Tíminn - 15.08.1975, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Föstudagur 15. ágúst 1975
Violet Einarsson
Sigurður Steinþórsson:
HVERNIG?-OG-
HVERS VEGNA?
Þróun lifs i Surtsey
Surtsey: Evolution of life on a
voicanic island eftir Dr. Sturlu
Friðriksson.
Útgefandi: Buttcrworths & Co,
London 198 bls, verð 5.30 pund.
Surtseyjargosið 1963-66 var að
mörgu leiti einstætt meðal is-
lenzkra eldgosa: Það stóð
óvenjulega lengi, þannig að
fræðimönnum gafst tækifæri til
að koma upp og framkvæma i
tómi ýmsar tilraunir og mæl-
ingar meðan á gosinu stóð, ferill
þess, frá neðansjávareldvirkni
til hraunmyndunar ofansjávar,
jók mjög á skilning manna á
slikum gosum, á eldfjallafræði
isaldar, og á uppruna móbergs-
myndunar yfirleitt, og loks örv-
aði hin auða eyja úti i hafi mjög
imyndunarafl lif- og vistfræð-
inga: þar mátti fylgjast með
landnámi lifsins.
Surtseyjargosið er annað
þeirra eldgosa á tslandi, sem
bezt hafa verið rannsökuð. Hitt
er Heklugosið 1947-48, en um
það hefur Visindafélag tslend-
inga gefið út mikla ritröö, sem
raunar er ekki að fullu lokið
ennþá. En niðurstöður rann-
sókna i Surtsey hafa birzt i ár-
legum skýrslum Surtseyjarfél-
agsins, auk fjölmargra greina i
■ timaritum.
Af skýrslum Surtseyjarfél-
agsins sést gerla hversu hlutur
liffræðirannsókna á eynni hefur
vaxið með tímanum jafnframt
þvi sem hlutur jarðfræðinnar
minnkaði, enda lauk siöar-
nefndu rannsóknunum að mestu
með gosinu, þótt enn sé fylgzt
með ýmsum þáttum i jarðfræði-
legri þróun eyjarinnar. Land-
nám lifsins i Surtsey hófst ekki
að marki fyrr en að gosinu
loknu, og með þvi hafa menn
fylgzt með dæmalausri þolin-
mæði i 10 ár.
Nú hefur Dr. Sturla Friðriks-
son gefið út bók á ensku, þar
sem teknar eru saman niður-
stöður þessara rannsókna. Er
það vel, þvi hann hefur frá upp-
hafi verið i hópi ötulustu og hug-
myndarikustu rannsókna-
manna i Surtsey. Bókin skiptist
i 17 lesmálskafla auk inngangs.
Hún er prýdd fjölda ljósmynda,
svarthvitra og i lit, en kort, linu-
rit og töflur skýra textann.
Vönduð atriðisorðaskrá fylgir. í
upphafi er gosinu sjálfu lýst og
helztu jarðfræðiniðurstöðum (4
kaflar). Þá er vikið að vist-
fræðilegum aðstæðum á eynni,
lofts- og landslagi (2 kaflar), en
10 kaflar lýsa rannsóknum og
rannsóknaniðurstöðum á upp-
hafi og afdrifum lifvera á eynni.
Loks eru helztu niðurstöður
dregnar saman og ræddar i sið-
asta kafla. Hverjum kafla fylgir
heimildaskrá, en fjöldi manna
af mörgum þjóðernum hefur
staðið að þessum rannsóknum
sem vænta mátti. Verður ekki
annað sagt en aö bókin beri fag-
urt vitni miklum árangri þessa
starfs.
Það sem mest kom undirrit-
uðum á óvart við lestur bókar-
innar, vafalaust vegna fákunn-
áttu hans i liffræði, var hin vis-
indalega aðferð sem einkenndi
þessar rannsóknir. Rauði þráð-
urinn er „hvernig?” og „hvers
vegna?” i stað „hvað?”, eins og
áður var. Eða svo dæmi sé
nefnt: Liðin er sú tið þegar það
taldist grasafræði að „vera
góður við blómin”, tina þau og
pressa, nefna þau upp á látinu
(þótt það mál vanti raunar ekki
i þessa bók) og lima á blað. Nú
dugirekki að segja „Cardamin-
opsis petrea” og láta við svo bú-
ið standa. Það, að fræ af þessari
plöntu fannst i Surtsey vekur
þær spurningar hvaðan og
hvernig fræið (ásamt öðrum
fræjum) hafi borizt til eyjarinn-
ar: Gróðurlif Vestmannaeyja
og Suðurstrandarinnar var
rannsakað, svo og hafstraumar
og vindátt á timabilinu, og jafn-
vel gengið svo langt að henda
milljón plastkúlum i sjóinn við
Heimaey og telja þær,sem rak á
land i Surtsey. Þá var lifseigja
fræjanna i sjóvatni könnuð með
tilraunum, og fiður og maga-
innihald fugla, sem á eyna
komu, rannsakað. Þannig óx
smám saman skilningur manna
á þeim þáttum, sem ráða land-
námi lifsins: vindi, hafstraum-
um, fuglum, loftslagi, fjarlægð
frá landi, jarðvegi á eynni
sjálfri, tegund og gerð fræsins,
os..frv.
