Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 48
Súmósamlokurisinn Strax og að fréttist af mögu- legri sameiningu stærstu sam- lokufyrirtækjanna Júmbó og Sóma fóru gárungarnir á stjá að leita að nafni á fyrirtækið. Nið- urstaðan var Súmó, sem visar til hinna íturvöxnu glímukappa Japana sem eftir vaxtarlaginu væru sjálfsagt góður markhóp- ur fyrir samlokufyrirtæki. Deildar meiningar eru hins vegar um það hvort samlegðar- áhrif af sameiningu fyrirtækj- anna muni birtast í betri og ódýrari vöru. Samkvæmt skóla- bókinni er fákeppni á samloku- markaði líklegri til þess að leiða af sér færri rækjur, meira mæj- ónes og hærra verð. Um slíkt hafa verið skrifaðar lærðar langlokur Það er þó háð innræti og stefnu þeirra sem munu halda um smjörhnífinn hvernig Súmósamlokurnar verða úti- látnar í framtíðinni. Nafn og kennitala Svo haldið sé í japanskar hefðir má orða það svo að manna- nafnanefnd hafi framið harakíri eftir að hafa samþykkt með semingi kvenmannsnafnið Ele- onora. Eleonora beygist eins og hóra og fellur því vel að ís- lensku beygingakerfi. Sama má segja um kvenmannsnafnið Ebidta sem einnig fellur vel að beygingakerfinu. Miðað við vin- sældir EBIDTU í mælikvarða á rekstrarárangur sætir það nokkurri furðu að enginn sé bú- inn að sækja um nafnið hjá mannanafnanefnd. Einnig mætti hugsa sér karlmanns- nafnið Ebidtar sem beygist eins og Fannar. Það er reyndar ekki eins vinsæl kennitala, en þykir vel nothæf við árangursmæling- ar í rekstri flugfélaga. Undanfarar á markaði Talandi um flugfélög þá er sú kenning lífseig á markaðnum að Pálmi Haraldsson hafi keypt Sterling og Mærsk sem undan- fari fyrir kaup Flugleiða. Þeir sem styðja kenninguna eru sannfærðir um að Pálmi hafi gegnt þessu hlutverki fyrir Haga með kaupum á Skeljungi. Einhverjir hafa verið að rifja það upp að Vilhjálmur Bjarna- son hafi óskað bókunar á því á stjórnarfundi Kauphallarinnar að Baugur ætti hlut Kaupþings í Skeljungi hérna um árið. Bókun- inni var hafnað og mótmælti Ingólfur Helgason, núverandi forstjóri KB banka á Íslandi, þessum aðdróttunum harðlega. Vilhjálmur rifjaði upp þessa bókunarbeiðni á fundi Kauphall- arinnar nýverið. Ingólfur var þá aftur viðstaddur en hreyfði eng- um mótmælum í þetta sinnið. 7,7% 5% 100Nafnvaxtamunur Íslands við útlönd. Hlutur Landsbankans í Íslandsbanka. Fyrirtæki hafa gefið út skuldabréf fyrirrúma 100 milljarða króna á árinu. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki B A N K A H Ó L F I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.