Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 86
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er þessa dagana stödd í Toronto í Kanada þar sem stendur yfir árleg kvikmyndahátíð. Valgerður er þar í borg á vegum Iceland Naturally sem er verkefni þar sem Ísland er kynnt í útlöndum. Hún var á meðal þeirra sem fór á frumsýningu á myndinni A Little Trip to Heaven í leikstjórn Baltasars Kormáks fyrr í vikunni og hafði mjög gaman af. „Þetta er stórvel gerð mynd. Það sem er sér- stakt við þessa mynd er að hún ger- ist í raun í Bandaríkjunum en er tekin upp á Íslandi og er á ensku. Þetta er gríðarlega vel gerð spennu- saga,“ segir Valgerður. Valgerður sá Bjólfskviðu í gær- kvöldi og segir að mikil eftirvænt- ing hafi verið eftir þeirri mynd. „Hún byggir á sögu sem er þekkt. Þarna voru allar útitökur teknar á Íslandi og myndin byggir mikið á ís- lenskri náttúru. Það var meðal ann- ars tekið upp í Dyrhólaey sem er glæsilegur staður.“ Valgerður fékk tækifæri til að fylgjast með tökum á báðum mynd- unum. Auk þess að vera viðstödd tökur á Bjólfskviðu í Dyrhólaey stóð hún á bak við tökuvélarnar þegar atriði í A Little Trip to Hea- ven var tekið upp í Þykkvabænum. Hún segir það hafa verið gaman að sjá það atriði á hvíta tjaldinu í Toronto. Aðspurð segist Valgerður hafa hitt Forest Whittaker, annan af aðal- leikurum myndar Baltasars, í Toronto. „Hann leikur gríðarlega vel í myndinni. Ég þakkaði honum fyrir síðast og hann mundi eftir mér úr bílskúrnum við tökur á mynd- inni. Ég tengdist samt meira Bjólfs- kviðu. Hún er þriggja þjóða mynd og það þurfti að safna hlutafé á Ís- landi til að það væri hægt að taka hana upp,“ segir Valgerður, sem segir afar bjart yfir íslenskri kvik- myndagerð. „Eins og þetta með Clint Eastwood. Það að hann skuli vera svona ánægður með dvöl sína hér er mjög skemmtilegt. Það eru allir sammála um það sem hafa verið við tökur á Íslandi að þessi fjölhæfni Ís- lendinga skipti svo miklu máli. Hér sé vilji til að redda málunum og það skiptir miklu að geta notað sama manninn í svo margt. Þeir þekkja það ekki í Bandaríkjunum.“ Valgerður varð þess heiðurs að- njótandi að hitta Eastwood við tökur á Flags of Our Fathers. „Ég spurði hvernig gengi og hann var mjög ánægður með allt og sagðist vera á tímaáætlun. Hann er sjarmör eins og maður vissi. Það er svolítið gam- an að hitta svona menn augliti til auglits.“ freyr@frettabladid.is 54 ALittle Trip to Heaven var frum-sýnd á Toronto-kvikmyndahá- tíðinni í Kanada á mánudaginn. Að- standendur myndarinnar bíða spenntir eftir viðbrögðum gagn- rýnenda enda geta þau skipt sköp- um þegar kemur að því að selja myndina. Í gær höfðu gagnrýnendur þó ekkert látið í sér heyra sem vek- ur dálitla furðu í ljósi þess í hvaða flokki myndin er. Einn frumsýningar- gesta reið þó á vaðið og birti dóm sinn á heimasíðu sinni www.kurtscomment.blogspot.com. Hann fór fögrum orðum um mynd- ina og sagði hana vera í hæsta máta mjög óvenju- lega. Hann sagði jafnframt að myndin færi sínar eigin leiðir og það væri vel. Tónlist Mugi- son fær einnig góða dóma sem og allur leikur. Áwww.imdb.com, sem oft hefurverið nefnd Biblía kvikmynda- áhugamanna, segir hins vegar annar frumsýningargestur að A Little Trip to Heaven líkist Fargo eftir Cohen- bræður nema hana vanti allan húmor. Í stjörnugjöf á síðunni fær hún þó átta af tíu. Þá hafa fáir dóm- ar enn birst um Strákana okkar en myndin fékk góðar viðtökur áhorf- enda þegar hún var frumsýnd. Kanadískir gagnrýnendur hafa tekið myndinni vel en beðið er eftir stóra dómi Vari- ety. Þá var Bjólfs- kviða eftir Sturla Gunnarsson frumsýnd í gær- kvöldi með við- höfn en myndar- innar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Miklar hrókeringar hafa verið í ís-lensku fjölmiðlaumhverfi und- anfarin misseri. Lítið hefur þó verið um að Morgunblaðið hafi misst starfsfólk til annarra fjölmiðla en breyting verður á því þann 1. októ- ber þegar Skarphéðinn Guð- mundsson, sem hefur unnið sem yfirmaður dægurmáladeildar Mogg- ans, tekur við starfi upplýsingafull- trúa fjölmiðlarisans 365. Væntan- lega verður Morg- unblaðinu mikil eftirsjá að Skarp- héðni, enda skel- eggur menning- arrýnir þar á ferð. LÁRÉTT: 2 bein 6 skammstöfun 8 skor- dýr 9 gæfa 