Tíminn - 08.08.1975, Qupperneq 14

Tíminn - 08.08.1975, Qupperneq 14
14 TÍMINN Föstudagur 8. ágúst X97S Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 88 Þær eru víst bæði örvandi og deyfandi í senn. Hann sagði þig hafa gleypt svo margar pillur, að þú værir kominn á lyfjatúr. Hann var hissa hversu lítil eftirköstin voru, miðað við það magn, sem þú innbyrtir. Teasle var búinn að fylla vaskinn af köldu vatni. Hann baðaði allt andlit sitt og nuddaði sig svo með pappírs- þurrku. — Hvar eru skórnir mínir og sokkarnir? Hvar hefur þú falið þá? — Hvað viltu með sokka og skó? — Skiptu þér ekki af því. Hvar hefur þú sett sokkana og skóna? — Þú ætlar þó ekki að reyna að fara þarna út eftir enn einu sinni? Getur þú ekki reynt að setjast niður og jafna þig svolítið? Það er heill her mannasem fínkembir alla möguleika í þessum ranghölum. Þú getur ekkert frekar gert. Þeir sögðu þér að hafa engar áhyggjur. Það verður hringt í þig um leiðog þeir f inna slóðina á ný. — Ég sagði að hann væri ekki... Hvar í f jandanum eru sokkarnir mínir og skórnir, sagði ég. — Reyndu að vera rólegur, sagði Harris. Reyndu að rif ja þetta upp. Rambo lokaðist inni í námunni og hvarf inn í endalausa ranghala og völundarhús af göngum. Svona nú. Leyfðu mér að styðja þig. Teasle bandaði honum frá sér og studdi sig við vask- inn. Andlit hans var rennblautt. — Ég var að segja þér að hann er þarna. Einmitt á þessari stundu. — Þú getur ekki vitað það með vissu. — Hvernig komst ég hingað? Hvar er Trautman? — Hann er niður frá í vöruflutningabílnum. Hann sendi menn með þér á spítalann. — Helvízkur. Ég varaði hann við því. Hvernig endaði ég hér, en ekki á spítalanum? — Manstu þaðekki heldur? Það veit heilög hamingjan, að þeir áttu i hatrammri baráttu við þig. Þú öskraðir og barðist um í bílnum, greipst sífellt um stýrið til að hindra þá í að beygja upp að sjúkrahúsinu. Þú öskraðir, að yrði f arið með þig á nokkurn einasta stað — þá yrði það hing- að. Enginn skyldi njörva þig í rúmið á meðan þú réðir nokkru þar um. Loks voru þeir orðnir hræddir um að þér myndi enn versna ef staðið væri í stappi við þig öllu leng- ur. Það endaði með því að þú fékkst vilja þínum fram gengt. Satt að segja held ég að þeir hafi verið guðs lif- andi fegnir að losna við þig. Öskrin og köllin í þér voru með fádæmum. ( eitt skiptið þegar þú greipst um stýrið vorum við nærri lentir utan í matarflutningabíl. Eftir nokkuð stímabrak gátu þeir háttað þig hér niður í rúm. En um leið og þeir voru farnir fórstu út, og settist upp i lögreglubílinn og ætlaðir að keyra sömu leið til baka. Ég ætlaði að reyna að stöðva þig, en þegar á reyndi var það ekkert vandamál. Það leið yfir þig þegar þú varst kom- inn inn í bilinn. Þér gafst ekki einu sinni tími til að gang- setja hann. Manstu í raun og veru alls ekkert af þessu? Læknirinn kom skömmu siðar. Hann rannsakaði þig og sagði, að þú værir nokkuð sæmilega á þig kominn, en út- keyrður likamlega og hefðir tekið inn of mikið af pillum. Rétt.