Tíminn - 21.08.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.08.1975, Blaðsíða 16
SÍM112334 •HERRfl RÐURINN ■fl-Q-AbSTR'fETI 3 GÐI fyrir gódan mat KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - Ekkert lát er á andófsaögeröum gegn portúgölskum kommúnistum. Myndin sýnir andkommúnista kasta öllu lauslegu út úr aöalstöövum kommúnista I bænum Famalicao. Bardagar blossa að nýju upp í Timor: Fjölmargir portúgalskir hermenn falla f valinn Reuter-Lissabon. Áreiöanlegar fréttir frá Lissabon hermdu i gær, 126 fórust í flugslysi í Sýrlandi Reuter-Damaskus. i fyrrinótt fórst tékknesk þota i sýrlenzku eyðimörkinni — I grennd við Damaskus, höfuöborg Sýrlands. 126 af 128, sem um borö voru, fórust. Þotan — sem var af gerðinni Ilyushin-62 — steyptist til jaröar, er hún átti eftir 18 klló- metra ófarna að flugvellinum við Damaskus. Sem fyrr segir létust allir, sem um borð voru — að undanskildum tveimur, konu og barni frá Sýrlandi. 1 gær lá ekki ljóst fyrir, af hverju slysið stafaði. Þess má geta, að sýrlenzka eyðimörkin er marflöt. KHFFIÐ ffrá Brasiliu aö bardagar heföu blossaö upp aö nýju I portúgölsku nýlendunni Timor. Fjölmargir portúgalskir hermenn féllu, aö sögn, I bardög- unum I gær. Annars voru fréttir af bardög- unum I Timor af fremur skomum skammti. Svo virðist sem nær sambandslaust sé á milli her- sveitanna i nýlendunni og her- stjórnarinnar i Lissabon. Portúgalskir kommúnistar boðuðu i gærkvöldi til útifundar i Lissabon. Það er úrslitatilraun af þeirra hálfu, til að mæta þeirri öldu andkommúnisma, er riðið hefur yfir að undanförnu. Ráðizt inn á Yigal Allons Reuter-Jerúsalem. Nokkrir af þeim, sem eru á móti nýju bráöabirgöasamkomulagi viö Egypta, réöust I gærkvöld inn á heimili Yiagal Allons, utan- ríkisráðherra israels. heimili Allon býr i gyðingahverfinu I austurhlusta Jerúsalem, en var ekki heima, er mótmæl- endurnir réðust til inngöngu á heimili hans. Lögreglumenn og landamæraverðir komu undir eins á vettvang og ráku mótmælendurna út. Sjö þeirra voru teknir höndum. Hernaðar- ástandi aflýst í Bangladesh Reuter-Londön. 1 gær var lesin upp I Utvarp i Bangla- desh tilkynning frá hinum nýja forseta landsins — þess efnis, að hernaöarástandi hefði verið aflýst I landinu. Hernaðarástandi var lýst yfir I Bangladesh eftir að bylting var gerð I landinu þann 15. ágúst s.l. 1 bylt- ingunni var Mujibur Rahman, fyrrum forseti landsins, sem kunnugt er tekinn af lifi, svo og flestir af nánustu vanda- mönnum hans. í tilkynningu hins nýja forseta — Khondker Mush- taque Ahmed — segir jafn- framt, að stjórnarskrá sú, sem hefur verið i gildi frá stofnun sjálfstæðs rikis i Bangladesh, skuli gilda áfram. Aftur á móti áskilur forsetinn sér rétt til að lýsa yfir hernaðarástandi i landinu — hvenær sem er, ef nauðsyn krefur. Of margir erlendir stúdentar Rcuter-Bonn. Vestur-þýzka stjórnin hefur nú til athugunar aö gripa til róttækra ráðstaf- ana, til aö fækka þeim mikla fjölda erlendra stúdenta, er aö undanförnu hefur lagt leiö sina til Vestur-Þýzkalands. Hinar nýju ráðstafanir eiga .æinkum að beinast að hinum sivaxandi stúdentafjölda frá þróunarlöndunum. Þær hafa tvenns konar tilgang — að sögn talsmanns stjórnar- innar: I fyrsta lagi á að gefa þeim stúdentum tækifæri til æðra náms við vestur-þýzka háskóla, sem hæfastir eru til að stunda það. Og i öðru lagi á að stefna markvisst að þvi, að stúdentar, sem lokið hafa námi, hverfi aftur til fyrri heimkynna i stað þess að setjast að i Vestur-Þýzka- landi. Nú stunda 45 þúsund erlendir stúdentar nám við vestur-þýzka háskóla— þar af eru 21 þúsund frá hinum svo- nefndu þróunarlöndum. WILSON HVETUR BREZKU ÞJÓÐINA TIL AD BERJ- AST GEGN VERDBÓLGU Vísar hugmyndum vinstri sinna um verðstöðvun á bug Reuter-London. Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlandt hélt sjónvarpsræöu i gærkvöldi. t ræð- unni hvatti hann brezku þjóöina til að berjast gegn þeirri verð- bólgu, er nú geisar i Bretlandi. Wilson sagði ennfremur, að þjóðin yrði að sætta sig við skerta lffsafkomu, meðan verið væri að vinna sigur á verðbólg- unni. Hann hvatti Breta til að styðja þá stefnu brezku stjórnar- innar að halda kauphækkunum i skefjum. (Hún hefur sett sér það mark, að laun almennra laun- þega hækki i mesta lagi um sex pund á viku). Wilson, sem dvalið hefur i sum- arleyfi á Scilly-eyjum undan suð- vesturströnd Bretlands, fór gagn- gert til London, til að flytja ræð- una. Ræðan markaði upphaf á ár- ððursherferð brezku stjórnarinn- ar fyrir stuðningi almennings við baráttu gegn verðbólgu í landinu. (Verðbólga i Bretlandi var nálega 26% á siðasta ári). Wilson sagði, að næstu tólf mánuðir yrðu erfiðir — en að sama skapi reðu þeir úrslitum um það, hvort Bretum tækist að sigrast á verðbólgunni. Forsætis- ráðherrann visaði á bug hug- myndum vinstri sinna innan Verkamannaflokksins um verð- stöðvun. — Verðstöðvun, sem rýrir svo hag iðn- og verzlunar- fyrirtækja, að þau ramba á barmi gjaldþrots, er einskis virði. Hún kynni hins vegar að valda enn viðtækara atvinnuleysi, bætti Wilson við. Sprengjum varpað á búðir í Líbanon Reuter-Beirut/Tel Aviv. Frá þvi var skýrt i Beirut og Tel Aviv i gær, að Israelskar her- þotur hefðu varpað sprengjum á buöir skæruliða i norður- hluta Libanons I gær. Fréttir frá Beirut herma, að ■ fjórar þotur hafi gert sprengjuárás á Baalbeck- svæðið, sem er i grennd við sýrlenzku landamærin. Ekki er kunnugt um tjón á mönnum eða munum af völdum árásar- innar. Yfirvöld I Tel Aviv sögðu, að árásin hefði verið gerð i hefndarskyni fyrir innrás nokkurra skæruliða inn i Isra- el frá Libanon fyrr i gær. Óeirðir í Thailandi: Lögreglumenn réðust inn í ráðherrabústað — og stúdentar inn í háskólann NTB/Reuter-Bangkok. Til mikilla óeirða kom I Thailandi siðasta sólarhring: i fyrrinótt réöust æstir lögreglumenn inn i bUstað Kukrit Pramoj forsætis- ráðherra, og í gær réöust óðir stUdentar til inngöngu i háskóla- byggingu I Bangkok, höfuöborg Thailands. Þetta ástand í Thailandi er það versta, er samsteypustjórn landsins—er tókvið völdum fyrir fimm mánuðum — hefur þurft að glima við. Lögreglumenn eru sárójiægðir með þá ákvörðun stjórnarinnar að láta lausa nokkra menn, er teknir höfðu verið höndum fyrir margvisleg afbrot, án þess að stefna þeim fyrir rétt. 1 fyrrinótt voru öryggisverðir kvaddir á vettvang eftir að lög- reglumenn höfðu ruðzt inn i bústað forsætisráðherrans og brotið allt lauslegt og bramlað. Siðdegis I gær hurfu öryggisverð- irnir af vettvangi, en þeim var skipað að vera við öllu búnir, ef til nýrra átaka kæmi. Kukrit Pramoj lýsti þvi svo yfir, að hann ætlaði ekki að kæra þá lögreglu- menn, er tekið hefðu þátt i árásinni á bústað hans. Yfir þrjú þúsund stúdentar réðust i gær inn i aðalbyggingu háskólans i Bangkok. Stúdent- amir, sem voru vopnaðir steinum og heimatilbúnum sprengjum, brenndu skjöl og brutu rúður i byggingunni, áður en þeir héldu á brott. í átökunum, er upphófust, þegar lögreglumenn komu á vett- vang, særðist fjöldi fólks, þ.á.m. nokkrir fréttaljósmyndarar, er hætt höfðu sér of nærri. Sfðdegis i gær var allt með kyrrum kjörum i Bangkok, a.m.k. á yfirborðinu. Blaðburðarfólk óskast Skólavörðustígur - Hóteígsvegur * Austurbrún - Laugards - Melar - Laufdsvegur Sími 26500 < 12323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.