Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.08.1975, Blaðsíða 12
IðS 12 TÍMINN Miðvikudagur 20. ágúst 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 98 uppljómuð af eldinum. Hann bjóst viö mér úr bak- garðinum — gegn um runnana og trjágróðurinn. Inn á milli trjánna. Skilurðu þetta ekki, Trautman? Þessi skóli þinn þjálfaði hann í skæruhernaði í fjalllendi. Þess vegna sneri hann sér ósjálf ráttaðtrjánum og runnunum þarna í bakgarðinum. Og eftir að hafa lent í klónum á honum uppi í hæðunum var ég búinn að bölva mér upp á það, að berjast aldrei framar við hann með hans eigin aðferðum. Aðeins með AAi'NUAA aðferðum. Þessu lofaði ég þér. Þetta er AAINN bær. Ef það átti fyrir mér að liggja, að bíða lægri hlut, þá vildi ég að það gerðist i AAINNI götu, hjá húsunum AAÍNUAA og við brunabjarman af skrifstofubyggingunni AAINNI. Þetta hef ég staðið við. Ég reiknaði hann út, Trautman. Ég hæfði hann í brjóstið. Enn sagði Trautman ekki orð. Hann starði lengi á kviðarsár Teasles áður en hann benti á það. — Þetta? Áttu við þetta, sem þú bendir á? Eins og ég var aðsegja, Trautman— hann naut góðrar tilsagnar i þessum skóla þínum. Herra minn trúr. Hvílík viðbröað. Nú mátti heyra hvæsandi þyt svif blysanna, sem svif u upp og lýstu þann hluta bæjarins, sem ekki var baðaður logaljómum. — Við vorum of fljótir að skjóta þeim upp, sagði einn lögreglumannanna hneykslaður. — Hvað áttu við? Kern kom hlaupandi aftan frá húsinu og niður brattann — í átt að gangstéttinni. — Hann er ekki þarna fyrir aftan. — Ég veit það. Ég var að reyna að segja ykkur það. — Hann skaut einhvern af íbúunum í öxlina. Út af því voru öll veinin í konuhnu. Liðsmenn mínir eru að leita að slóð hans. Kern gjóaði augunum að uppljómuðum himninum. — Hvað er þetta? Hvaða sprenging var þetta, sagði Teasle. — Guð hjálpi okkur. Sennilega hafa þeir haft of skamman tíma. — Tíma til hvers? — Hann er búinn að kveikja í tveimur bensínstöðvanna Við fréttum gegnum talsstöðina að slökkviliðið væri á leið þangað. Bensíndælurnar og aðalbyggingin eru ger- samlega umvafðar logunum Þeim var gersamlega ókleift að komast inn og skrúfa fyrir bensínstreymið Þeir ætluðu þá að taka af rafmagnið af öllum bæjar- hlutanum, en gerðu sér þá Ijóst, að ef þeir stöðvuðu dælurnar myndi þrýstingurinn í slöngunum snúast við og leiða eldinn ofan í aðaleldsneytisgeymana. Þá hefði allt hverf ið sprungið í loft upp. Ég sendi eina sveit til að hjálpa til við að rýma svæðið. Einn eldanna logaði í íbúðahúsahverf i. Vonandi hafa þeir náð að f lytja fólkið á brott, áður en stöðin sprakk. Enn á ein stöð eftir að springa til viðbótar. Hversu margir skyldu láta lífið, áður en þessu lýkur? Nú heyrðist hrópað f rá húshliðinni: — Hann fór þarna yfir barnaleikvöllinn. — öskrið ekki svo hátt, að hann komist að því að við höf- um fundið slóðina. — Þið getið verið rólegir. Hann er ekki á leikvellinum, sagði Teasle. — Þú getur ekki verið viss um það. Þú ert búinn að liggja hér nokkuð lengi. Hann getur verið farinn hvert á land sem er. —Nei. Þú verður að hugsa eins og hann—og setja þig í spor hans. Hann skreið yfir leikvöllinn og skrönglaðist yfir girðinguna. Nú er hann inni á milli brómberja- runnanna. Ég slapp undan honum með því að skríða inn á milli sams konar runna. Nú ætlar hann að reyna það sama. En sár hans eru of mikil. Hann er með ógnar- kvalir í brjóstinu. Hann stefnir í átt að litlu skýli, sem börnin hafa