Fréttablaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 67
27SUNNUDAGUR 9. október 2005 Trúa flví a› flær geti unni› Valur mætir í dag fl‡ska li›inu Potsdam í Evrópukeppninni í knattspyrnu en li›i› er núverandi Evrópumeistari og sigra›i í keppninni me› yfirbur›um á sí›ustu leiktí›. FÓTBOLTI Valsstúlkur mæta í dag þýska liðinu Potsdam í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Ljóst er að lið Vals þarf að eiga góðan leik til þess að leggja þýska liðið að velli þar sem það er án efa eitt það sterkasta í Evrópu um þessar mundir. Valsstúlkan Margrét Lára Viðarsdóttir er þó ekki í vafa um að Valur geti lagt þýska liðið að velli. „Það er ljóst að þetta er hörkulið. Við höfum ekki verið að velta okkur of mikið upp úr því hversu gott þetta lið er. Fyrst og fremst verðum við að trúa því að við getum unnið þenn- an leik ef við leggjum okkur fram. Þannig að við erum fullar bjartsýni og ætlum að standa okkur vel í þessum viðureign- um.“ Valsstúlkur hafa farið svolítið óvenjulega leið til þess að aug- lýsa leikinn en þær létu mynda sig á nærfötunum einum klæða og hafa auglýsingar með þessum myndum vakið athygli. „Við gerðum þetta nú fyrst og fremst til þess að auka samheldnina í hópnum og svo auðvitað líka til þess að reyna að fá áhorfendur á völlinn. En alltaf þegar svona auglýsingar koma fram eru ein- hverjir sem telja þær óviðeigandi og ósmekklegar. Við erum ekki að hugsa um neitt annað en að fá fólk á völlinn og vonandi lætur það sjá sig því við þurfum virki- lega á stuðningi þess að halda í leiknum,“ sagði Margrét Lára. Leikurinn hefst klukkan 14.00 en seinni leikurinn fer fram í Þýskalandi viku síðar. magnush@frettabladid.is MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR Það mun mikið mæða á Margréti Láru Viðarsdóttur í dag þegar hún fær að etja kappi við margar af bestu knattspyrnukonum Evrópu. Á RÁSPÓL Ralf Schumacher var bestur í tímatökunum í Japan. NORDIC PHOTOS/GETTY FORMÚLA 1 „Það var mjög erfitt að keppa í þessari tímatöku og mað- ur þurfti að fara ansi varlega. Það sem gerði gæfumuninn var að við vorum undirbúnir fyrir þessar að- stæður þökk sé veðurfræðingi okkar, við ættum að geta náð góð- um árangri í sjálfum kappakstrin- um,“ sagði Ralf Schumacher eftir að hafa verið fyrstur í tímatöku í Japan. Kappaksturinn sjálfur fór fram í nótt en verður endursýnd- ur á Ríkissjónvarpinu klukkan 11.40. Rigning setti strik í reikning- inn og Kimi Raikkönen, Juan Pablo Montoya, Michael Schumacher og Fernando Alonso urðu allir aftarlega í rásröðinni. „Þetta var hreinasta martröð. Ég tók þá ákvörðun í samráði við lið mitt að aka varlega og spara bens- ínið, það er ljós í myrkrinu að Alonso og Raikkönen eru fyrir aftan mig,“ sagði Montoya. Keppt í formúlunni í nótt: Ralf á ráspól STURLA ÁSGEIRSSON Var í eldlínunni með Århus í meistaradeildinni í gær. Meistaradeild Evrópu: Århus á topp ri›ilsins HANDBOLTI Alfreð Gíslason stýrði í gær sínum mönnum í Magdeburg til sigurs gegn franska liðinu Montpellier í A-riðli meistara- deildar Evrópu í gær. Sigfús Sig- urðsson skoraði þrjú mörk í leikn- um en Arnór Atlason komst ekki á blað. Århus GF, lið Sturla Ásgeirs- sonar, leikur í sama riðli og Ís- landsmeistarar Hauka og komust í gær á topp riðilsins eftir góðan sigur, 35–28, á ítalska liðinu Torg- gler Group Meran á heimavelli. Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real hafa enn fullt hús stiga að loknum tveimur umferð- um í F-riðli en liðið vann í gær Dínamó Búkarest, 37–27, og skor- aði Ólafur tvö mörk í leiknum. Fjölnir og Haukar: Búin a› losa sig vi› Kanana KÖRFUBOLTI Þó svo að keppni sé ekki hafin í úrvalsdeild karla í körfubolta hafa tvö lið þegar sent sinn bandaríska leikmann heim. Fjölnismenn sendu heim Jason Clark sem hafði til að mynda leik- ið með liðinu í Reykjavíkurmótinu og þá ákváðu Haukar að segja upp samningi Richards Jeter en hann fór með liðinu í æfingaferð til Serbíu. Greinilegt er að liðin töldu leikmennina ekki nýtast sem skyldi og munu því sjálfsagt leit- ast eftir eftirmönnum þeirra sem allra fyrst. - esá Þýski handboltinn: Gu›jón skor- a›i sex mörk HANDBOLTI Það dró til tíðinda í bar- áttu Íslendingalið- anna Magdeburg og Gummersbach á toppi þýsku úr- valsdeildarinnar í handbolta í gær en Gummersbach náði einungis jafntefli gegn Kronau/Östringen í gær. Leiknum lauk 28–28 og kom jöfnunarmark Gummersbach þegar aðeins tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach, þar af tvö úr vítum, og gerði Róbert Gunnarsson tvö mörk. - esá DHL-deildir karla og kvenna: Stjarnan tap- a›i í Ásgar›i HANDBOLTI Fimm leikir fóru fram í DHL-deildum karla og kvenna í gær og bar þar hæst úrslit leiks Stjörnunnar og Víkings/Fjölnis sem fór fram í Ásgarði í Garðabæ. Þar fóru leikmenn Víkings/Fjölnis með sigur af hólmi en áður en tímabilið hófst hefðu sjálfsagt afar fáir spáð því að hið samein- aða lið Víkings og Fjölnis bæri sigur úr býtum í Garðabænum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir Stjörnumenn sem fóru mikinn á undirbúningstímabilinu og boð- uðu sterkt lið til keppni. Þá töpuðu Valsstúlkur sínum fyrsta leik á tímabilinu í gær en þær töpuðu fyrir FH-ingum, 26–23, í Laugardalshöllinni. - esá GUÐJÓN VALUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.