Tíminn - 21.08.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. ágúst 1975
TtMINN
3
LÖGFRÆÐINGAMÓTIÐ SETT í GÆR
að viðstöddum forseta Islands,
dómsmdlaráðherra og bróðurparti
hæstaréttardómara Norðurlanda
ö.B.—Reykjavik.— í gærmorgun
kl. 10 árdegis var norræna lög-
fræöingamótið sett i Reykjavik.
Prófessor Ármann Snævarr setti
þingið að viðstöddum forseta Is-
lands, herra Kristjáni Eldjárn og
Ólafi Jóhannessyni dómsmála-
ráðherra og fjölda annarra gesta.
Að setningu lokinni hélt
Magnús Thoroddsen ræðu um
stöðuskiptingar meðal lögmanna,
og siðan voru umræður, sem Ár-
mann Snævarr stjórnaði. Siðan
var hádegishlé en að þvi loknu
héldu fyrirlestrar áfram fram
eftir degi. Klukkan 18 fóru fulltril-
ar að Kjarvalsstöðum i boði borg-
arstjórnar og þáu þar veitingar.
1 dag mun mótið halda áfram
með fyrirlestrum og umræðum og
hefst það kl. 10 árdegis.
Fundur um úr-
bætur d aðstöðu
verkamanna d
Grundartanga
FISKURINN ER ENN UND-
IR FRAMLEIÐSLUVERÐINU
ÞRÁTT FYRIR 7% HÆKKUN
— segir Tómas Þorvaldsson hjó SÍF
BH-Reykjavlk — Við höfum enn
ekki tekiö afstöðu til verkfalls-
boöunar, og viö væntum þess, að
róttækar aðgerðir verði fram-
kvæmdar, áður en til þess kemur,
en það má ljóst vera, aö aðbúnað-
ur starfsmanna þarna á Grundar-
tanga er með öllu óviöunandi, og
verður ekki liöinn lengur. Við
munum taka ákvörðun fyrir helgi
um, hvað gert veröur.
Fékk
vægan
dóm
BH-Reykjavik — í fyrrakvöld
kvað sýslumaðurinn á Eskifirði
upp dóm i máli skipstjórans á
Kristinu GK 81, sem ákærður
hafði verið fyrir landhelgisbrot.
Þótti sök skipstjórans sönnuð, en
málsatvik meö þeim hætti, er
báturinn var rétt innan við fisk-
veiðitakmörkin, að ástæða þótti
til að fella vægan dóm, og var
skipstjórinn dæmdur 1180 þúsund
króna sekt til Landhelgissjóðs, en
afli og veiðarfæri voru gerð upp-
tæk.
Flug-
freyjur
á fundi
í kvöld
BH—Reykjavik. — t kvöld,
fim mtudagskvöld, mun það að
likindum ráðast, hvað flugfreyjur
taka til bragðs til þess að undir-
strika skilning sinn á kjarasamn-
ingum við flugfélögin en eins og
komið hefur fram I Timanum er
risinn upp ágreiningur milli flug-
freyja og flugfélaganna um túlk-
un kjarasamninganna. Ágrein-
ingurinn er sá, hvort kjarabæt-
urnar, sem ASt-samningarnir
fjalla um og greiddir hafa verið
frá 1. júni, skuli teljast verðlags-
bætur og falla inn i samninga
flugfélaganna og flugfreyjanna.
Timanum tókst ekki að ná sam-
bandi við Erlu Hatlemark, for-
mann flugfreyjufélagsins, i gær-
kvöldi og spyrja hana að þvi,
hvað flugfreyjur hyggist gera, en
væntanlega verður tekin ákvörð-
un um það á fundinum i kvöld.
Þannig komst Skúli Þórðarson,
formaöur Verkalýðsfélags Akra-
ness, að orði I gær, þegar Timinn
ræddi við hann.
— Þaö er afskaplega erfitt að
sætta sig við, hvað mönnum er
boðið upp á þarna. Það er engin
hreinlætisaðstaða á vinnusvæð-
inu, ekkert nema móarnir, ekkert
afdrep meðan kaffi er drukkið,
engin lýsing, nema frá vinnuvél-
unum, þó að unniö sé allan sólar-
hringinn. Aðbúnaður aðfluttra
starfsmanna og mötuneytisaö-
staða er fyrir neðan allar hellur,
Sláturfélagsskálinn alls ekki hæf-
ur sem íbúðarskáli, og loks eru
ekki til mataráhöld fyrir alla,
heldur verður að matast i mörgu
lagi.
Skúli kvað einn verktaka vera
byrjaðan I framkvæmdum á
svæðinu, Jón V. Jónsson, sem
hefði með höndum jarðvegsskipti
á öllu verksmiðjusvæðinu, en
þarna væri mýri og talsvert verk
að koma þarna fyrir skolp- og
vatnsleiðslum. Nú hefðu hags-
muna að gæta á svæðinu Verka-
lýðsfélagið á Akranesi og I Hval-
firði, vörubilstjórar á Akranesi og
Framhald á bls. 13
SJ-ReykjavIk Dagana 29. og 30.
ágúst verður 30 ára afmælis Stétt-
arsambands bænda minnzt á
aðalfundi sambandsins að Laug-
arvatni.
