Tíminn - 15.08.1975, Síða 13

Tíminn - 15.08.1975, Síða 13
Föstudagur 15. ágúst 1975 TÍMINN 13 LANDVERND aðild að Bréfaskólanum GEFJUN AUSTURSTRÆTI Sex félagasamtök eiga nú A landsþingi Kvenfélagasam- bands íslands fyrir skömmu var einróma samþykkt aðild sam- bandsins að Bréfaskólanum. Þar með var formlega gengið að fullu frá eignaraðild þeirra sex félaga- samtaka, sem nú standa að skólanum. 011 þessi samtök hafa nú tilnefnt fulltrúa i skólastjórn, en hana skipa eftirtaldir menn. Frá Sambandinu: Axel Gislason, Gunnlaugur P. Kristinsson og Ólafur Sverrisson. Frá ASÍ: Bolli Thoroddsen, Stefán ögmundsson og Þórunn Valdimarsdóttir. Frá BSRB: Birna Bjarnadóttir. Frá Farmanna- og fiskimannasam- bandi tslands: Daniel Guðmund- son. Frá Kvenfélagasambandi Is- lands: Sigriður Thorlacius. Frá Stéttarsambandi bænda: Arni Jónasson. Skólastjóri Bre'fa- skólans er Sigurður A. Magnús- son. Samkvæmt reglugerð skólans skal einnig starfa við hann sér- stakt 30 manna fulltrúaráð, skipað stjórn hans og 20 öðrum fulltrúum aðildarsamtakanna. Þrenn samtökin hafa nú tilnefnt menn i fulltrúaráð. Þeir eru Ingólfur Sig. Ingólfsson og Guðlaugur Gislason frá Far- manna- og fiskimannasambandi íslands, Margrét S. Einarsdottir og Sigurveig Sigurðardóttir frá Kvenfélagasambandi Islands, og Gunnar Guðbjartsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson frá Stéttarsambandi bænda. Skólastjórnin hefur þegar haldið tvo fundi, og ma. hefur hún beint þeim tilmælum til aðildar- samtakanna, að þau leggi fram tillögur um nýtt eða endurbætt námsefni, og þá einkanlega námsefni, sem varðar starfssvið einstakra samtaka og áhugasviö félagsmanna þeirra. Auk þess er óskað eftir, að slikum tillögum fylgi ábendingar um höfunda bréfanámskeiða eða leiðbeininga bæklinga, eða hugsanlega ráðgjafa um slík efni. Nokkuð af nýju námsefni hefur komið á markaðinn hjá Bréfa- skólanum undanfarið og annað er væntanlegt með haustinu. Þannig er nýlega komið út námefni um Námstækni eftir Hrafn Magnús- son, Bókfærslu eftir Þorstein Magnússon, verzlunarstörf (Við bætum þjónustuna) eftir Sigurð Jónsson og tslenzka málfræði eftir Eystein Sigurðsson. Leiðrétting Þau mistök urðu i þeirri frétt blaðsins á fimmtudaginn, þar sem sagt var frá ályktun NCF um stuðning við okkur i landhelgis- málinu, að einn þeirra fulltrúa SUF, sem sóttu aðalfund samtak- anna, var sagður heita Þorbjörg Höskuldsdóttir. Rétta nafnið er Dagbjört Höskuldsdóttir. Leið- réttist þetta hér með. Með haustinu koma væntanlegá út fjögur ný tungumálanámskeið: Enska án erfiðis, Þýzka án erfiðis, Spænska án erfiðis og Sænska handa ykkur. Þessi nám- skeið samanstanda af erlendum kennslubókum, islenzkum kennsluleiðbeiningum og fram- burðaræfingum á snældum („kassettum”) Af öðrum náms- greinum, sem nýtt efni er væntanlegt i, er að nefna bókmenntir (tslandsklukkan, Gisla saga Súrssonar), mannfræði, vistfræði, stærðfræði, endurskoðun, mótorfræði, hjálp i viðlögum, siglingafræði og auglýsingateiknun. Ntt HAFA bilabryggjur Akraborgarinnar verið teknar i notkun, þannig aö nú er hægt aö aka beint um borð og frá sporði eins og til er ætlazt. Fyrsta daginn flutti skipið 120-130 bila á milli Akraness og Reykjavikur og var sá stærsti 27 tonna vöruflutningabill. Þessa Timamynd tók Róbert, þegar bilum var ekið um borð i Akraborgina i Reykjavikur- höfn. manns, en þar sem starfsmenn eru rúmlega 200, matast þeir i tveim flokkum. Mjög fullkomin tæki eru i eldhúsi mötuneytisins, enda tekur þaö tvær stúlkur ekki nema 10 minútur að afgreiða 80-90 manns. Eldunartækin eru sænsk að gerð og kostuðu um 5 milljónir króna, en samtals mun heildar- kostnaður við mötuneytið vera 9- 10 milljónir