Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 1
Slöngu- jjj>< klemmur M ,¦ *^j BI! TARPAULIN RISSKEMMUR 182. tbl. — Fimmtudagur 1 l.ágúst — 59. árgangur. HF HÖRDUR GUNNARSSON SKULATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Bankana greinir á um túlkun ávísanalaganna Csal-Reykjavik — Seðlabankinn hefur beint þeim eindregnu til- mælum til viðskiptabankanna og sparisjóða, að þeir greiði út strikaðar ávisanir frá gjald- heimtunni, — þrátt fyrir að slikt brjóti i bága við bókstaf reglna um ávisanir, en i þeim reglum er svo kveðið á um, að strikuðum ávisunum megi greiðslubanki að- eins greiða öðrum banka eða ein- hverjum viðskiptamanna sinna...og „strikaðan tékka má banki aðeins eignast frá einhverj- um viðskiptamanna sinna eða frá öðrum banka", eins og segir i reglunum. I samræmi við þessi tilmæli Seðlabankans er ritað á fylgimiða ávisana frá gjald- heimtunni, að hægt sé að innleysa ávisunina i hvaða banka og spari- sjóði sem er. Bankarnir hafa brugðizt mis- jafnlega við þvi að veita „góða fyrirgreiðslu" en það orðalag er notað i bréfi Seðlabankans til við- skiptabankanna og sparisjóð- anna, og Verzlunarbankinn og Samvinnubankinn raunar einnig, hafa ákveðið að fylgja settum reglum og þvi neitað mörgum um greiðslu ávisana. Samvinnubank- inn metur að visu hvert einstakt tilvik og „siglir milli skers og báru, án þess að brjóta reglurn- ar", en Verzlunarbankinn neitar fólki um greiðslu á ávisunum hafi það ekki bein viðskipti við bank- ann. Aðrir bankar hafa farið að tilmælum Seðlabankans. Nýja landhelgis- gæzluflugvélin kemur í lok 1976 Gsal-Reykjavik — Ný land- helgisflugvél af gerðinni Fokker er væntanleg hingað til lands i nóvember- eða desembermán- uði á næsta ári, en i gær var gengið formlega frá samning- um um kaup á vélinni, af hálfu islenzkra stjórnvalda annars vegar og fulltrúa hollenzku verksmiðjanna hins vegar, en eins og mönnum er enn eflaust i fersku minni, kom fram er út- færsla landhelginnar I 200 mílur var tilkynnt, að rikisstjórnin hefði ákveðið að veita 450 inillj. kr til kaupa á nýrri vél fyrir landhelgisgæzluna. Að sögn Péturs Sigurðssonar, forstjóra landhelgisgæzlunnar er um að ræða nýja vél, búna aukaeldsneytisgeymum og ýmsum búnaði sem sérsmiðað- ur verður. Pétur sagði að við smiði vélarinnar væri gert ráð fyrir sérstökum útsýnisglugg- um, sendum og öðrum sérstök- um búnaði fyrir hlutverk vélar- innar. „Það er ýmislegt i sam- bandi við aukabúnaðinn,sem við viljum ekki ákveða strax, þvi allar breytingar á þvi sviði eru svo örar", sagði Pétur. Bretar herða á viðræðum BH-Reykjavik. — Reuters-fregn frá London i gær er svohljóðandi — Brezk stjórnvöld tjáðu Islenzk- um stjórnvöldum i dag, að það væri mjög mikilvægt að viðræður hæfust timanlega um fisk- veiðitakmörkin, að þviér brezkur stjórnarerindreki sagði i London I dag. SKELEGGUR STUÐNINGUR HHJ-Rvlk. — Ég er mjög ánægður með þessa ályktun NCF, sagði Einar Ágústsson utanrikisráðherra, þegar Timinn bar undir hann hina skeleggu ályktun um stuðning við utfærslu fiskveiðilögsögu okkar, sem samþykkt var á aðalfundi Ungmennasamtaka norrænu miðflokkanna og frá er sagt á bls. tvö i blaðinu i dag. — Til þessa hafa frændur okkar á Norðurlöndum verið tregir til þess að lýsa yfir fullum og óskoruðum stuðningi við okkur og yfirleitt látið nægja að lýsa yfir samúð sinni og skilningi á málstað okkar. Auðvitað eru sllkar yfirl ýsingar okkur mikils virði, en meira er þó um hitt vert, þegar tekið er af skarið og lýst yfir beinum stuðningi við okkur i skeleggri ályktun eins og þessari, sagði utanrfkis- ráðherra, Roy Hattersley aðstoðarutan- rikisráðherra fór þess á leit 'við sendiherra Islands i London, Niels P. Sigurðsson, á 35 minútna fundi i gær. Tók sendiherrann að sér að tilkynna stjórn sinni þessar skoðanir Hattersleys. Fór Hattersley fram á þessar viðræður til þess að fá tækifæri til að kynna sér vandamálin I sam- bandi við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar. Fram að þessu hafa þessi mál verið i höndum að- stoðarutanrikisráðherrans David Annals, sem nú einbeitir sér að vandamálunum i Ródeslu og öðrum alþjóðamálum. Fyrir mánuði tilkynnti Islenzka rikisstjórnin, að fisk- veiðitakmörkin yrðu færð úr 50 i 200 sjómilur 15. október n.k. Hattersley er þeirrar skoðunar, að islenzka stjórnin viðurkenni, að Bretar hafi sérstakra hags muna að gæta og nauðþurftar til veiða nærri ströndum tslands. Núg'ldandi samningur Islands og Bretlands, sem batt endi á hið svokallaða þorskastrið árið 1973, rennur út 13. növember á þessu ári. Sovétmenn mót- mæla 200 mílunum BH-Reykjavik. — Þegar Timamenn bar að garði i hinu nýja iþróttahúsi Haga- skólans, var þessi laglega stúlka að leggja siðustu hönd á gljáburð eins veggjarins, en þar er nú verið aö ganga frá seinasta starfinu fyrir veturinn, er stór og glæsileg- ur salur verður tekinn I notkun fyrir Iþróttaæsku borgarinnar. Tlmamynd: Róbert. *? © HHJ-Rvik — Astæða þess, að Sovétmenn mótmæla nú, er vafa- litið sú, að þeir veiða töluvert af grálúðu hér við land á hafsvæöinu á milli 50 og 200 iiiílna, sagði Einar Agústsson utanrikisráð- herra i viðtali við Timann I gær, en þá um morguninn hafði Fara- fonov, sendiherra Sovétrikjanna gengið á fund hans og afhent hon- um formleg mótmæli sovézku rikisstjórnarinnar gegn einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar I 200 sjómilur. 1 orðsendingu Sovétstjórnar- innar segir, að skoðun hennar sé sú, að ekki eigi að færa út einhliða heldur skuli þessi mál ákveðin á alþjóðaráðstef num. — Þessi mótmæli koma mér ekki á óvart sagði utanrikisráð- herra, þótt Sovétmenn haf i hvorki mótmælt við tólf eða fimmtiu sjó- milna útfærslurnar. Ástæöan er sú, að þeir eiga veiðihagsmuna að gæta á milli 50 og 20tt sjómilna. — Rikisstjórnin mun fjalla um þessa orðsendingu á fundi i dag, sagði utanrikisráðherra. Ég geri fastlega ráð fyrir þvi að þessu verði svarað á þá lund, að við get- um ekki beðið eftir hafréttarráð- stefnunni, sem getur dregizt von úr viti á meðan fiskurinn ézt upp úr sjónum, sagði Einar Agústsson að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.