A aðalfundinum að Laugar-
vatni nú verða að
venju'allir kosnir fulltrúar, 46 að
tölu. Auk kjörinna fulltrúa sækja
fundinn þeir framleiðsluráðs-
menn, sem ekki eiga sæti i stjórn
Stéttarsambandsins, en þeir eru
fjórir talsins. Þá hefur stjórnin á-
kveðið að bjóða öllum stofnfélög-
um, sem enn eru á llfi, en þeir eru
26. Þar af eru fjórir enn starfandi,
sem stjórnarmenn og fulltrúar.
Þá hefur stjórn og framkvæmda-
stjóra Búnaðarsambands Suður-
lands verið boðið að sitja fundinn
vegna forgöngu þess um stofnun
Gsal—Reykjavik — Sölusamband
islenzkra fiskframleiðenda hefur
náð samkomulagi um sölu á 1700
tonnum af saltfiskitil Grikklands,
og er samningurinn hagstæöur aö
þvi leyti til, að nú fæst um 7%
hærra verð fyrir fiskinn en fékkst
i vor. Þaö segir þó ekki alla sög-
una, þvl aö þrátt fyrir áöurnefnda
hækkun er fiskurinn enn seldur
undir framleiðsiuverði, og verö
fisksins er mun lægra en fékkst
fyrir hann á siöasta ári, aö sögn
Tómasar Þorvaldssonar.
Hér er um að ræða smáfisk,
annars vegar 12-16 tommur og
hins vegar 16-18 tommur og ein-
göngu er um að ræða sölu á fiski
nr. 1 og 2 og er þá miðað við gæði.
— Það hefur fengizt mjög lágt
verð fyrir þennan smáfisk, og
verðið fór lækkandi alvegfram á
vor, sagði Tómas Þorvaldsson,
stjórnarformaður Sölusambands-
ins, er Timinn hafði tal af honum.
Aðspurður sagði Tómas, að til
Grikklands hefði verið selt heldur
meira frá áramótum nú en á
sama tima i fyrra, en hins vegar
væri verðið sem fengist fyrir fisk-
inn mun lægra nú, en þá var.
„Þrátt fyrir hækkunina er fiskur-
inn seldur undir framleiðslu-
A föstudagskvöld verður hátið-
arsamkoma i tilefni afmælisins.
Þar verður meðal gesta Halldór
E. Sigurösson landbúnaðarráð-
herra, sem var fulltrúi á stofn-
fundinum 1945. Einnig verður þar
stjórn Búnaðarfélags Islands.
Margar konur verða að Laug-
arvatni i fylgd með bændum sin-
um að vanda. Til þessa hafa ein-
göngu bændur verið félagar i
Stéttarsambandinu, og ekki kon-
ur nema þær væru sjálfstæðir
bændur. Að undanförnu hafa ver-
ið uppi raddir um að ástæða væri
til að breyta þessu og láta bænda-
konur hafa jafnan rétt. Verður
það eitt af þeim málum, sem
rædd verða á fundinum. Ef kon-
um verður veitt jafnrétti innan
kostnaðarverði”, sagði Tómas,
„og verðið er mun lægra en á
sama tlma f fyrra”, sagði hann.
Stéttarsambandsins væri æski-
legt, að Búnaðarfélag tslands
geröi það einnig gagnvart upp-
byggingu sins félagsskapar og
starfsemi allri, að sögn Gunnars
Guðbjartssonar formanns Stétt-
arsambands bænda.
Kjaramál veröa mjög i brenni-
punkti á fundinum vegna ört-vax-
andi dýrtiðar, að sögn formanns-
ins. Sömuleiðis lánamálin vegna
breytinga á lánareglum og skorts
á lánsfé bæði til fjárfestingar og
rekstrar.
Von er á mörgum málum öðr-
um á fundi þessum varðandi af-
komu stéttarinnar.
Menn hafa áhyggjur af fá-
menninu i sveitum vegna þeirra
erfiðleika, sem það kann að
valda, ef veikindi ber aö höndum.
Tómas kvað erfiðleika vera
mikla á öllum mörkuðum og verð
vföast hvar fara lækkandi.
A fundinum verður m.a. rætt um
afleysingakerfi, sem hugsanlegt
væri að koma upp, þannig að
unnt væri að fá fólk til starfa þeg-
ar veikindi steðja að. Eftir er að
finna sliku kerfi form og fjár-
hagslegan grundvöll.
Stjórn Stéttarsambands bænda
skipa nú:
Gunnar Guðbjartsson Hjarðar-
felli formaður, Guðmundur Ingi
Kristjánsson Kirkjubóli, Bjarni
Halldórsson Uppsölum Skaga-
firði, Ingi Tryggvason alþingis-
maður Kárhóli, Þorsteinn Geirs-
son Reyöará i Lóni, sem er vara-
maður Vilhjálms Hjálmarssonar,
sem baðst undan stjórnarstörfum
þegar hann varð menntamála-
ráðherra, Jón Helgason Seglbúð-
um, og Ólafur Andrésson Sogni i
Kiós.
Fá bændakonur aðild að
Stéttarsambandi bænda
á 30 ára afmælisfundi
þess á Laugarvatni?