11 samanburðartenging 12 II 14 karlmannsnafn 16 málmur 17 fæða 18 rá 20 tveir eins 21 bannhelgi. LÓÐRÉTT: 1 gá 3 vafi 4 einangrunar- efni 5 gláp 7 fugl 10 andmæli 13 hreyfast 15 svall 16 kærleikur 19 í röð. Lausn Stór Humar Medium Humar Sigin grásleppa Stór og jákvæð grein um söngkon- una Emiliönu Torrini og nýjustu plötu hennar Fisherman's Woman birtist á dögunum í bandaríska tímaritinu The New Yorker. Þar er ferill Emilíönu rakinn frá því hún vann í kavíarverk- smiðju þegar hún var sextán ára þar til hún fluttist til London 21 árs og gaf út plötuna Love in the Time of Science. Greinarhöfund- ur segir Emilíönu hafa ítrekað verið líkt við Björk á þessum tíma og platan hafi ekki verið nógu heillandi. Eftir að kærasti Em- ilíönu lést árið 2000 og hún var rænd um hábjartan dag í London hætti hún að semja tónlist í tvö ár eða allt þar til Peter Jackson fékk hana til að syngja Gollum's Song fyrir myndina Lord of the Rings. Eftir það samdi hún lagið Slow fyrir Kylie Minogue og græddi meiri peninga en hún hafði séð alla sína ævi. Í umsögninni um Fisherman's Woman segir að platan sé bæði minimalísk og falleg. „Platan er álíka tilfinningarík og eftirminni- leg og Slow, þó að hún hljómi meira eins og morguninn eftir dansinn þegar einhver segir þér frá lífshlaupi sínu, rólega en fljótt, alveg upp við eyrað á þér,“ segir m.a. í umsögninni. Einnig er fjallað um tónleika Emilíönu á Joe's Pub í New York í júní þar sem hún sagðist hafa ver- ið neydd af hljómplötufyrirtæki sínu til að hafa lag eftir hina látnu ensku þjóðlagasöngkonu Sandy Denny á nýju plötunni. Segir greinarhöfundur það lag vera eina leiðinlega lagið á plötunni. Eins og morguninn eftir dansinn EMILÍANA TORRINI Söngkonan Emilí- ana Torrini fær góða dóma í tímaritinu The New Yorker. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Eimskip. Start. Rétt um fjórum. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra er stödd í Toronto um þessar mundir á vegum Iceland Naturally. CLINT EASTWOOD Spjallaði við Val- gerði við tökur á kvikmyndinni Flags of Our Fathers. TÓNLISTIN Ég er búin að vera að hlusta núna á Patti Smith þar sem ég fór á tónleikana með henni um daginn. Hún er búin að vera mikið í tækinu hjá mér undanfarið. Ann- ars er tónlistarsvið mitt mjög breitt, ég er algjör alæta. Ég held mikið upp á bandið Sundays og hef hlustað á það í gegnum árin. Það er band sem ég fæ aldrei leið á. BÍÓMYNDIN Mér finnst mjög gaman að fara í bíó og geri það oft. Ég er mest fyrir raunsæjar myndir um lífið og tilveruna eins og Lost In Translation, American Beauty, Piano og fleiri. Ég heillast alveg sérstaklega af myndum með fallegri kvikmyndatónlist. BORGIN New York. Þar bjó ég í þrjú ár. Hún býður upp á allt á milli himins og jarðar og iðar af lifi. Þar er mikið um listir, skemmtileg leikhús, góðan mat og margt fleira. BÓKIN Ég fékk bókina Alkemistinn eftir Paulo Coelho í afmælisgjöf og er ekki enn byrjuð á henni vegna anna. Hlakka þó mikið til að lesa hana. En annars les ég frekar mikið. Gríp líka í jógabækur á borð við Tree Of Yoga og Touching Pi- ece þegar tækifæri gefst. BÚÐIN Ég versla frekar lítið hérna heima. En úti kaupi ég flest mín föt í búð sem heitir Urban Outfitters. Sú búð finnst mér mjög fín. Ég hef einnig gaman af því að kaupa föt eftir unga hönnuði bæði hér heima og erlendis. Svo klikkar ekki H&M þegar maður er blankur. VERKEFNIÐ Ég er að opna nýja jóga- stöð á laugardaginn klukkan fimm á Engjateigi 5 sem ber nafnið Yoga Shala. Þar vil ég fá allskonar fólk til að stunda hjá mér jóga og láta sér líða vel. ... fær Mike Pollock, ljóðskáld með meiru, fyrir að slá upp reglulegum ljóðakvöldum á Café Rosenberg í vetur. HRÓSIÐ Jóga, New York, Sundays og Urban Outfitters AÐ MÍNU SKAPI INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, JÓGAKENNARI 15. september 2005 FIMMTUDAGUR VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR: SÁ TVÆR FRUMSÝNINGAR Í TORONTO Hæstánægð með mynd Baltasars Kormáks 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2legg,6eh,8fló,9lán,11en, 12tveir, 14eiður, 16ál,17ala,18slá, 20ll,21tabú. LÓÐRÉTT: 1gelt,3Ef, 4glerull,5gón, 7Hávella,10nei,13iða,15rall,16ást, 19áb. FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.