Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.08.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. ágúst 1975 TÍMINN Skammsýni Mörgum sviöur i augu, hversu illa hefur veriö fariö með norður og norðaustur strandlengjuna i Reykjavik. t stað þess að skipuleggja Ibúðahverfi að einhverju marki við ströndina, þar sem útsýni er hvað fegurst yfir sund og voga, hefur verið kappkostað að setja niður verzlunar- og iðnaðarhverfi með byrgðum gluggum, sem mynda langa og heldur óhrjá- lega húsakeðju við strand- iengjuna. Úr þvi, sem komið er, verð- ur þessu ekki breytt. Hluti þeirrar starfsemi, sem komið hefur verið fyrir á þessu svæði, á fyllsta rétt á sér og á raunar hvergi annars staðar heima, svo sem vörugeymslur skipafélaga og önnur starf- semi, sem tengd er Sunda- höfn. En það, sem er alvarleg- ast er sú vitneskja, að skipu- lagsyfirvöld ætli sér að halda áfram á sömu braut og leggja þau svæði, sem enn eru ó- byggð, undir iðnaðarstarf- semi. Er hér átt við svæðið norðan Grafarvogs, sem kunnugir. telja eitthvert feg- ursta ibúðarhúsastæði i höfuð- borginni. Engin sérstök ástæða knýr skipulagsyfirvöld til að koma iðnaðarstarfsemi fyrir einmitt á þessu svæði. Landið er bratt og þar af leiðandi ekki hentugt byggingarsvæði fyrir iðnaðar- fyrirtæki, auk þess, sem þau byrgja útsýni fyrir ibúða- hverfi, sem fyrirhugað er austur af svæðinu. Borgarfulltrúar Framsókn- arflokksins hafa margsinnis gagnrýnt ráðslag skipulags- yfirvalda i þessum efnum, og m.a. flutt sérstaka tillögu þess efnis, að við endurskoðun aðalskipulags Reykjavikur verði skipulaginu breytt á þá lund, að i stað iðnaðarhverfis við strandlengjuna norðan Grafarvogs verði skipulagt ibúðahverfi. Á það hefur ekki reynt, hvort farið verður að tillögum framsóknarmanna, en eins og sakir standa horfir þó dauflega um það vegna skilningsskorts borgarstjórn- armeirihluta Sjálfstæðis- flokksins. Sem dæmi um á- hugaleysi borgarstjórnar- meirihlutans' i þessum efnum má geta þess, að fyrir nokkr- um árum bentuborgarfulltrú- ar Framsóknarflokksins á það, að fyrirhugaðar skemmubyggingar norðan Kieppsvegar myndu byrgja útsýnitileyja og sunda. Þá til- lögu afgreiddu borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins með þvi, að fólk, sem æki um Kleppsveginn, ætti ekki að góna út á sundin. Svona einfalt var málið i þeirra augum. Ekki er vist, að allir telji af- greiðslu af þessu tagi til fyrir- myndar, og hætt er við þvi, að framtiðin felli þunga dóma yfir skammsýnum borgaryfir- völdum.sem girtu alla strand- lengjuna með mismunandi ljótum steinkumböldum byrgðra glugga, en kappkost- uðu að dreifa fbúðarhúsa- byggð um holt og hæðir.-a.þ. Múlakvísl enn lokuð allri umferð O.B. Reykjavik. — Ennþá er unnið að viðgerð á brúnni yfir Múlakvisl. Hefur öll vinna við brúna sótzt mjög seint sakir mikils vatns i ánni. Reynt var að ryðja jarðvegi með tveimur jarðýtum til að breyta. árfarveginum og beina honum undir brúna á öðrum stað svo unnt væri að gera við stöp- ulinn sem fór. Ekki gekk það betur en svo, að er vinnuflokk- urinn kom i morgun hafði áin rutt sér i sinn gamla farveg og tekið með sér vestasta okið. Mikil umferð hefur verið þarna um og hefur þetta komið sér mjög bagalega fyrir ferðafólk að komast ekki yfir á bilum sínum. Vegagerðin hefur aðstoðað fólk Fjallabaksleið en margir hafa þurft að skilja bila sina eftir og taka sér far með áætlunarbilum áfram á áfangastað. Sérleyfis- hafinn hefur haft mikið að gera við að flytja fólk til sins heima en hann er með bila beggja vegna brúarihnar. Brúin hefur sigið talsvert en ekki er þó talið að hætta sé á að hún sigi öllu meira. AÐALFUNDUR SUMARGJAFAR maður, Þórunn Einarsdóttir um- sjónarfóstra, ritari, Helgi Elias- son fr. fræðslumálastjóri og Svava Stefánsdóttir félagsráð- AÐALFUNDUR Barnavinafél- agsins Sumargjafar var haldinn að Hótel Sögu fyrir nokkru. Fram fóru venjuleg aðalfund- arstörf. Formaður félagsins, Bragi Kristjánsson forstjóri, flutti itarlega skýrslu stjórnar, og framkvæmdastjórinn, Þorvarður örnólfsson, las og skýrði reikn- inga félagsins. Þá voru kjörnir tveir menn i stjórn skv. lögum félagsins. Úr stjórninni áttu að þessu sinni að ganga sr. Bernharð Guðmunds- son, sem nú er búsettur I Eþiópiu,' og Stefán Matthiasson læknir, sem starfar nú á ísafirði. 