Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 80

Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 80
48 15. september 2005 FIMMTUDAGUR Viðskiptaskólinn ehf. Eyravegi 32 – 800 Selfoss S 482 4826 jonas@vidskiptaskolinn.is www.vidskiptaskolinn.is Skóli sem kemur til þín Fjarnámskeið: NHH-Ritvinnsla (Word) NHH-Töflureiknir (Excel) NHH-Glærugerð (PowerPoint) NHH-Verslunarreikningur NHH-Örnámskeið NHH-Örnámskeiðeru námskeið í sérvöldum hlutum forrita. Sem dæmi um NHH-Örnámskeið má nefna: Myndrit í Excel Gerð heimilsfangalista í Word (Mail merge) Notkun innbyggðra falla í Excel Unnið með stór skjöl í Word Samvinna skjala milli forrita (Excel/Word) Námskeið í vinnslu: NHH-Bókhaldsnámskeið NHH-Lestur ársreikninga Tölvunámskeiðá netinu sem þú getur stundað heimaí stofu. Miðasala er í fullum gangi á tvær sýningar gríndávaldsins Sailesh í Háskólabíói. Sailesh er orðinn Ís- lendingum að góðu kunnur og rétt eins og þegar hann sótti landann heim í vor ætlar hann að halda tvö námskeið og fimm einkatíma þar sem hann hjálpar fólki að sigrast á hinum ýmsu kvillum. Miðar á þessa viðburði eru seldir sam- hliða miðum á sýningar dávaldins. Báðar sýningar Sailesh verða að þessu sinni haldnar laugardag- inn 5. nóvember. Önnur þeirra verður fjölskyldusýning með Audda og Sveppa úr Strákunum en á miðnætti verður óritskoðuð sýning sem verður bönnuð innan 18 ára. Námskeiðin verða daginn eftir á Park Inn hóteli. Fyrst hjálpar Sailesh fólki að missa aukakílóin og síðan mun hann hjálpa því að hætta að reykja. Einkatímarnir fara allir fram mánudaginn 7. nóvember á Park Inn hóteli. Hægt er að skoða myndbrot frá fyrri sýningum Sailesh hér á landi á heimasíðunni event.is. Alls hafa brotin verið skoðuð 111 þúsund sinnum síðan í júlí. Þar er meðal annars hægt að sjá atriðin „Full- næging“ og „Stólasex“ sem eru tvö af hans vinsælustu atriðum. SAILESH Gríndávaldurinn Sailesh kemur aftur til Íslands í nóvember. Sailesh heldur áfram a› selja Samtökin Forma eru samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi. Þau standa fyrir málþinginu Ímynd 2005 sem haldið verður í Loftkastalanum þann 17. septem- ber. Það eru þær Alma Geirdal og Edda Ýrr Einarsdóttir sem bera hitann og þungann af starfsemi Forma en samtökin voru stofnuð í maí. Á málþinginu, sem nú er haldið í fyrsta skipti hér á landi, munu koma fram fjölmargir fyrirlesar- ar og tónlistarmenn. Karen Bro, sem er danskur meðferðarsér- fræðingur, mun meðal annarra flytja erindi. Hún rekur meðferð- arheimili fyrir átröskunarsjúk- linga í Danmörku og hefur mikla reynslu á þessu sviði. Sigrún Daníelsdóttir sálfræð- ingur mun einnig koma fram á málþinginu, en hún mun fjalla um áhrif samfélagsins á útlitsdýrkun. Hún hefur sjálf átt við átröskun að stríða í fjöldamörg ár og mun því deila reynslu sinni og þekk- ingu á þinginu. Ýmsir þekktir að- ilar munu einnig koma fram og lesa upp úr dagbókum átröskun- arsjúklinga. Þar má nefna Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa, Hall- dóru Geirharðsdóttur leikkonu, Evu Maríu Jónsdóttur dagskrár- gerðarmann og Jón Gnarr leikara. Þess á milli munu átröskunarsjúk- lingar segja frá