Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 88

Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR Sirkus Gísla Mart Mikil fyrirmunun er að horfa áhvunndagslega meðaljóna, sem helst hafa birst manni í gervi búálfa í einum og öðrum heimilistækjum, hendast upp á bæjarburstina og spangóla um að þeir vilji verða póli- tískir leiðtogar. Bera sig aldurslega saman við Davíð Oddsson og Bjarna Benediktsson til þess að rökstyðja hversu sjálfsagt það sé. Hefur alveg farið framhjá gripnum að þetta er spurning um ástand, ekki aldur. Hefði kannski átt að bera sig saman við þessa menn út frá hugtakinu bernsk- ur til þess að hanga í raunveruleika- skyninu. Í ÞVÍ SAMHENGI er gott að skoða hvað Gísli Marteinn og Davíð eiga ekki sameiginlegt. Davíð er afburða- greindur, með skopskyn sem gerir honum kleift að sjá sama hlutinn frá mörgum sjónarhornum. Það hefur verið ljóst frá því að hann var með Útvarp Matthildi forðum daga. Þótt hægt sé að verða æði fúll yfir ýmsum ákvörðunum hans í gegnum tíðina, verður ekki framhjá þessari stað- reynd litið. DAVÍÐ LAUK háskólaprófi. Davíð hefur rödd, raddbeitingu og fas sem gerir það að verkum að borgarbúar og þjóðin í framhaldi treysti honum fyrir lífinu í landinu í áratugi. Davíð grípur ekki fram í fyrir viðmælend- um sínum í gjammandi falsettu. Dav- íð flissar ekki. Davíð hefur aldrei þurft að syngja langar þulur um eigið ágæti. Hann hefur reyndar aldrei þurft að minnast á að hann hafi einn einasta kost til að bera til þess að vera pólitískur leiðtogi, hefur aldrei þurft að selja sig. Staðreyndir hafa tilhneigingu til þess að blasa við. TRÚÐSSTÍLL Gísla Mart er allsráð- andi þegar hann lýsir í fjölmiðlum frati á sjálfan sig í þeim störfum sem hann hefur gegnt síðustu misserin, þjóðinni til mismikillar gleði. Spurn- ing hvers vegna hann er að troða sér enn meira upp á borgarbúa ef hann fer eins hroðalega undir skinnið á sjálfum sér og hann vill vera láta. Eða, er mögulegt að yfirlýsingarnar hafi átt að vera birtingarmynd af því hversu hógvær maður hann sé? KANNSKI er hann þeirrar skoðunar að lífið sé sirkus, Kardímommubær- inn hafi verið fullorðinsleikrit og í því samhengi fái hver þjóð þá stjórn- málamenn sem hún á skilið. ■ VIÐ SEGJUM FRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.