1 stað þeirra voru kjörnar Hulda Björnsdóttir og Guðrún Guðjóns- dóttir forstöðukona. Auk þeirra eiga nú sæti i stjórn Sumargjafar Bragi Kristjánsson forstjóri, formaður, Jón Freyr Þórarinss. skólastjóri, varafor- 0 Skóli tilboðsupphæð þeirra kr. 69.31 millj. Verkefni þessu lýkur nú i haust. Aætlaður heildarkostnaður við verkið er um kr. 139.5 millj. - 143.5 millj. kr. Þá er að geta framkvæmda við öskjuhliðarskóla, en þar er lokið 1. áfanga skólans. I áfanganum verður starfsemi sú, er verið hefur I Höfðaskóla við SigtUn. Húsnæði verður fyrir skólastjo'rn og rými fyrir al- menna kennslu og sérgreina- kennslu, er samsvarar 8 stofum auk hópherbergja o. fl., t.d. rými fyrir félagslega starfsemi. Stærð 4417 rummetrar. Byggingin var boöin ut I október 1974. Samið var við lægstbjóðanda, Friðgeir Sörlason trésmiðameistara, með smá breytingum frá útboði, þ.e. grunnvinna, lóð, mótauppsláttur o. fl. til lækkunar i samningi, og var samið um kr. 56.0 millj. Heildarkostnaður er áætlaður kr. 104.5 millj. Samþykktu verkfalls- heimild ö.B. -Reykjavík —Heimild til verkfallsboðana var sam- þykkt á fundi með undirmönn- um i kaupskipaflotanum með allsherjar atkvæðagreiðslu sem lauk I gærkvöldi. 85 greiddu atkvæði með til- lögunni en 17 voru á móti. Fundur deiluaðila hjá sátta semjara, Guðlaugi Þorvalds- syni, háskólarektor, verður i dag fimmtudag og að honum loknum verður tekin ákvörðun um verkfallsboðun að þvi er Hilmar Jónsson, formaður Sjómannafélags Reykjavikur, tjáði Timanum i gærkvöldi. gjafi. Varastjórn skipa Maria Finns- dóttir fóstra, Ragnheiður Blöndal fóstra og Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi. AuglýsicT i Tí mamim m F jár málar áðuney tið, 12.08.75 Orðsending til eigenda festi- og tengivagna Hinn 15. ágúst n.k. rennur dt áður auglýstur frestur til að setja ökumæli á festi- og tengivagna. Heimilað er þó fyrst um sinn, að greiða þungaskatt fyrir notkun festivagna skv. ökumæli viðkomandi dráttarbifreiðar i stað þess að setja sérstakan ökumæli á festivagn. Þeir eigendur festivagna, sem skv. framansögðu ætla að greiða þungaskatt skv. ökumæli dráttarbifreiðar skulu snúa sér til Bifreiðaeftirlits rfkisins með beiðni þar að lútandi. Séufleiri en einn festivagn notaðir jöfnum höndum ber að miða þungaskattsgreiðslu við þann vagn sem mesta hefur heildarþyngd. óheimilt er siðan að nota þyngri festivagn án ökumælis aftan i dráttarbifreiðina en til- kynntur hefur verið til Bifreiðaeftirlitsins. Sérstök at- hygli er vakin á þvi, að þeir sem nota sér þessa heimild þurfa að greiða gjald af festivagni fyrir allan akstur dráttarbifreiðar hvort sem bifreiðin dregur vagn eða ekki. Þar sem notkun festivagna er gjaldskyld frá og með 15. ágúst n.k. þarf að láta lesa af ökumæli dáttarbifreiðar fyrir þann tima. Hafi álestur ekki átt sér stað fyrir þann tlma verður litið svo á, að allur gjaldskyldur akstur dráttarvagns hafi átt sér stað eftir 15. ágúst n.k. GOLDEN GHOST vélsleðinn sem er 87% hljóölátari en flestir aðrtr sleðar. Fullkominn búnaður er innifalinn t.d.: tveggja strokka vél, 440 cc, rafstart, Magflash, CD raf- eindakveikja, hraða- og vegalengda- og snúnings- hraða-mælar, 52ja sm belti, aftur-á-bak gír, Super Torque sjálfskipting 5:1, lás í hlutlausu, vindla- kveikjari og margt fleira. ^fjlohnson OLÍUR ^fjlohnson REIAAAR unnai S^ógeiióöM h.f. Akureyri • Glerárgötu 20 • Sími 2-22-32 Reykjayík • Suðurlandsbraut 16 • Sími 3-52-00 UTANLANDSFERÐIR Framsóknarfélögin i Reykjavik gefa félögum sinum kost á ferð- um til Spánar I sumar og haust. Brottfarardagar: 19. ágúst, 2. september, 16. september. Ferð til Vínarborgar 4. til 13. sept. Fyrirhuguð er i sept. 10-15 daga ferð til Vinarborgar. Þeir sem' áhuga hafa á þessari ferð, hafi samband við flokksskrifstofuna. Kaupmanna hafnarferð 17.-24. ágúst Sérstakt tækifæri síðustu forvöð Nánari upplýsingar um ferðirnar á flokksskrifstofunni. Sfmi 24480. AUGLYSIÐ I TIMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.