eigin reynslu og fjölmargir tónlistarmenn munu einnig koma fram. Þar á meðal eru Davíð Smári, Hera, Gugga, Blúsið og fleiri. Samtökin Forma munu á mál- þinginu opna opinberlega velferð- arsjóð þar sem öllum gefst tæki- færi til að styrkja átröskunar- sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ímynd 2005 er því fyrir alla þá sem vilja mæta og Alma Geirdal, einn af talsmönnum Forma, segir nauðsynlegt fyrir sem flesta að koma og kynna sér það sem þarna fer fram. „Núna þarf þjóðin að taka sig á, því það er ekkert hægt að gera fyrir átröskunarsjúklinga hér á landi. Þetta er gríðarlega stórt vandamál og til að mynda hefur sjúkdómstilfellum fjölgað um 50 prósent á ári frá 2002. Því má reikna með því að um 10- 11.000 einstaklingar séu veikir og þá erum við aðeins að tala um þá sem hafa viðurkennt veikindi sín.“ Ímynd 2005 hefst klukkan 14 í Loftkastalanum á laugardaginn og stendur til 18. ALMA GEIRDAL OG EDDA ÝRR EINARSDÓTTIR Eru í fararbroddi samtakanna Forma sem berjast gegn átröskun. Þær blása til mál- þings um sjúkdóminn á laugardaginn. Útgáfutónleikar trúbadorsins Helga Vals verða haldnir í kvöld í kirkju Óháða safnaðarins, Há- teigsvegi 56. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.30. Á tónleikunum koma fram auk Helga Vals þau Jón Ólafsson, sellóleikarinn Edda Björnsdóttir og Hildur Vala, sem syngur í einu lagi á plötu Helga, Demise of Faith, sem hefur vakið töluverða athygli. Helgi Valur segist vera mjög spenntur fyrir tónleikunum og hefur undirbúið sig vel að undan- förnu. Aðspurður hvers vegna tónleikarnir verði haldnir í kirkju Óháða safnaðarins segir Helgi að hann hafi verið beðinn um að spila þar í messu fyrir skömmu. Hljóm- urinn hafi verið svo flottur að hann langaði að halda útgáfutón- leikana þar. „Ég vildi líka að tón- leikarnir snerust bara um tónlist- ina en ekki að reykja og drekka; ekki að ég sé eitthvað á móti því,“ segir Helgi Valur. „Tónlistin er aðalatriðið og fólk getur gert það sem það vill á eftir.“ Markmið tónleikanna er að uppræta efnishyggju í nútíma- þjóðfélaginu og einnig að gera tónlist að ráðandi fyrirmynd í hugmyndaheimi okkar. Helgi seg- ist yfirleitt vera á móti efnis- hyggju og hann sé meira fyrir að næra sálina. Lofar hann heimilis- legri stemningu á tónleikunum. Frítt er inn á tónleikana fyrir vini, kunningja og ættingja Helga Vals og fólk sem lifir í tónlist. Annars er miðaverð 500 krónur. Bankastræti 10 • Sími 562 23 62 • info@exit. is • www.exit. is Færð þú MasterCard Ferðaávísun? Ef þú ert á aldrinum 18-30 ára er starfsþjálfun góð leið til þess að læra tungumál, kynnast ólíkri menningu og öðlast starfsreynslu. Um er að ræða störf á hótelum, veitingahúsum, hjúkrunarheimilum og hjá fyrirtækjum í öðrum greinum. Þeir sem sækja um starfsþjálfun í Evrópu eiga kost á Leonardo da Vinci styrk til greiðslu á hluta kostnaðar. Stúdentaferðir úthluta þessum styrkjum fyrir hönd Landsskrifstofu Leonardo á Íslandi. HELGI VALUR Trúbadorinn Helgi Valur heldur útgáfutónleika í kirkju Óháða safn- aðarins í kvöld. fijó›arátak gegn átröskun Tónlistin er a›alatri›i›

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.