1 bók Sturlu koma, fyrir ótelj-
andi plöntur, fuglar og pöddur,
sem undirritaður kann engin
deiliá. En þrátt fyrir þá fákunn-
áttu var bókin hin léttasta lesn-
ing, enda áherzlan fremur á
„hina stóru hluti” nl. hvaðan og
hvernig lifið berst til eyjarinn-
ar, og ekki sizt hvað af þvi má
læra um þá gömlu spurningu
hvernig (og að hve miklu leyti)
lifverur hafi borizt til Islands
eftir isöldina. Þá er uppruna
lifsins, hugsanlegri myndun lif-
rænna sambanda i Surtsey, og
tilraun þar að lútandi helgaður
einn kafli, en þeir gerast nú fáir
sem trúa bókstaflega sköpunar-
fiögu Gamla testamentisins.
í inngangi gerir Sturla
nokkra grein fyrir hugmyndum
norrænna manna um upphaf
heimsins og lifsins, eins og þær
koma fram i Völuspá og Snorra-
Eddu. Siðan reynir hann að
tvinna þessar hugmyndir sam-
an við atburði i Surtsey með þvi
að byrja flesta kaflana með e.k.
„mottói” eða tilvitnun i Gylfa-
ginningu. Tilvitnanirnar þykja
mér oft missa marks, e.t.v. ei
Fjallkona á íslend-
ingadeginum 1975
Bæjarstjóri í Gimli
sizt vegna þess hve máttlausar
þær virðast i ensku þýðingunni.
Þvi eins og Helgi Péturss á að
hafa sagt, þá er ekki mergur i
öðrum málum en islenzku og
latinu.
Við fljótan le,stur rakst ég á
eina villu (bls. 49), þar sem
steintegundarheitið „fluorite”
er notað i stað frumefnisins
„fluorine”.
Það er full ástæða til að óska
Sturlu Friðrikssyni til hamingju
með þessa bók, enda er á þvi
heimsborgara-yfirbragð að
ganga þannig frá svo viðamikl-
um og ágætum rannsóknum
sem i Surtsey voru unnar, og
lýst er i bókinni.
í TILEFNI íslendingadagsins
1975 um fyrri helgi kom út hátiö-
arblað af Lögberg-Heimskringla,
28 siðna litprentaö blað.
A forsiðu blaðsins eru forseta-
hjónin, dr. Kristján Eldjárn og
frú Halldóra Eldjárn, boöin vel-
komin til hátiðarhaldanna ,,á 100
ára afmæli varanlegs landnáms i
Vesturheimi.”
Fjallkonan á tslendingadegin-
um var bæjarstjórinn i Gimli,
Violet Einarsson. Eftirfarandi
grein er tekin úr áðurnefndu há-
tiðablaði Lögberg-Heimskringla:
„Dætur Fjallkonunnar hafa frá
öndverðu haft skapgerð og einurð
til að beita áhrifum sinum eftir
því, sem þjóðfélagsskipulagið
framast leyfði. Það er þeim I blóð
borið að fylgjast með opinberum
málum, skapa sér sjálfstæðar
skoðanir, að standa við eigin
sannfæring á opinberum vett-
vangi og hopa hvergi. Þær hafa
verið forystumenn um margt,
sem til þjóðþrifa horfði.
Þvi varð engin betur valin til að
bera merki Fjallkonunnar á ts-
lendingadaginn þetta aldar-
afmælisár islenzka landnámsins i
Manitoba, og alheims kvennaár
en Violet Einarsson, bæjarstjóri
höfuðstaðar Nýja tslands. — Hún
er fædd á Gimli, hefur alið þar
Sigfúss og Guðrúnar Einarsson,
sem fluttu frá Islandi ung hjón
með eitt barn og bjuggu siðan að
Ljósalandi við Hnausa, Man. Ein-
ar er söngelskur maður, segir
Violet. Hann keypti sér nýverið
orgel úr dánarbúi Gunnars heit-
ins Erlendssonar, gerði sér svo
feröir til Winnipeg til að læra að
leika á það, sjálfum sér og
nánustu vinum til skemmtunar,
en á unglingsárum sinum söng
hann oft á mannamótum. Nú er
Einar hættur að stunda fiskiveið-
ar og fiskiflutninga, gefur sig al-
gerlega að fyrirtækinu, Einars-
son Realty, sem þau hjón reka
sameiginlega á Gimli og Violet
stofnaði árið 1950.
Loks fæst Violet til að snúa sér
að eigin starfsferli, eftir að henni
hefur verið bent á rabb um einka-
dötturina geti beðið betri tima I
viðtalinu. Violet hlaut alla sina
menntun i Manitoba, og á Gimli
lærði hún að fella net, en við það
vann hún þangað til hún giftist.
