Fréttablaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 28
8 ATVINNA 9. október 2005 SUNNUDAGUR ÁHUGAVERT STARF Við óskum eftir að ráða starfsmenn á heimili fyrir fólk með einhverfu, Jöklaseli 2, Reykjavík. Um er að ræða mjög áhugavert og lærdómsríkt starf í vaktavinnu. Heilar stöður eða hlutastöður koma til greina. Á heimilinu er veitt einstak- lingsmiðuð þjónusta og unnið er eftir TEACCH samskiptakerfinu. Við leitum eftir áreiðanlegu fólki með jákvæð viðhorf og hæfni í mannlegum sam- skiptum. Táknmálskunnátta er æskileg en ekki nauðsynleg. Skipulögð aðlögun er fyrir nýbyrjað starfsfólk undir handleiðslu fagfólks. Nánari upplýsingar veitir Margrét Steiney, (margretg@ssr.is) í síma 5611180. Einnig veita upplýsingar Stefanía Muller fulltrúi (stefania@ssr.is) og Guðný Anna Arnþórsdóttir starfsmannastjóri (gudnya@ssr.is) í síma 5331388. Heimsíða SSR er http://www.ssr.is • Laun eru í samræmi við samninga ríkisins og SFR. • Aldurstakmark umsækjenda er 20 ár. • Umsóknarfrestur er til 23.október 2005. • Umsóknareyðublöð má nálgast á netinu og á skrifstofunni, Síðumúla 39, 3.hæð. ÞAÐ SAKAR EKKI AÐ ATHUGA MÁLIÐ! SSR starfar í samræmi við lög um málefni fatlaðra. Á SSR er starfað í samræmi við jafnréttisáætlun. Lögfræðingarnir munu starfa við fjölbreytt verkefni og fá tækifæri til faglegrar þróunar. Störfin fela í sér samskipti við eftirlitsskylda aðila og viðskiptavini þeirra og úrlausn ýmissa mála vegna eftirlits með viðskiptaháttum. • Vátryggingamarkaður. Í starfinu felst m.a. eftirlit með viðskiptaháttum, vátryggingaskilmálum, upplýsingagjöf og framkvæmd réttarreglna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rúnar Guðmundsson, sími: 5252 700. • Verðbréfamarkaður. Í starfinu felst m.a. eftirlit með viðskiptum á markaði, samstarf við Kauphöllina og rannsókn mála sem varða td. innherjaviðskipti, markaðsmisnotkun og yfirtökur. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlynur Jónsson, sími: 5252 700. FME er vinnustaður með hátt menntunarstig og öfluga liðsheild. Lögð er áhersla á frumkvæði, opinn stjórnunarstíl, símenntun og skýra verkefnaábyrgð. Starfsfólkið er helsta auðlind FME. Vinnuumhverfið er skemmtilegt og einkennist af fjölbreytni og þverfaglegri samvinnu. Fjármálamarkaður einkennist af örum breytingum og að því leyti munu lögfræðingarnir taka virkan þátt í mótun á starfsemi FME. Æskilegir eiginleikar sem horft er til: • Reynsla og þekking sem nýtist í eftirliti á fjármálamarkaði • Frumkvæði, metnaður og hæfni til þátttöku í hópvinnu Umsóknarfrestur er til 25. október. Umsóknir og starfsferilsskrá berist til Huldu Guðmundsdóttur, Fjármálaeftirlitinu, Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík eða á netfangið hulda@fme.is Fjármálaeftirlitið (FME) auglýsir eftir tveimur lögfræðingum. Annars vegar til starfa á verðbréfamarkaði og hins vegar á vátryggingamarkaði.LÖGFRÆÐINGAR KÓPAVOGSBÆR Félagsþjónusta Kópavogs Þjónustudeild aldraðra Ert þú á besta aldri og í leit að fjölbreyttu starfi? • Við hjá heimaþjónustu Kópavogs getum bætt við okkur starfsfólki. Starfið felur í sér aðstoð við heimilisstörf og félagslegan stuðning. Um er að ræða gefandi og áhuga- vert starf fyrir jákvætt og áreiðanlegt fólk. Vinnutími og starfshlutfall er samkomulag. Æskilegt er að umsækjendur búi yfir þjónustu- lund og hafi áhuga á mannlegum samskiptum. Allar nánari upplýsingar veitir fulltrúi í þjónustudeild aldraðra í síma 570-1400. „Ég og Kjartan vinur minn fórum af stað með Tækni- hliðina vorið 2004. Við höfð- um verið að vinna í þessum bransa í ein tíu ár og ákváð- um að láta reyna á hug- myndir sem við höfðum verið að kasta á milli okk- ar,“ segir Sigvarður Ari. Hann segir að þó að þeir hafi verið búnir að móta hugmyndirnar og hafi vitað hvað þeir ætluðu að gera hafi það tekið tíma að setja þær fram þannig að fólk skildi hvað þeir væru að meina. „Það tókst samt að þróa þessar hugmyndir út í forrit sem lætur okkur vita þegar einhverjar vélar í fyrirtækjum sem eru með okkar þjónustu fara að haga sér öðruvísi en þær eiga að gera. Eftirlitskerfið, sem er mjög gott, sendir okkur þá SMS. Við getum séð héðan hvaða vandamál þarf að leysa þó að fyrirtækið sé úti á landi. Við getum gert við vélar í gegnum netið með þessum hugbúnaði okkar.“ Sigvarður Ari segir að þeir Kjartan hafi byrjað að vinna heima hjá sér en svo hafi þá vantað vinnuað- stöðu. Þá hafi þeir fengið inni á horninu á Skóla- vörðustíg og Kárastíg. „Þetta er frekar lítið en mjög skemmtilegt húsnæði. Hér opnuðum við Tækni- hornið í október 2004. Fyrst við þurftum hvort sem er að opna verkstæði ákváðum við bara að bjóða upp á við- gerðarþjónustu líka.“ Sig- varður Ari segir að þeir séu sennilega þekktastir fyrir að gera við Macintosh-tölv- ur og geta leyst tónlistar- vandamál. Tæknihornið er opið til hálf sjö á kvöldin en þeir sinna síðan útköllum á kvöldin og um helgar. Sig- varður segir að mikið sé að gera núna því að mesta ann- ríkið sé alltaf í september. „Okkur finnst mjög gott að geta haft hlutina eins og við viljum og það hefur aldrei verið eins notalegt á nein- um vinnustað sem við höf- um verið á. Móttakan er eins og lítil stofa og það er mjög heimilislegt hjá okk- ur.“ emilia@frettabladid.is Heimilislegt andrúmsloft í Tæknihorninu Sigvarður Ari Huldarsson rekur fyrirtækið Tæknihliðina og viðgerðarþjónustuna Tæknihornið ásamt Kjartani Biering. Sigvarður Ari Huldarsson og Kjartan Biering í Tæknihorninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.