Tíminn - 21.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.08.1975, Blaðsíða 9
TÍMINN Fimmtudagur 21. ágúst 1975 Fimmtudagur 21. ágúst 1975 TÍMINN 9 Jónas Halldórsson Haukur Halldórsson ■ Tíminn heimsækir Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd . ■ EITT NYTIZKULEGASTA BÚ NORÐAN HEIÐA Ungar hjá Fjöreggi ASK-Akureyri. A Svalbarðs- strönd við Eyjafjörð eru, eins og kunnugt er, margar af beztu bú- jörðum landsins. Eða hver hefur ekki heyrt að það „drjúpi smjör af hverju strái” I Eyjafirði. A Svalbarðseyrinni sjálfri er kaup- félag, en nokkru ofar kirkjustað- urinn Svalbarð, sem var og er gamalt höfuöból. Fæðingarstaður Bólu-Hjálmars, Ilallandi, er svo innst á Svalbarðsströnd. En það var ekki ætlunin að telja upp einhverja runu af bæjarnöfn- um, heidur að kynna fyrir lesand- anum eitt nýtizkulegasta bú norð_- an heiða. Það er Sveinbjarnar- gerði á Svalbarðsströnd, en þar búa þeir bræðurnir Jónas og Haukur Halldórssynir. Það myndi ef til vill hljóma kunnug- legar ef nefnd væri í sömu and- ránni alifuglabúið Fjöregg, en I Sveinbjarnargerði fer starfsemi þess fram undir stjórn Jónasar. Eina klukkustund að gefa 160 skepnum Viö hliðina á nýbyggðu fjósi i Sveinbjarnargerðj, hitti TÍMINN Hauk Halldórsson, og við spurð- um hann fyrst hvenær lokið hefði verið v'ð fjósbygginguna. — Það var byrjað á þvl — auk hlöðunnar — vorið 1973, en skepn- ur voru fluttar hingað I april á siðastliðnu ári. — Fjósið og hlaðan eru á ýmsan hátt frábrugðin þvi,sem venja er til? — Já það má segja það. 1 hlöð- unni eru svonefndar flatgryfjur fyrir vothey, þurrhey og graskök- ur. Gryfjurnar eru þrjár talsins, 30 metra langar og 6 metra breið- ar, og koma meðal annars i stað súrheysturnanna, sem algengast- ir eru, en I tvær af gryf junum set ég vothey. Gryfjurnar auövelda mjög mikið alla vinnu og gera það að verkum, að möguleiki er á að nota vélar við fóðrunina. En hing- að til hefur það staðið aukinni votheysverkun nokkuð fyrir þrifum, að vélvæðing við gjöf á votheyi hefur verið litil og likam- leg vinna mikil. 1 þessari hlöðu notum við til dæmis traktor við að taka votheyið úr stæðunum, en hann er með sérstaka skurðar- hnifa að aftan, og skera þeir einn rúmmetra i hvert skipti. Siöan er ekið inn i fjós og þar dreift úr hey- inu, en það tekur okkur um eina klukkustund að gefa 160 skepn- um, eins og voru hér á fóðrum siðastliðinn vetur. Reyndar má segja, að á allan hátt hafi verið reynt að gera líkamlega vinnu eins litla og möguleiki var á, strax og farið var að hugsa fyrir byggingunni. — Hvernig er skiptingin milli einstakra tegunda af heyi ef svo mætti segja? — í sumar reikna ég með aö taka um þaðbil 40% i vothey, 25% I graskökur og afganginn þurrka ég á gamla mátann. Sem sagt, ég reyni að vera eins óháður veðri og nokkur kostur er. Samtals verða þetta um 3.500 til 4.000 hestar. — Óneitanlega er það kostur, að geta þjappað svona saman fóður- einingunum, og koma þvi fleiri fóðureiningum I skepnurnar og spara á þann hátt meðal annars innflutt kjarnfóður, en vothey og ekki sizt graskökurnar eru mun rikari af fóðureiningum, en þurrt hey sé miðað við rúmmetra. — Þú talar um graskökur, er ekki frekar litið um að bændur notfæri sér þá kosti, sem þær virðast hafa? — Jú ég held að mér sé óhætt að fullyrða það. Notkun á slikum heykökum gerir það mögulegt fyrir bændur að vera enn óháðari veðri og vindum, en framleiðslan fer þannig fram, að heyið er tekið hrátt af túninu og hitað, og siðan pressað i þar til gerðri vél. Þá er ekkert annað eftir en að aka þvi i hlöðu. Hins vegar er sá galli á gjöf Njarðar, að olia er notuð viö hitunina, sem nú upp á siðkastið gerir framleiðsluna fjárhagslega óhagkvæmari en áður var. Það væri i þvi sambandi gott að það kæmi fram, að rangt var hjá út- varpinu, að við hér á Svalbarðs- strönd notuðum svartolíu á véla- samstæður, — hið rétta er að á- hugi var á þvi, en engin fyrir- greiðsla fékkst hjá stjórnarvöld- um. Það hefur aftur á móti veriö reiknaö út, að kostnaður