króna. Ráðskona mötuneytisins er Sigurborg Helgadóttir. Að sögn Ingólfs Sverrissonar, starfsmannastjóra Slippstöðvar- innar, fór fram könnun sl. vor meðal starfsmanna . á áhuga manna á mötuneyti, og kom þá i ljós, að 85% starfsmanna voru fylgjandi hugmyndinni, enda er verð hverrar máltiðar aðeins 200 krónur, og er þá reiknað með, að sú upphæð nægi til að greiða hrá- efnisverð. Aðspurður um frekari nýtingu mötuneytisins, sagði Ingólfur, að hugmyndin væri að koma upp setustofu inn af matsalnum, auk þess sem ætlunin væri að starfs- mannafélagið fengi aðstöðu i salnum fyrir hvers konar starf- semi sem fer fram innan félags- ins. I Séð yfir matsal hins nýja mötu- neytis Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. Timamynd: ASK. Slippstöðin á Akureyri opnar nýtt mötuneyti ASK-Akureyri,— Nýtt mötuneyti var tekið i notkun hjá Slippstöð- inni á Akureyri ekki alls' fyrir löngu. Með tilkomu þess var vinnutilhögun breytt þannig, að nú hætta starfsmenn stöðvarinn- ar vinnu kl. 17.10 i stað 18.30 áður. Astæðan til þessara miklu stytt- ingar vinnutimans er sú, að hádegisverðartiminn er færður úr 60 minútum' i 30, auk þess sem tveir kaffitimar hafa verið felldir niður. Hið nýja mötuneyti Slipp- stöðvarinnar rúmar um 1100 Endurræktun túnanna Landfara hefur borizt bréf frá Helga Gislasyni, Hrapps- stöðum, hann skrifar: „Kæri Landfari, það var i „bændaspjalli” i útvarpinu fyrr i sumar, að Agnar Guðnason ráðunautur komst að orði eitt- hvað á þá leið, að það væri ekki lokkandi fyrir bændur, að bera þennan dýra áburð á skemmd tún, vaxin varpagrasi, alls óhæfu til að spretta nokkuð eða skilja eftirtekju af áburðinum. Ég vil taka undir þetta með Agnari, og undirstrika það að áburðargjöf á skemmd tún er hreint neyðarúrræði. Viða er meðaltals eftirtekja af hey komin niður i algjört lágmark, og niður fyrir það, sem sæmi- legt getur talizt, eða nægjanlegt er handa þeim bústofni, sem hafa þarf til að tryggja bærilega afkomu búanna. Það var talið, aö tún hefðu yfirleitt náð sér eftir kalið og kuldaskeiðið á siðasta áratug. Það er þó ekki nema hálfur sannleikur, þvi að upp úr kal- skellunum greri yfirleitt sá gróður, sem ekki telst til nytja- gróðurs, eins og áður er nefnt, varpagras, fiflar, sóleyjar og blöðkur, sem teljast til illgresis I túnum, og verða ekki að neinu i uppskerunni. Af þessu er ljóst, að endurræktun túnanna er mjög aðkallandi, ef ekki á viða að verða heyskortur, einkum ef misæri gerir. En það er sannast að segja, að endurræktun allra skemmdra túna er risavaxið átak fyrir bændur eins og hag þeirra margra er nú komið. Það verður þó ekki undan þessu vikizt, þar sem heyfengurinn er undirstaða búskaparins. 1 þessu sama „bændaspjalli” var ráðunauturinn að mæla með vissri gerð jarðtætara til endur- vinnslu túnanna. Ég tel heppi- legra að plægja túnin, og nota þá tækifærið og koma niður i túnin öllum þeim húsdýra- áburði, sem tiltækur er. Herfa svo túnin með léttum herfum, svo að minnst af þessum gamla og óæskilega gróðri komi aftur upp á yfirborðið. Jarðtætarar geta aftur átt við til fullvinnslu á nýbrotnu landi. Það er hætt við þvi að á næsta kuldaskeiði geti kal og túnskemmdir endurtekið sig. Þaö er þvi brýnt nú að rannsakað verði, hvort takast mætti að rækta upp Islenzkan grasstofn, sem betur stæði af sér áföll i veðurfari hér á þess- um norðlægu slóðum, jafnframt þvi að aukinn væri notkipi lif- rænna efna til áburöar.” Hreint tí^land fagurt land R5 c Móttaka á lopapeysum hefst í dag — föstudag — eftir hádegi og verður framvegis á þriðjudögum og föstudögum eftir hádegi NÝTT VERÐ á fallegum og vel prjónuðum peysum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.