæmi ekkert sérstaklega vel saman í
byrjun féll allt í ljúfa löð að lokum.
bio@frettabladid.is
Á tíunda áratug síðustu aldar virtist
Samuel L. Jackson vera á góðri leið
með að tryggja sér sess meðal fremstu
leikara Hollywood. Á undanförnum
árum hefur Jackson hins vegar horfið aft-
ur til síns gamla vana, að leika í b-mynd-
um.
Þegar Samuel L. Jackson fékk ekki
Óskarinn fyrir leik sinn í Pulp Fiction
leyndi hann ekki vonbrigðum sínum.
Jackson, sem tapaði fyrir Martin
Landau, blótaði í beinni útsendingu en
slíkt er vanalega ekki gert á Óskarshá-
tíðinni. Það verður heldur ekki af
Jackson tekið að hann var stórkostlegur
sem Jules Winnfield í Pulp Fiction.
Leikarinn fór ekki varhluta af þeirri vel-
gengni sem hann naut í kjölfar vinsælda
Pulp Fiction. Hann hafði aðallega fengist
við leik í b-myndum á borð við Loaded
Weapon 1 og Amos og Andrew. Hann
gat núna valið úr hlutverkum og varð á
örskömmum tíma einn vinsælasti
þeldökki leikarinn í Hollywood og sló
sjálfum Denzel Washington við. Hann
lék eitt aðalhlutverkanna í þriðju Die
Hard myndinni auk þess að leika á móti
Matthew McConaughey (sem þá var
heitasta nafnið í Hollywood) í A Time to
Kill.
Eftir það tímabil var Hollywood annað-
hvort komið með nóg af Jackson eða þá
að leikarinn sjálfur gerði sig sekan um
rangar ákvarðanir. Ef hann hefði ekki
fengið hlutverk í seinni þríleik George
Lucas um Stjörnustríðið væri hann
sennilega kominn út af sakramenntinu.
Árið 2000 brá Jackson sér í hlutverk sem
sýndi nýja hlið á honum. Þar lék hann
hinn veikbyggða myndasögusafnara Eli-
jah Prince í Unbreakable. Sú mynd
vakti von innra með aðdáendum hans
um að leikarinn myndi loks snúa við
blaðinu og ná sér upp úr meðalmennsk-
unni. Þeir draumar hafa enn ekki ræst og
ljóst að þess verður langt að bíða að
hann sjáist í jafn bitastæðu hlutverki og
Jules Winnfield.
> Ekki missa af ...
... Hotel Rwanda sem er núkomin
út á myndbandi og DVD. Leikar-
inn Don Cheadle fer á kostum í
hlutverki manns sem notar hótel í
Rúanda til þess
að skjóta skjóls-
húsi yfir flótta-
fólk úr röðum
Tútsa sem bíður
bráður bani þeg-
ar borgarastyrj-
öld brýst út og
saklausum borg-
urum er slátrað í
miskunnarlaus-
um þjóðernis-
h r e i n s u n u m .
Hotel Rwanda sló í gegn á IIFF
2005 kvikmyndahátíðinni og læt-
ur engan ósnortinn þannig að þeir
sem misstu af henni í bíó hafa
ekki eftir neinu að bíða.
Hva› er a› gerast hjá Jackson?
15. september 2005 FIMMTUDAGUR
Lær›i a› syngja og spila
Leikarinn Joaquin Phoenix þurfti
að læra að spila á gítar og syngja
eins og Johnny Cash fyrir kvik-
myndina Walk the Line sem var
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Toronto fyrir skömmu.
Myndin fjallar um ævi Cash og
skartar Phoenix í aðalhlutverk-
inu. Reese Witherspoon fer með
hlutverk June Carter, eiginkonu
Cash. Áður en Phoenix tók að sér
hlutverkið var hann ekki þekktur
fyrir tónlistarhæfileika og kunni
ekki á gítar. Ráðlagði leikstjórinn,
James Mangold, Phoenix að kaupa
sér gítar hið snarasta og byrja að
læra. Gekk það ágætlega þótt
hann hafi átt nokkuð erfitt með að
læra að slá á strengina eins og
Cash var frægur fyrir að gera.
Phoenix hitti Cash einu sinni í
matarboði, tveimur árum áður en
hann lést. Eftir matinn tók hann
gítarinn sinn í hönd og fór að spila
„Hann var mjög skjálfhentur,“
sagði Phoenix. „Við hugsuðum:
„Ætlar hann að spila fyrir okkur
af illri nauðsyn?“ Síðan tók hann
gítarinn upp og líkami hans gjör-
breyttist og virtist algjörlega
vera eðlilegur. Það var eins og
hann væri kominn með nýjan lík-
ama. Ég hef aldrei séð annað
eins.“
PHOENIX Í TORONTO Leikarinn þurfti að læra að syngja og spila á gítar fyrir myndina
Walk the Line.
THE CAVE Það leynast óvæntar hættur í hinum dularfulla helli sem finnst undir 13. aldar
kapellu í Rúmeníu.