Fréttablaðið - 12.10.2005, Síða 33

Fréttablaðið - 12.10.2005, Síða 33
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Sony Ericsson kynnti á mánudaginn til sögunnar nýjustu kynslóð smartsím- ans – Sony Ericsson P990. Smartsímunum sem á undan komu frá Sony Ericsson var vel tekið af markaðnum og miðað við þá eigin- leika sem nýi síminn býr yfir má bú- ast við að hann hljóti ekki verri viðtök- ur. Í nýja símanum er 80 MB minni og fylgir þar að auki með 64 MB minnisstafur með inn- byggðri vírusvörn. Notast er við svokallaða UMTS- tengingu sem gerir notandanum kleift að halda mynd- ráðstefnur, hala niður hljóð- og myndefni á netinu þráðlaust og skoða heimasíður í fullum gæðum. Hægt verður að ná í tölvupóstinn sinn með viðhengjum hvar sem er og auðvelt verður að skoða og vinna með gögn í símanum þar sem hann býr yfir 2,8 tommu snertiskjá. Jafnvel er hægt að hala niður og senda gögn á sama tíma og talað er í símann. Þessu til viðbótar er á síman- um lyklaborð til að auðvelda notendum að skrifa tölvu- póst og hann býr einnig yfir 2 megapixla myndavél. Sony Ericsson P990-smartsíminn er væntanlegur á markað á fyrsta ársfjórðungi 2006. - hhs                         ! ""# $    #    %         &  ' (           ! "  # "$    %& &  ' ( )"$ *   %&&  +++,  NÝJASTA ÚTSPIL SONY ERICSSON Í nýja síman- um er meðal annars hægt að skoða heimasíður í full- um gæðum. Myndráðstefnur í síma Nýjasti síminn frá Sony Ericsson kemur á markaðinn innan skamms. Afkastameiri örgjörvi Intel lætur tvo örgjörva á hverja kísilflögu. Tölvurisinn Intel mun á mánudag koma fram með nýja gerð Xeon-miðlara- örgjörva samkvæmt net- útgáfu The New York Times. Í nýju útgáfunni eru tveir örgjörvar settir á hverja kísilflögu í stað eins. Bregst fyrirtækið þannig við samkeppni frá Advanced Micro Devices, sem kynnti til sögunnar fyrstu tveggja örgjörva flöguna síðasta vor. Tækn- in sem um ræðir eykur af- kastagetu miðlara um allt að fimmtíu prósent auk þess að minnka líkur á ofhitnun örgjörvanna. Fulltrúar Intel hafa þar að auki tilkynnt um að ný og enn afkasta- meiri tegund Xeon-miðlaraörgjörvans sem notast við fleiri ör- gjörva muni líta dagsins ljós í upphafi árs 2006. Í kjölfarið á því kemur svo enn þróaðri útgáfa sem mun nota minni orku en fyrri gerðir hans. Tölvurisarnir Dell og IBM hafa báðir tilkynnt að þeir muni hafa nýjustu gerð Xeon-örgjörvans í tölvum sínum í framtíð- inni. - hhs NÝ GERÐ XEON-MIÐLARAÖRGJÖRVA Afkasta- geta miðlara eykst um allt að fimmtíu prósent auk þess að líkur á ofhitnun örgjörvanna minnka. Nano veldur glæpum Hinn nýi iPod Nano frá Apple nýtur nú þegar gríðarlegra vinsælda í Bretlandi eins og ann- ars staðar. Hann er einnig vinsæll meðal óprúttinna einstaklinga og því hefur götu- glæpum í London og öðrum borgum í Bret- land fjölgað frá því hann kom til sögunnar. Þar sem ástandið er verst hefur glæpum fjölgað um allt að fjörutíu prósent frá árinu 2004 og þjófnuðum bara á iPod-um fimm- faldast. Þetta kemur fram á fréttasíðu Google. Í flestum tilfellum eru fórnarlömb þjófnaðanna börn og unglingar. - hhs

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.