við I- setningu svartoliukerfis myndi borga sig á einni vertið. Ég á til dæmis ekki von á þvi að taka meira en 75 tonn af graskökum i ár, en það er mun minna en á sið- astliðnu ári og bein afleiðing af hækkuðu oliuverði. Til frekari samanburðar má geta þess, að i fyrra voru framleidd um 400 tonn af kokum, en fyrirsjáanlegt er að það verði um 100 tonnum minna i ár. — Hefur ekki verið rætt um að nota þá rafmagn við vélasam- stæðuna? — Um það hefur verið rætt, þvi rafmagn væri það lang hagstæð- asta, ekki bara fyrir okkur heldur og fyrir þjóðarbúið. En það er ekki möguleiki fyrir eigendurna, sem eru fimm bændur, að kaupa rafmagnið á þvi verði, sem það býðst i dag, nema þá á einhverju stóriðju- eða Straumsvikurveröi. Hins vegar er það skoðun min, að væri skilningur fyrir hendi hjá viðkomandi ráðamönnum, væri hægt að fá rafmagn á ódýru verði yfir sumarmánuðina þegar þörfin til húsahitunar er litil. Sérstakt mjaltafjós — En hvað um fjósið, er það ekki einnig frábrugðið hefðbundnum byggingum? — í fjósinu er sérstakt mjalta- fjós, og er það eitt út af fyrir sig mjög þægilegt, fjósið er fjórstætt og eru 24 kýr i hverri röð. Þær eru bundnar þannig, að mjaltamað- urinn opnar frá á einum stað, og ganga kýrnar siðan I mjaltafjós- ið. Meðan á mjöltun stendur, þá tekur mjaltamaðurinn i sérstaka snúru og gefur kúnni i fat sem stendur fyrir framan hana, þann- ig getur hann mismunað þeim eftir nythæð. Þegar mjöltun er lokið heldur kýrin áfram inn fjós- ið og rambar á sina röð i bás er lokar hana sjálfkrafa inni. Við mjöltunina er notað svokallað kútakerfi, en aðalkosturinn viö það er að mjaltamaöurinn sér alltaf nyt hverrar skepnu, og mjög auðvelt er að taka fitupruf- ur. Nú er ég meö þetta 85—90 mjólkandi kýr og það má segja, að það taki 2 1/2 klukkustund að mjólka þær á morgnana, og eitt- hvað skemmri tima á kvöldin. Við vinnu i fjósinu er svo einn fast- ráðinn maður, en yfirleitt erum við tveir sem störfum þar. — Hver var svo kostnaðurinn við bygginguna? — Hann varð um það bil 20 mill- jónir, en ég tel að þeim peningum hafi verið vel varið eins og reynslan hefur sýnt. — Að lokum Haukur, hvernig eru heyskaparhorfur i sumar? — Þær eru sæmilegar, fleátir eru langt kómnir með að heyja, en gras er misjafnt að gæðum, eftir þvi hve snemma menn byrj- uðu. Að visu er uppskera heldur lélegri en i fyrra, en miðað við aðra landshluta held ég að við bændur við Eyjafjörð getum ver- ið mjög ánægðir með okkar hlut- skipti. Þrjátiu þúsund stykki á ýmsum aldri Þá ræddi TIMINN við Jónas Halldórsson, en eins og fyrr sagði þá er hann forstjóri FJÖREGGS. — Hver er meðalframleiðslan hjá Fjöreggi? — Ætli það láti ekki nærri, að slátrað sé um 3000 kjúklinguni á viku, af heildarfjöldanum, sem er rétt um þrjátiu þúsund lifandi hausar á öllum aldri. — Hefur þú marga starfsmenn við búið? — Hér heima erum við 3, sem störfum við kjúklingabúið, en viö sláturhúsið eru þetta 6—7 manns þrjá daga I viku. Sláturhúsið er aftur á móti niður á Svalbarðs- eyri, en þar leigi ég aðstöðu af kaupfélaginu. — Er næg eftirspurn eftir fram- leiðslunni? — Það er ákaflega misjafnt og veltur á ýmsu með eftirspurnina. Þessa stundina er hún næg og markaðurinn biður um meira, en til dæmis I fyrra kom afturkippur i framleiðsluna, er skapaðist vegna niðurgreiðslna rikisins. Það hefur jafnað sig og eftirspurn er orðin eðlileg á ný. Hins vegar háir þaö mjög framleiðslunni, aö ekki er möguleiki á að gera nein- ar áætlanir, þvi rikið getur kippt fótunum undan þessari búgrein með þvi einfaldlega að auka nið- urgreiðslur á öðrum búvörum, en kjúklingaframleiðendur njóta ekki niðurgreiðslna af neinu tagi. — Finnst þér ekki kjúklinga- framleiðendur ættu að njóta sama niðurgreiðslukerfis og t.d. kvikfjárræktunarbændur? — Nei, ég get vel sætt mig við Framhald á bls. 15. Texti og myndir: Áskell Þórisson 1 fjósinu Graskökuverksmiöjan [ % m ^ J|j Jg iffti:á Stofninn hjá Fjöreggi Graskökur i hlöðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.