Fréttablaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 68
LEIKIR GÆRDAGSINS Undankeppni HM 2006: 1. RIÐILL: FINNLAND–RÚMENÍA 0–1 0–1 Mutu (41.). TÉKKLAND–HOLLAND 0–2 0–1 Van der Vaart (31.), 0–2 Opdam (39.). STAÐAN: HOLLAND 11 10 1 0 27–3 31 RÚMENÍA 12 8 1 3 20–10 25 TÉKKLAND 11 8 0 3 32–12 24 FINNLAND 11 5 1 5 21–16 16 MAKED. 11 2 2 7 11–24 8 ANDORRA 11 1 2 8 4–31 5 ARMENÍA 11 1 1 9 6–25 4 2. RIÐILL: GEORGÍA–KASAKHSTAN 0–0 ÚKRAÍNA–ALBANÍA 2–2 1–0 Shevchenko (45.), 1–1 Bogdani (75.), 1–2 Bogdani (82.), 2–2 Rotan (86.). DANMÖRK–GRIKKLAND 1–0 1–0 Gravgaard (40.). STAÐAN: ÚKRAÍNA 12 7 4 1 18–7 25 TYRKLAND 11 5 5 1 22–9 20 DANMÖRK 11 5 4 2 25–11 19 GRIKKLAND11 5 3 3 14–9 18 ALBANÍA 11 4 1 6 11–19 13 GEORGÍA 11 2 4 5 14–24 10 KASAKST. 11 0 1 10 5–27 1 3. RIÐILL: SLÓVAKÍA–EISTLAND 1–0 1–0 Hlinka (76.). RÚSSLAND–LÚXEMBORG 5–1 1–0 Izmailov (8.), 2–0 Kerzhakov (18.), 2–1 Reiter (51.), 3–1 Pavluchenko (65.), 4–1 Kirichenko (75.), 5–1 Kirichenko (90.). PORTÚGAL–LIECHTENSTEIN 2–1 0–1 Fisher (33.), 1–1 Pauleta (48.), 2–1 Gomes (86.). STAÐAN: PORTÚGAL 11 8 3 0 32–5 27 SLÓVAKÍA 11 6 4 1 24–8 22 RÚSSLAND 11 6 4 1 23–12 22 LETTLAND 11 4 3 4 18–18 15 EISTLAND 11 4 2 5 14–17 14 LIECHTENST.12 2 2 8 13–22 8 LÚXEMB. 11 0 0 11 5–46 0 4. RIÐILL: KÝPUR–ÍRLAND 0–1 0–1 Elliot (6.). ÍSRAEL–FÆREYJAR 2–1 1–0 Benyoun (1.), 2–0 Zandberg (90.), 2–1 Samuelsen (91.). SVISS–FRAKKLAND 1–1 0–1 Cisse (52.), 1–1 Magnin (80.). STAÐAN: ÍSRAEL 10 4 6 0 15–10 18 SVISS 9 4 5 0 18–7 17 FRAKKLAND 9 4 5 0 10–2 17 ÍRLAND 9 4 4 1 12–5 16 KÝPUR 9 1 1 7 8–16 4 FÆREYJAR 10 0 1 9 4–27 1 Þrátt fyrir mikið safn stórgóðra knattspyrnumanna er spænska landsliðið enn einu sinni í miklum vandræðum. Úrslit þurfa að vera mjög hagstæð til að liðið nái að tryggja sér sæti á HM í Þýskalandi. Takist það ekki verður það í fyrsta sinn síðan 1974 að Spánverjar ná ekki í lokakeppni HM. Miðað við að Spánverjar eru óneitanlega ein höfuðþjóð knattspyrnunnar og þá staðreynd að færa má góð rök fyrir því að spænska deildin sé sú jafnsterkasta í heimi sætir slæleg frammistaða landsliðsins tíð- indum. Og þó, spænska landsliðið hefur einhvern veginn alltaf koksað þegar á reynir og sé rennt yfir söguna þarf þetta ekki að koma á óvart. Tómlegt titlasafn Í samanburði við aðrar stórþjóðir er titlasafn spænskra afar tómlegt. Eina stórmótið sem liðið hefur sigrað á er EM 1964 og segjast verður að í árdaga EM var mótið ekki jafn öflugt og í síðari tíð. Spánverjar telja sjálfir meira afrek er liðið náði í úr- slit gegn Frökkum á EM 1984. Utan þessara afreka er fjórða sætið á HM 1950 besti árangurinn svo og silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 1920. Þar með er afrekaskráin upptalin. Samt bíða menn alltaf eftir því að Spánverjar rísi úr öskustónni og stór- mót eftir stórmót koma fram teóríur um að loksins sé tími spænskra runninn upp, aðeins til að hníga við fyrstu hindrun. Mikið hefur verið skrifað og rætt um ástæður þess- ara ófara í gegnum tíðina. Flestar kenningarnar telja orsakirnar eiga rætur sínar í deilum ólíkra þjóðarbrota innan