Hún er treg til að kannast við að
hún hafi verið öllum öðrum
fimari og handfljótari i þeirri iðn,
en þó segja kunnugir að eng-
inn karl né kona hafi haft við
henni.
Hún var fyrst kosin I bæjar-
ráöið á Gimli 1958 til tveggja ára
eða þangað til 1961. — Bæjar-
stjóri var hún kjörin með miklum
meirihluta 1962. Síðan var hún
tvivegis endurkosin i embættið til
tveggja ára, en áriö 1967 tapaði
hún kosningum fyrir Danny Sig-
mundson sem sat viö stjórn i
fjögur ár. Hún keppti á ný árið
1971 og sigraði með miklum
meirihluta. Þá komst á sú laga-
breyting að embættistiminn var
lengdur upp i þrjú til fjögur ár, og
kom þvl ekki til kosninga aftur
fyrr en 1974, en þá var Violet end-
urkjörin bæjarstjóri og á ekki
kosningar framundan fyrr en árið
1978.
A þeim árum, sem hún hefur
skipað æðstu stöðu I bæjarráðinu,
hefur verið lokið við vatnsleiðslu
og sorprennsli i bænum. Hver
gata er nú steinsteypt og Gimli
hreinn og snyrtilegur bær. Hún er
i ráðuneyti Gimli Industrial Park,
og var skipuð af Manitobastjórn i
stjórnarnefnd „Rural Munici-
palty and Town og Gimli De-
velopment Corporation.” Þar
skipar hún sæti með fulltrúum
landsstjórnar og fylkisstjórnar,
sem falið var að ákveða hvers-
konar framkvæmdir kæmu þorp-
inu og sveitaumhverfinu að
mestum notum. — En þegar flug-
herinn var fluttur frá Gimli veitti
sambandsstjórnin fjárstyrk sem
nam $ 1.4 milljón til að skapa
bráðabirgða atvinnuvegi og vekja
áhuga túrista á umhverfinu.
Violet lætur sig fleira skipta en
það eitt sem kemur bæjarráðinu
við. Hún er i stjórnarnefnd Betel-
stofnunar, er virkur félagi i Gimli
Women’s Institute, og beitti sér
fyrir stofnun stærsta héraðsbóks-
safnsins sem til er i Manitoba.
Það þjónar fimm sveitahéruðum
(rural municipalities) og þar er
komiö fyrir i sérstöku safni öllum
Islenzku bókunum, sem áður
tilheyrðu litla lestrarfélaginu á
Second Avenue á Gimli.
Aldarafmælisár Kanada, 1967,
starfaði hún i nefnd, sem annaðist
hátiðahöld.
Móðir Violet, Guðrún Frið-
rikka, fluttist frá Akureyri
þriggja ára gömul árið 1876, með
foreldrum sinum, Gottskálki Sig-
fússyni og Hólmfriði Jónatans-
dóttur, og tveim systkinum. Fjöl-
skyldan settist fyrst að á Viðir-
nesi við Winnipegvatn, I Indiána
skýli byggðu úr bjálkum og
þekjuðu með heyi. Þá um vetur-
inn fæddi Hólmfriður fjórða barn
þeirra hjóna, dreng sem lézt
skömmu siðar úr bólupestinni
illræmdu, sem geysaði um hið
nýja landnám.
Framhald á 19. siðu
allan sinn aldur, og þótt hún eigi
það sammerkt með mörgum
öðrum Vestur-lslendingum að
vera ensk i aðra ættina, er ræktin
við Islenzk málefni ekki siðri fyrir
það að góðar erfðir hefðu hún
tekið i báðar ættir. Enda segir
þessi hægláta, yfirlætislausa
kona, með dálitlu stolti að faðir
sinn, William Herbert Bristow,
hafi verið fyrsti Englendingurinn
sem stundaði fiskiveiðar á Winni-
peg vatni og hafi móðurbróðir
sinn, Páll Kristinn Olson, kennt
honum sjómennskuna. William
Bristow var fljótur að sameinast
tslendingunum á Gimli, enda um-
kringdur á allar hliðar, en aldrei
talaði hann Islenzku. Of fast var
vist gengið aðhonum, og það utan
fjölskyldunnar, svo hann hafði
ekki lund til aö láta undan siga,
vildi ekki láta innbyröa sig eins
og réttlaus væri, það ættu tslend-
ingar að geta skilið öðrum betur.
Atján ára gömul giftist Violet,
Einari Einarssyni, en hann talar
islenzku reiprenndi, les hana og
skrifar. — Segir kona hans að
hann hafi þjálfað sig i móðurmál-
inu. „Einar var ákaflega dug-
legur og veiðinn fiskimaður á
meðan hann fékkst við það starf,”
sagði Violet, og aftur brá fyrir
stolti i svip hennar. Hann er sonur