í þessu hringdi síminn í fremri skrifstofunni. Harris virtist létta við að fá þessa afsökun fyrir því að fara fram og svara. Hann þaut fram til að svara. Sím- hringingarnar hættu skömmu síðar. Teasle skolaði munninn úr köldu vatni og spýtti svo í vaskinn. Hrákinn var mjólkurlitur. Hann þorði ekki að kyngja þessu, þvi hann óttaðist að f inna aftur til ógleðinnar. Hann starði á skítugar flísarnar í slernisherberginu. Honum flaug í hug, að hreingerningamanneskjan stæði ekki í stykki sinu. í sömu andrá snaraði hann sér fram á ganginn. Harris stóð í hinum enda gangsins. Líkami hans skyggði að hluta á Ijósið. Harris virtist tregt um tungutakið. — Nú jæja? sagði Teasle. — Ég veit ekki hvort ég á að segja þér þetta, en síminn er til þín. — Er það eitthvað nýtt um Rambo? sagði Teasle. Andlit hans glaðnaði. Eitthvað um bílakirkjugarðinn? — Nei. — Hvað er það þá? Hvað er að? — Langlínusamtal. Þetta er konan þín. Ekki vissi Teasle hvort um var að kenna máttleysi eða viðbrigðunum við þessari yfirlýsingu, en hann varð að halla sér upp að veggnum. Þetta var eins og að eiga að tala við einhvern, sem stiginn var inn í ríki dauðra. Vegna alls sem gerzt hafði í kring um Rambo, var Teasle búinn að skjóta henni úr huga sér. Nú mundi hann varla eftir andliti hennar. Hann reyndi að koma því fyrir sig, en það var án árangurs. Kærði hann sig annars nokkuð um að rif ja það upp? Kærði hann sig enn um sársauk- ann? — Þú ættir kannski ekki að tala við hana, ef það æsir þig öllu meira, sagði Harris. Ég get sagt að þú sért ekki staddur hérna. Anna. — Nei. Gefðu mé? samband í simann á skrifstofunni minni. / Þvl eru ./allir aB fara I héðan? > Nu hofum við uni og eyðilagt Troju- ■ Hérmenn okkar vi nú fara heim til hei sinna ogkvenna. FÖSTUDAGUR 8. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: ölöf Jónsdóttir les sögu sina „Fjallaslóðir”. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „1 Rauðárdalnum” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason örn Eiðsson les (8). 15.00 Miðdegistónleikar Sinfónluhljómsveit Lundúna leikur „Scheher- azade”, sinfónlska svitu op. 35 eftir Rimsky-Korsakoff: Erich Gruenberg leikur á fiðlu, Leopold Stokowski stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar ’ 17.30 „Sýslað i baslinu”, minningar Guðmundar Jónssonar frá Selbekk Jón fra Pálmholti skráði og les slðasta lestur (11). 18.00 „Mig hendir aldrei neitt” stuttur umferðar- þáttur I umsjá Kára Jónas- sonar. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæðis- og bygg- ingarmál Ólafur Jensson ræðir við Odd ólafsson, al- þingismann og formann stjórnar hússjóðs öryrkja- bandalags Islands, um byggingaframkvæmdir og húsnæðismál öryrkja. 20.00 Frá tónleikum Tón- listarfélagsins i Háskólabiói I janúar s.l. Rudolf Serkin leikur 33 tilbrigði op. 120 eft- ir Beethoven um vals eftir Diabelli. 20.50 Vakningin á Egilsey Séra Kolbeinn Þorleifsson flytur fyrsta erindi sitt. 21.10 „Hirðirinn á hamrin- um” eftir Franz Schubert Margrét Bóasdóttir, Kjart- an óskarsson og Hrefna Unnur Eggertsdóttir flytja. 21.30 Útvarpssagan: „Hjóna- band” eftir Þorgils gjall- anda Sveinn Skorri Höskuldsson les (7). 22.00 Fréttir , 22.15 Veðurfregnir Iþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 8. ágúst 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Diana Ross. Þáttur um bandarisku blökkusöngkon- una Diönu Ross, gerður árið 1973, þegar hún kom til Cannes, til að afhenda þar sigurlaunin á hinni árlegu kvikmyndahátið. Hér er fylgzt með verðlaunaveit- ingunni, og einnig er brugð- ið upp myndum úr blaðavið- tölum og frá lokaatriði há- tiðarinnar. 21.25 Maður er nefndur. Ólaf- ur Bergsteinsson, bóndi á Árgilsstöðum i Rangár- vallasýslu. Indriði G. Þor- steinsson ræðir við hann. Aður á dagskrá 6. október 1974. 21.55 Skálkarnir. Brezk fram- haldsmynd. 2. þáttur. Heit- inn eftir herforingja. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.