Spánar og skorts á spænskum þjóðernisslætti í hjörtum Baska og Katalóna sem löngum hafa ungað út flestum gæðaknattspyrnu- mönnum á Íberíuskaganum. Í vetrarfríinu í kring- um jólin er t.d. hefð fyrir því að baskneska og kata- lónska „landsliðið“ leiki vináttuleik við önnur landslið, gjarnan frá Austur-Evrópu eða Afríku. Leikirnir eru vel sóttir og allir helstu leikmenn „landanna“ mæta. Katalónar undir forystu Pep Guardiola reyndu m.a.s. fyrir nokkrum árum að fá liðið viðurkennt sem fullgilt landslið. Þjóðrembingur í nösunum Þessi kenning hljómar sennilega í fyrstu en skýrir þó ekki nema hluta vandans. Kanadíski blaðamaðurinn Phil Ball, sem búið hefur í tvo áratugi í San Sebastian í Baskalandi á Spáni, hefur verið duglegur að benda á að þjóð- rembingur Baska og Katalóna sé mest í nösunum á þeim. Ball er að mínu mati einn besti knattspyrnublaðamaður sam- tímans eins og lesendur hinnar vinsælu vefsíðu Soccernet geta borið vitni um. Í hinni stórkostlegu bók sinni Morbo, sem er Biblía allra áhugamanna um spænska knattspyrnu, eyðir hann löngum kafla í vanda spænska landsliðsins. Ball þykist svosem ekki komast að neinni niðurstöðu en rekur nokkur dæmi um Baska og Katalóna sem hafi barist öðrum fremur í spænsku landsliðstreyjunni. Títtnefndur Guardiola er gott dæmi um það en hann lék 47 leiki fyrir Spán, marga sem fyrirliði og aldrei virt- ist katalónskur púkinn koma upp í honum því ævinlega var hann Spáni til sóma. Enginn Katalóni né Baski hefur opinberlega neitað að leika fyrir Spán af pólitískum ástæðum. Liðið sem varð Ólympíumeistari 1920 var skipað níu Böskum og tveimur Katalónum. Baráttugleði liðsins skapaði frasann „La furia espanola“, spænski ofsinn og hef- ur iðulega verið gripið til þessa frasa þegar mikið liggur við. Spán- verjar hafa hinsvegar verið ótrúlega deigir á ögurstundu hvort sem rót- anna er að leita í deilum þjóð- arbrotanna, tilviljunum eða hreinlega hræðslu við að mis- takast svipað og í tilvikum fé- lagsliða sem ævinlega klikka á síð- ustu metrunum og hið ítalska Intern- azionale er frægasta dæmið um. Spánverjar deigir á ögurstundu EINAR LOGI VIGNISSON: ÓGÆFA SPÆNSKA LANDSLIÐSINS 32 9. október 2005 SUNNUDAGUR Englendingar komnir á HM eftir nauman sigur Englendingar geta flakka› Hollendingum fyrir sæti› sitt á HM í fi‡skalandi flví sigur li›sins á Tékklandi fl‡ddi a› 1–0 sigur á Austurríki dug›i enskum. David Beckham fékk a› líta rau›a spjaldi› í leiknum. FÓTBOLTI Englendingar gátu leyft sér að fagna í gærkvöld eftir sig- ur liðsins á Austurríki og enn fremur eftir sigur Hollands á Tékklandi. Þau úrslit þýddu að bæði Pólland og England eru komin áfram á HM þar sem þau tvö lið sem ná bestum árangri í 2. sæti riðlanna komast beint áfram. Englendingar taka á móti Pólverj- um á miðvikudag og var búist við því að sá leikur yrði spennu- þrunginn þar sem hann væri úr- slitaleikur um toppsæti riðilsins – sem hann vissulega er – en úrslit leikja gærdagsins gera úrslit leiksins þýðingarlausan. Eina mark leiksins skoraði Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, úr