Fréttablaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 10
9. september 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Þjóðgarðurinn á Þingvöllum starfar á grundvelli laga nr. 47/2004. Mörk þjóðgarðsins skv. 1.gr eru sýnd á meðfylgjandi korti. Samkvæmt 11.grein reglugerðar nr. 848/2005 um þjóðgarðinn á Þingvöllum er öll skotveiði bönnuð inna marka þjóðgarðsins. Þ i n g v e l l i r Þ j ó ð g a r ð u r Nánari upplýsingar og hnitsett kort má finna á heimasíðu þjóðgarðsins www.thingvellir.is Rjúpnaveiðimenn athugið Sjávarútvegur í hættu Eigið fé sjávarútvegsfyrir- tækja mun brenna upp og gjaldþrot þeirra um allt land blasir við ef ekkert verður að gert. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun frá aðal- fundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva sem fram fór í Hveradölum á föstudag. Hjálmar Blöndal fylgdist með fundinum. Staða krónunnar var aðalum- ræðuefni fundarins og þar með aðaláhyggjuefni fundarmanna. Ekki þarf að ítreka og fara yfir stöðu krónunnar í sögulegu sam- hengi sem hefur að undanförnu sett hvert metið á fætur öðru. Gengisvísitalan hefur náð sögu- legu lágmarki sem veldur út- flutningsgreinunum áhyggjum en að sama skapi er hún hagstæð fyrir innflutningsgreinarnar. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum lýsa samtökin yfir áhyggjum af stöðunni og að sama skapi kom fram í erindum, sem flutt voru á fundinum, að staða krónunnar er nú orðin svo stórt áhyggjuefni fyrir sjávarútveg- inn í landinu, að verði ekkert að gert, blasir ekkert annað við en gjaldþrot víða um land. Í álykt- uninni kemur meðal annars fram að gengi krónunnar hefur hækk- að um fimmtán prósent gagnvart erlendum gjaldmiðlum og að óbreyttu mun það hafa í för með sér um átján milljarða króna samdrátt í útflutningsverðmæt- um sjávarafurða á einu ári. Eng- um dylst heldur sú staðreynd að sjávarútvegurinn hefur átt nokk- ur góð ár þegar gengið var út- flutningsgreinunum hagstætt. Það breytir ekki vandanum nú og hann þarf að leysa að mati sjáv- arútvegsins. En hvað er til ráða? Ráðherra vill auka gjaldeyrisforða Einar K. Guðfinnsson, nýskipað- ur sjávarútvegsráðherra, kom á sinn fyrsta fund hjá heildarsam- tökum í sjávarútvegi eftir að hann tók við starfi sjávarútvegs- ráðherra. Hann sagðist deila áhyggjum með hagsmunasam- tökum sjávarútvegsins og að eng- inn gæti leyft sér að líta fram hjá því að varnirnar væru að bresta í sjávarútveginum vegna gengis- ins. „Verður sjávarútvegurinn og annar útflutningsatvinnuvegur að búa við þetta ofurgengi sem er greinilega algerlega ofviða flest- um fyrirtækjum á þessu sviði á landinu? Svar mitt við þeirri spurningu er klárlega nei,“ sagði Einar. Hann sagði að viðfangs- efnið sem fyrir lægi væri þrí- þætt. Í fyrsta lagi að tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum, treysta stöðu atvinnulífsins og tryggja lága verðbólgu. Einar sagðist óttast að með því að lækka eingöngu stýrivexti Seðla- bankans við núverandi aðstæður gæti það kallað á víxlverkun kaupgjalds og verðlags. Hann lagði til tvennt til að stuðla að lækkun raungengisins. Annars vegar að draga úr umfangi lána- starfseminnar og lækka þannig heildarútlán og hins vegar að huga að því að styrkja enn frekar gjaldeyrisvarasjóð landsmanna. Óskar Garðarsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Eskju hf., flutti erindi á fundin- um um rekstrarumhverfi sjávar- útvegsfyrirtækja á tímum hækk- andi raungengis. Hann sýndi nokkur dæmi þar sem bersýni- lega mátti sjá hver áhrif gengis- mála eru á stöðu sjávarútvegsins. Í tilbúnu dæmi þar sem sjávarút- vegsfyrirtæki hefur um milljarð íslenskra króna í tekjur og geng- isvísitalan stendur í 120 stigum, gæti EBITDA-hagnaður viðkom- andi fyrirtækis verið um 150 milljónir. Þegar vísitalan væri hins vegar komin niður í 102 stig, væri EBITDA-framlegðin orðin að engu og tap væri fyrir af- skriftir og fjármagnsliði. Engu skipti þótt viðkomandi fyrirtæki næði gengisáhrifunum til baka með gengishagnaði af erlendum lánum, þar sem sjóðstreymið væri orðið neikvætt og þannig yrði fyrirtækið að fjármagna skattskuldbindingar með lánum. Óskar velti ýmsum möguleik- um upp til lausnar á þeim vanda sem við blasti og meðal annars hvort mögulegt væri að afnema verðtryggingu af lánum. Sama mátti heyra í máli annarra ræðu- manna á fundinum. Krónan væri aðaláhyggjuefnið og það þyrfti að leysa spennuna á gjaldeyrismark- aðnum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnun- ar Háskóla Íslands, benti meðal annnars á þann möguleika hvort ekki væri hægt að selja bönkun- um Íbúðalánasjóð. Erfiðir tímar framundan Í áðurnefndri ályktun kemur meðal annars fram að sjávar- útvegurinn og annar gjaldeyris- skapandi atvinnurekstur greiðir nú niður verð á innfluttum vörum og þjónustu. Ljóst sé að kjara- samningar á almennum vinnu- markaði eru í uppnámi vegna þess að verðbólgumarkmið samninganna haldist ekki og verðbólgan stefni í fjögur pró- sent á þessu ári. „Útilokað er að fiskvinnslan taki á sig aukinn launakostnað um næstu áramót sem orsakast af þensluástandi undanfarinna mánaða, á sama tíma og þrengt er að rekstri fyr- irtækjanna,“ segir í ályktuninni. Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslu- stöðva, sagði í ræðu sinni að fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra hefði í upphafi ársins skipað nefnd sérfræðinga til að að fjalla um áhrif hágengis á rekstrarum- hverfi sjávarútvegsfyrirtækja. „Eftir mikil fundahöld, þar á meðal með fulltrúum útgerðar og fiskvinnslu, fæddist nefndarálit síðasta vor. Þar var ekkert að finna sem létt getur róðurinn á tímum hágengis,“ sagði Arnar. Enda þótt gengismál hefðu verið aðalumræðuefnið á þessum fundi Samtaka fiskvinnslustöðva var þó einnig rætt um annað. Þannig kynntu hátæknifyrirtæk- in Skaginn hf. og Marel hf. það nýjasta í tækniframförum við fiskvinnslu og fjallað var um al- þjóðavæðinguna í sjávarútvegi. Bjart var því á einhverjum svið- um enda þótt krónan virðist stefna sjávarútveginum í hættu ef ekkert verður að gert. ■ EINAR K. GUÐFINNSSON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Sat sinn fyrsta fund sem sjávarútvegsráðherra hjá heildarsamtökum í sjávarútvegi. Góður rómur var gerður að ræðu sem ráðherrann flutti á fundinum. Hann deildi áhyggjum fundarmanna af stöðu krónunnar og lagði fram tillögur til úrbóta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.