Fréttablaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 22
Atvinnuleit gengur betur ef að leitað er. Það ber sjaldnast mikinn árangur að bíða heima eftir að eitthvað óvænt gerist.[ ] námskeið } Vel heppnað námskeið VR OG MÍMIR - SÍMENNTUN GANGAST FYRIR NÁMSKEIÐI FYRIR 50 ÁRA OG ELDRI. Starfsmenntasjóður félagsmálaráðuneytisins hefur styrkt VR og Mími - símennt- un til að gera námskeið fyrir 50 ára eða eldri. Í vikunni lauk fyrsta námskeiðinu en það voru starfsmenn úr Húsasmiðjunni og Icelandair sem tóku þátt. Námskeiðið var nokkurs konar framhald á herferð sem VR fór í og kölluð var 50+ en námskeiðið kallast Styrkari staða. Þátttakendur gerðu góðan róm að námskeiðinu og töldu sig hafa haft bæði gagn og gaman af að því er fram kem- ur á vef VR, vr.is. Á námskeiðinu var meðal annars farið í sjálfseflingu, mat og matskerfi, starfsmannasamtal, eigin stöðu og færni, ánægju og árangur í starfi og markmiðasetningu. SFR ræ›st gegn kynjamismunun Kvenréttindafélag Íslands gekkst á dögunum fyrir ráðstefnu um stöðu kynjanna í atvinnulífinu. Misjöfn staða kynjanna í at- vinnulífinu var til umræðu á þingi Kvenréttindafélags Íslands sem haldið var um síðustu mán- aðamót. Allir frummælendur á þinginu voru karlar og er þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það gerist. Á þinginu gerði Jens Andrés- son formaður SFR, stéttarfélags í almannaþágu, grein fyrir þeirri áherslu SFR að útrýma óútskýrð- um kynbundnum launamun í kjarasamningum. Sá munur er samkvæmt könnunum 14% sem að mati stjórnar SFR er ótækt. Jens sagði að samið hefði verið um að verulegum fjármunum yrði varið til að leiðrétta þennan mun, meðal annars hefði verið samið við Jafnréttisstofu um samvinnu, rannsóknir og út- færslur. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjár- málafyrirtækja, lýsti kynjahlut- föllum í fjármálageiranum. Þar eru konur allsráðandi í almenn- um og láglaunastörfum, meðan karlar einoka nánast algjörlega hálaunaðar stjórnunarstöður. Guðjón sagðist ekki hafa trú á opinberum boðum og bönnum til að lagfæra ástandið og ekkert kom fram um að stjórnendur fjármálafyrirtækja hygðust efna til aðgerða til að breyta ástand- inu. Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna, gerði grein fyrir sérstöðu bændabýla sem rekstrareininga sem byggj- ast á fjölskyldurekstri. Sömu- leiðis sýndi hann tölfræði kynja- hlutfalla í stjórnum og ráðum á vegum bænda og hallaði þar verulega á konur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í auglýsinga- herferð VR gegn launamun kynjanna. Verslunarmannafélag Reykjavíkur er til húsa í Húsi verslunarinnar. Í fyrsta skipti síðan í maí 2001 fækkar fólki á vinnu- markaði í Bandaríkjunum. Alls töpuðust 35.000 fleiri störf en unnust og má þetta tap beint rekja til náttúru- hamfaranna við Mexíkóflóa. Störfum í Bandaríkjunum fækk- aði um 35.000 manns í kjölfar fellibylsins Katrínar. Þrátt fyrir að það sé töluverður fjöldi varð tjónið minna en ýmsar stofnanir og sérfræðingar höfðu spáð. Þeir svartsýnustu höfðu spáð fækkun starfa upp á jafnvel tvö til fjögur hundruð þúsund. Er þetta í fyrsta sinn að störfum fækkar á vinnumarkaði í Banda- ríkjunum síðan 