Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 83

Fréttablaðið - 15.09.2005, Side 83
FRÉTTIR AF FÓLKI Hollywood stjarnan Matt Damon erbúinn að trúlofa sig. Hann og til- vonandi eiginkona hans, Luciana Barroso hafa verið saman í um sautján mánuði. Það er ekki enn búið að ákveða dagsetningu brúðkaupsins. Hann gaf unnustu sinni risastóran demantshring þegar hann bað hennar fyrir stuttu. Damon hefur átt þó nokkrar þekktar kærustur, meðal annarra, Minnie Driver, Claire Danes og Winonu Ryder en hefur aldrei verið kvæntur. Barroso á fyrir sex ára gamla dóttur að nafni Alexa úr fyrra sambandi. Hljómsveitin Destiny's Child neitarþví alfarið að þær stöllur muni koma aftur saman eftir átján mánuði. Kærasti Beyonce, Jay-Z sagði fyrr í vikunni að þær myndu líklega koma saman aftur þótt þær hafi sagst vera að hætta. Talsmaður hljómsveitarinn- ar segir að það séu eng- in plön um að þær ætli sér að koma saman aftur en að það eigi þó aldrei að segja aldrei. „Eins og er þá eru þær hættar og hver og ein ætlar að einbeita sér að sólóferli sín- um.“ Síðustu tónleikar hlómsveitarinnar voru haldnir þann 10. september í Vancou- ver í Kanada.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.