Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 82
Leikstjórinn Tim Burton er með frumlegri og skemmtilegri mönn- um sem búa til bíómyndir í Banda- ríkjunum þannig að það telst alltaf til tíðinda þegar hann sendir frá sér mynd. Nýjasta útspil hans klikkar ekki frekar en fyrri daginn en þessi aðlögun hans á ævintýri Roalds Dahl um Kalla og súkkulaðiverk- smiðjuna er mikið og skemmtilegt sjónarspil. Heiðurinn er þó ekki allur Burtons þar sem snilldarleikarinn Johnny Depp sýnir meistaratakta í burðarhlutverki sælgætisframleið- andans sérvitra, Willys Wonka. Samstarf þeirra Depps og Burtons hefur gefið af sér margan góðan áxöxtinn en að Edward Scissor- hands og Ed Wood ólöstuðum eru Sleepy Hollow og nú Charlie and the Chocolate Factory ótvíræðir há- punktar. Það verður uppi fótur og fit út um allan heim þegar Willy Wonka, frægasti nammiframleiðandi í heimi, býður fimm heppnum krökk- um að heimsækja sig í súkkulaði- verksmiðjuna sem er sannkallað ævintýraland. Wonka hafði áður dregið sig úr skarkala nammibrans- ans þannig að heimboðið telst til stórviðburða. Börnin fimm eru ansi misjafn- lega innréttuð og draga flest fram slæmar hliðar nammikallsins klikk- aða ef frá er talinn hinn hjartahreini Kalli sem snertir strengi innra með Wonka. Hinn ungi Freddie Hig- hmore leikur Kalla með glæsibrag en hann var einmitt einnig ógleym- anlegur á móti Depp í Finding Neverland. Það er ekki síst samspil þessara leikara sem gefur myndinni aukna vigt en allt sprellið í Willy og Úmpalumpunum hans tryggir svo að áhorfendum leiðist aldrei. Leik- arinn Deep Roy sýnir snilldar- gríntakta í hlutverkum allra Úmpalumpanna og gamla hryllings- brýnið Christopher Lee setur sinn svip á myndina í hlutverki föður Wonka. Tæknibrellurnar eru glæsilegar en svo hófstilltar að þær ræna sög- una engum töfrum þannig að Burton vinnur enn einn stórsigur- inn með einni ánægjulegustu mynd ársins. Þórarinn Þórarinsson Ógleymanleg fer› um súkkula›iheim CHARLIE AND THE CHOCOLATE FACTORY LEIKSTJÓRI: TIM BURTON AÐALHLUTVERK: JOHNNY DEPP, FREDDIE HIGHMORE, DAVID KELLY, HELENA BON- HAM CARTER [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Sýnd kl. 5,30, 8 og 10.30 ★★★1/2 -KVIKMYNDIR.is Sýnd kl. 8 og 10.20 “Hann var kvennabósi mikill... en nú kemur fortíðin í bakið á honum.” Fékk Grand Prix verðlaunin í Cannes. Hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um heim allan. Sýnd kl. 4 og 6 í þrívíddSýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 B.i. 10 ára ★★★ -HJ. MBL SÍMI 564 0000HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Sýnd í Lúxus kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 4 ÍSLENSKT TAL ★★★★ -HJ. MBL ★★★★ -ÓÖH. DV ★★★★ KVIKMYNDIR.COM Ozzy Osbourne segir að fullkom-lega hamingjusöm hjónabönd séu ekki til. Hann segir það koma fyrir að hann nánast þoli ekki konu sína Sharon. Hann segist samt ætla sér að láta hjónaband sitt endast því honum hafi tekist að klúðra einu. „Stundum tölum við ekki saman. Stundum erum við eins og tveir litlir krakkar. Stund- um erum við ekki einu sinni á sömu plánetu. En maður heldur samt áfram. Mér tókst á auðveldan hátt að eyði- leggja mitt fyrsta hjónaband með dópi og drykkju og með því að halda að ég væri konungur alheimsins,“ segir rokkarinn Ozzy. FRÉTTIR AF FÓLKI Angelina Jolie vill sjá Afríku blómstra Angelina Jolie talaði opinskátt um börnin sín tvö í viðtali á dögunum. „Þau veita mér svo mikla gleði og ég vil búa þeim betri heim,“ sagði leikkonan. Jolie á fjögurra ára gamlan son, Maddox sem hún ættleiddi frá Kambódíu, og Zahöru, dóttur sem hún ættleiddi í sumar frá Eþíópíu. Zahara var sex mánaða þegar Jolie kom með hana til Bandaríkjanna. „Hún var sex mánaða og aðeins fimm kíló,“ segir Jolie. „Ef maður kreisti húð hennar, þá festist hún saman. Það var hræðilegt. Að sjá hvað matur og smá umhyggja getur gert. Nú er hún búin að þyngjast um þrjú kíló og við köllum hana bollu. Hún er allt annað barn.“ Jolie segir að Maddox elski það að vera stóri bróðir. „Hann kom með mér á munaðarleysingjahælið. Hann sá hvar hún bjó og að hún þurfti á umhyggju að halda. Börn skilja sorg, fátækt og hungur.“ Brad Pitt var í för með Jolie þeg- ar hún fór til Eþíópíu í júlí til að sækja Zahöru. Sögusagnir um að þau væru saman höfðu löngu áður látið á sér kræla. Jolie kom fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar ABC daginn áður en að þáttaröð um ferðalag hennar til Kenía ásamt Jeffrey Sachs hóf göngu sína. „Afríka er fal- leg, stórkostleg, hefur að geyma vel gefið fólk og sterkbyggð lönd. Afr- íka getur orðið svo mikilfengleg,“ sagði Jolie. „Ég myndi vilja sjá Afr- íku blómstra, hún er mögnuð og hef- ur að geyma svo mikla von og marga möguleika.“ ■ ANGELINA JOLIE Vill búa börnunum sín- um betri heim. 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu SÍMI 551 9000 Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 10 ára ★★★ -HJ. MBL Sýnd kl. 6 ÍSLENSKT TAL Deuce Bigalow b.i. 14 ára Ævintýraferðin Land of the Dead Red Eye (FORSÝNING) kl. 6, 8 og 10 kl. 6 kl. 10 kl. 8 Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 “Hann var kvennabósi mikill... en nú kemur fortíðin í bakið á honum.” Fékk Grand Prix verðlaunin í Cannes. Hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um heim allan. ★★★★ -HJ. MBL ★★★★ -ÓÖH. DV Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.30 B.i. 14 ára Síðusta sýning! ★★★★ KVIKMYNDIR.COM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.