reist sér. Kern qlotti tortryggnislega í átt að Trautman og lög- regluþjónunum tveímur. —Hvað kom eiginlega fyrir hanná meðanégskrappfrá? Hvaðhefurgerzt? Annar lögregluþjónninn hristi höfuðið, gersamlega glórulaus: — Hann heldur að hann sé Rambo. — Hvað þá? — Hann er orðinn vitlaus, sagði hinn. — Fylgizt með honum. Ég vil að þaggað sé niður í hon- um, sagði Kern. Hann kraup við hlið Teasles. — Reyndu að þrauka þar til læknirinn kemur. Hann kemur innan skamms. Ég get lofað þér því. — Það skiptir ekki máli. — Reyndu að þrauka, í guðs bænum. Tveir risastórir brunabílar renndu inn á torgið með vælandi sírenur og klingjandi brunabjöllur. Þeir staðnæmdust þunglamalega við hlið lögreglubílanna. Slökkviliðsmenn stukku • út. Þeir voru klæddir gúmmigöllum og hlupu í átt að tækjum til að opna fyrir vatnsrennsli brunaboðanna. Enn aðrir rúlluðu út slökkvislöngunum. Aftur heyrðist hrópað frá húsinu: — Hann fór beint Miðvikudagur 20. ágúst 7.00 Morguniítvarn 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „1 Rauðárdalnum" eftir Jó- hann Magnús Bjarnason Orn Eiðsson les (16). 15.00 Miðdegistónleikar Ro- bert Tear syngur lög eftir Tsjaikovský. Philip Ledger leikur á pianó. Wilhelm Kempff leikur „Humoreske" op. 20 eftir Robert Schumann. Melossstrengjakvartettinn leikur Kvartett nr. 1 eftir Franz Schubert. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „Heiðarrós- in" eftir Leif PanduroHall- dór Stefánsson les þýðingu sina. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 1 sjónmáli. Skafti Harðarson og Steingrimur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Frá tónl'istarhátlöinni I Bergen 21.30 Útvarpssagan: „Og hann sagði ekki eitt einasta orð" eftir Heinrich BöII Böðvar Guðmundsson þýddi og les ásamt Kristlnu Ólafs- dóttur (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Rúbrúk" eftir Poul Vad Úlfur Hjörvar les þýðingu sina (4). 22.35 Djassþáttur Jón Muli Árnason kynnir. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIDVIKUDAGUR 20. ágúst 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Gunnlaugs saga orms- tungu. Framhaldsmynda- saga. 3. þáttur. Teikningar Haraldur Einarsson. Lesari Óskar Halldórsson. 20.45 Dæmdur til dauða vegna eigin kæruleysis. Fræðslu- mynd frá Brunamálastofn- un Islands um brunavarnir og eldsvoða, sem hlotist geta af vangá og kæruleysi. Þulur Magnús Bjarnfreðs- son. 21.00 Saman við stöndum. Bresk framhaldsmynd, byggð á heimildum um rétt- indabaráttu breskra kvenna I byrjun 20. aldar. 2. þáttur. Annie Kenney. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Efni 1. þáttar: Hr. Pankhurst býður sig fram til þings fyr- ir flokks verkamanna, en lýtur i lægra haldi fyrir frambjóðanda Ihaldsflokks- ins. Skömmu siðar fer kona hans til Sviss með elstu dóttur þeirra, Christabel, sem leggur þar stund á dansnám. Meðan þær eru erlendis deyr Pankhurst, og ef tir það þrengist nokkub hagur þeirra mæðgna. Verkamannaflokkurinn býður þeim fjárhagsstuðn- ing, en þær kjósa að standa á eigin fótum. Christabel kemst brátt I kynni við upp- rennandi kvenréttindakon- ur, og móður hennar hrifst af hugmyndum þeirra og á- kveður að stofna baráttu- samtök, til að vinna að auknum réttindum kvenna. 22.15 tþróttir. Myndir og fréttir frá landskeppni Is- lendinga og Skota i frjálsum iþróttum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 23.15 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.