2001. Í ágúst síð- astliðnum fjölgaði störfum í Bandaríkjunum um rúm 200 þúsund. Ein skýring þess að störfum fækkaði ekki jafn mikið og ráð var gert fyrir eftir að fellibylur- inn Katrín reið yfir er sú að störfum í öðrum hlutum Banda- ríkjanna fjölgaði meir en ráð hafði verið gert fyrir. Ríkis- stjórn Bandaríkjanna hefur ekki enn sundurliðað þessar töl- ur en áætlað er að 230 þúsund manns hafi misst vinnu sína á flóðasvæðunum. Margar milli- stéttafjölskyldur og eigendur smærri fyrirtækja standa þess vegna frammi fyrir miklu vandamáli og talið er að gjald- þrot eigi eftir að aukast til muna á þessu svæði. Ekki er ennþá vitað hvort störfum eigi eftir að fækka enn meira en sérfræðingar spá því þó að jafnvel strax í þessum mánuði muni störfum fjölga sökum mikils uppbygginar- starfs sem verður á svæðinu. Atvinnuleysi í Bandaríkjun- um jókst um 2% í síðasta mánuði, fór úr 4,9 í 5,1 prósent. Til viðmiðunar var atvinnu- leysi á Íslandi 1,8 prósent í ágúst. Atvinnuleysi í kjölfar fellibylsins Katrínar Margir standa frammi fyrir því að hafa ekki einungis misst heimili sín heldur einnig vinnuna. Vinnumarkaðurinn í Evrópusamhengi ÁRSFUNDUR VINNUMÁLASTOFNUNAR VAR HALDINN FYRIR SKEMMSTU. Ársfundur Vinnumálastofnunar var haldinn 29. september. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru haldin nokkur er- indi á fundinum. Hugrún Jóhannes- dóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins, fjallaði fyrst um atvinnuleysi í þensluástandi á vinnu- markaði. Þá voru haldin tvö gestaerindi. Line Eldring, verkefnisstjóri hjá FAFO, kynnti skýrslu um áhrif stækkunar EES á nor- rænan vinnumarkað og Barbara Pol- anska Sila, verkefnisstjóri EURES vinnu- miðlunar í Póllandi, fjallaði um flæði vinnuafls frá Póllandi til Vestur-Evrópu eftir stækkun Evrópusambandsins. Hjá Útlendingastofnun hafa nú verið gerðar breytingar á verklagi við afgreiðslu umsókna um atvinnuleyfi fyrir ríkisborgara átta nýrra aðildarríkja EES-samn- ingsins. Umsóknir eru nú afgreiddar á tveimur til þremur vikum frá því þær berast Útlendingastofnun í stað þriggja til fjögurra mánaða áður. Breytingar á verklagi AFGREIÐSLA UMSÓKNA UM ATVINNULEYFI. Stjórn Samtaka atvinnulífsins kallar eftir samstarfi við verka- lýðshreyfinguna og aðkomu stjórnvalda að lausn sem geti komið í veg fyrir yfirvofandi uppsögn kjarasamninga. Í ályktun frá stjórn SA segir að stjórnvöld verði að horfast í augu við ábyrgð sína á vaxandi verðbólgu, metviðskiptahalla, útlánaþenslu og skuldaaukn- ingu heimilanna í landinu. Það verði að taka á því jafnvægis- leysi sem einkenni íslenskan þjóðarbúskap um þessar mund- ir og auka aðhald opinberra fjármála. Kaupmáttur launa landsmanna sé nú hærri en nokkru sinni fyrr og við blasi að frekari hækkanir launa en þegar hefur verið samið um að taki gildi um næstu áramót muni valda tjóni sem íslenskt efnahagslíf þurfi síst á að halda. Kalla› eftir samstarfi Framhald kjarasamninga krefst samstarfs stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar að mati stjórnar SA. Fjallað var um atvinnuleysi í þensluástandi á ársfundi Vinnumálasambandsins. MYND ÚR SAFNI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.