vítaspyrnu á 25. mín- útu en hún var réttilega dæmd eftir að brotið hafði verið á Michael Owen. Englendingar hefðu vel getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleiknum en höfðu heppnina ekki með sér. Í síðari hálfleik voru Austurríkis- menn nálægt því að jafna þegar Roland Linz átti skot í þverslána. Á 57. mínútu fékk David Beck- ham síðan tvö gul spjöld og þar með rautt en seinna spjaldið var rangur dómur og ekkert nema leikaraskapur hjá Ibertsberger. Englendingar héldu þó út einum manni færri og fengu öll stigin þrjú. „Ég skil ekkert í þessari ákvörðun dómarans. Fyrra gula spjaldið var strangur dómur en það seinna var alveg út úr kort- inu. Allir sem sáu þetta atvik geta verið sammála um það,“ sagði fyrirliðinn Beckham sem verður því í leikbanni í leiknum gegn Pól- landi á miðvikudaginn. Sol Camp- bell verður heldur ekki með í þeim leik þar sem hann meiddist gegn Austurríki og því mun Rio Ferdinand endurheimta sæti sitt í miðvarðarstöðunni. „Sigurinn var samt mjög góð- ur, það eru úrslitin sem skipta máli þegar það er komið svona langt í keppninni. Liðið sýndi mikinn karakter og menn börðust hvor fyrir annan. Það er erfitt að vera manni færri í hálftíma en við lönduðum stigunum þremur sem telja,“ sagði Beckham. Sven-Göran Eriksson getur nú andað léttar fyrir að hafa komið liði sínu á HM en hann hefur mátt sæta mikilli gagnrýni eftir tap Englendinga gegn Norður-Írum í síðasta mánuði. HARÐUR DÓMUR David Beckham var fyrsti fyrirliði Englands til að fá rauða spjaldið og fyrsti enski landsliðsmaðurinn sem fær tvisvar rautt. NORDIC PHOTOS/GETTY Riðill Íslands í HM: Víti Srna skaut Króata áfram FÓTBOLTI Dario Srna, bakvörður- inn öflugi í landsliði Króata, skaut sínum mönnum áfram á úr- slitakeppni HM í Þýskalandi á næsta ári en hann skoraði eina mark leiks Króata og Svía í Za- greb í gær. Srna skoraði markið úr víti snemma í síðari hálfleik. Leikurinn var í raun hreinn úr- slitaleikur um toppsæti riðilsins en sigur Króata þýðir einfaldlega að liðið er komið áfram á HM, þótt liðið tapi gegn Ungverjum í síðustu umferðinni. Svíar munu reyndar vona að svo verði því ef þeir vinna þá Íslendinga á mið- vikudag vinna þeir riðilinn og Króatar komast beint áfram sem annað tveggja lið sem náði hvað bestum árangri af þeim liðum sem lentu í öðru sæti sinna riðla. Landsliðsþjálfari Króata, Zlat- ko Kranjcar, var svo spenntur að hann varð að snúa sér undan þeg- ar Srna tók vítið. Hann sneri sér fyrst aftur við þegar áhorfendur byrjuðu að fagna. „Það var ekki það að ég treysti ekki Dario,“ sagði Kranjcar. „Þetta var bara svo mikilvægt augnablik að ég hafði ekki stjórn á sjálfum mér.“ Búlgarar unnu þægilegan 2–0 sigur á Ungverjum í gær og höfðu sætaskipti í riðlinum. Loka- umferð riðilsins verður háð á miðvikudag þar sem Ísland mæt- ir væntanlega baráttuglöðum Sví- um. Zlatan Ibrahimovic gat ekki leikið með Svíum vegna meiðsla og er enn vafamál hvort hann verður klár í slaginn á miðviku- daginn. - esá DARIO SRNA Hetja Króata í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.