Tíminn - 21.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.08.1975, Blaðsíða 4
.4 TÍMINN Fimmtudagur 21. ágúst 1975 Brjóstkrabbi ' leggur marga konuna að velli Næst á eftir slysum og sjálfs- morðum deyja flestar konur úr brjóstakrabba á aldrinum 35 til 54 ára, að þvi er segir i skýrsl- um frá Alþjóða heilbrigðis- málastofnuninni. Þá kemur fram i skýrslum, sem ná yfir siðustu fimmtiu árin, að brjóstakrabbi er næst algeng- asta banamein kvenna á aldrin- um 25 til 34 ára. Dauðsföllum af völdum brjóstakrabba hefur farið mjög ört fjölgandi um all- an heim siðustu fimmtiu árin, og nú er svo komið að ein af hverjum 25 konum deyr úr þess- um sjúkdómi i Vestur-Evrópu og Bandarikjunum. ☆ Marcello afi Meðgöngu er aðeins hægt að fela að vissu marki. Nú verður ekki dulizt lengur, að Marcello Mastroianni er að verða afi, eða er e.t.v. þegar orðinn það. Mastroianni er itölsk karl- stjarna i kvikmyndum. Fyrir aðeins þremur árum hélt hann hátiðlega upp á fæðingu dóttur sinnar, Chiara, sem hann eignaðist með frönsku leik- konunni Catherine Deneuve. Hún neitaði að giftast honum. Nú er elzta dóttir Mastroiannis, Barbara, i þann veginn að eignast barn með vini sinum, Stefano Patrizi, ungum leikara, sem lék i Luchino Visconti kvikmynd, „Gruppo di Famiglia”. Hér sjáið þið mynd af Marcello Mastroianni með 3ja ára dóttur sinni, Chiara, og hinni ófrísku dóttur sinni, Bar- bara. Frægar kvik myndastjörnur leiko ísömu mynd í Leningrad i Sovétrikjunum er veriðað taka kvikmýnduna Blái fuglinn (The Blue Bird). bar leikur ameriska leikkonan Elizabeth Taylor og einnig leika þar þær Ava Gardner og Jane Fonda. Kvikmyndatökunni stjórnar Ge’orge Cukor, en þetta er sovézk-bandarisk fram- leiðsla. Kvikmyndahandritið er eftir belgiska rithöfundinn Maurice Maeterlinck. A mynd- inni sjást Elizabeth Taylor og Todd Lookinland. Skylab-stöðinni. Þegar sam- gönguráðherrann þýzki skoðaði þennan reynslubil, gerði prófessor Horst Ehmke það til gamans, að kveikja á stóru vasa- ljósi og beina geislunum að þaki litla bilsins, og var hann ekki lengi að taka við sér og fara af stað. Verðlaunaverð svör Brezk tveggja barna móðir Katy Snell, hefur verið útnefnd „kona ársins” af Brezku fjöl- skylduáætlananefndinni. Verðlaunin voru — fyrir utan tveggja manna rúm — prjöna- vél, frystikista og ferð fyrir tvo til Mallorca. Katy Snell, var ein af 2000 konum, sem svöruðu 21 spurningu um getnaðarvarnir og stöðu konunnar I sam- félaginu. Tilraunabíll - sem gengur fyrir sólarorku Þessi litli blll á myndinni er ekki leikfang, þó aö stærðin bendi kannski til þess; 1 rauninni er hann dýrari heldur en nýr Volks- wagen-bill beint út úr verksmiðj- unni. Það hefur þurft mikla vinnu hugvitsmanna og margs konar tilraunir til að búa hann til. Ný- lega sýndu visindamennirnir bil- inn i þýzka samgöngumálaráðu- neytinu. Prófessor Horst Ehmke, frá Suttgart háskólanum útskýrði fyrir ráðamönnum þar, hvernig hægt væri að nota sólarorku til aö knýja bil i stað bensins, og kostnaðarhliðina kynnti hann einnig, til þess að hægt væri að hafa þá útreikninga til hliösjónar, ef oliuverð hækkaði enn meir, því að þá er reiknað með að það borgi sig aö leggja út i framleiðslu á sólarorkuknúnum bilum. Þessi orkuvinnsla úr sólarljósi og hita, er i aðalatriðum svipuð og notuð er við geimför, t.d. I DENNI DÆMALAUSI ' ____- Hiín setur mitt dót i aðra vél, af þvi aö þarf að sjóða það miklu lengur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.