Tíminn - 21.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.08.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. ágúst 1975 TtMINN 5 Porkettið er full-lakkað og auðvelt að leggja Verð í dag kr. 2700-3006 pr. fermetra - Söluskattur ekki innifalinn Heldur orgel- tónleika í Hóteigs kirkju í kvöld Ö.B. Reykjavik — Harald Gullichsen, organleikari við kirkjuna i Elverum, er fæddur árið 1946. Hann tók próf sem organleikari og kantor árið 1969, en kom fyrst fram sem einleikari 1971 og siðan hefur hann haldið tónleika viðs vegar um Noreg. Blaðið náði tali af Gullicsen I gærdag og átti við hann stutt spjall. Hann sagði að sinn vinnustaður væri kirkjan i Elverum, en þar æfði hann og stjórnaði barnakór og kirkjukór, sem. hvor um sig teldi 40 manns. mynstur og trjótegundir ll I DA Hringekjan Svo er að sjá, sem hug- myndin um að reisa Magnúsi Kjartanssyni styttu við járn- blendiverksmiðjuna, hafi fall- ið i góðan jarðveg ef marka má undirtektir almennings, sem stöðugt sendir framlög til styttunnar. Stundum láta gef- endur visustúf fylgja með, en aðrir senda linu. Nýlega barst ritstjóra blaðsins svohljóðandi bréf, frá G.K. ásamt eitt hundrað krón- um, sem renna eiga til söfn- unarinnar: „Háttvirti ritstjóri. Fyrst af öllu vil ég biðja af- sökunar á þvi,' að ég skuli skrifa yður þetta ómerkilega bréf. En ástæðan fyrir því að ég rita þessar fáu linur, er hin bráðsnjalla hugmynd blaðs yðar að reisa Magnúsi Kjartanssyni veglegan minnisvarða. Þótt ég sé afar hrifinn af hugmynd yðar, finnst mér að hægt væri að betrumbæta hana, og vil ég gjarna gera tilraun til þess. Þótt ég hafi aldrei verið tal- inn hugmyndarfkur, duttu mér I hug fáeinar breytingar, sem að mlnu litla viti gætu gert framkvæmd uppástungu blaðs yðar enn áhrifameiri. Ég vil þvl reyna að skýra yður frá þvl, i hverju breytingar minar eru fólgnar. er að Ég leyfi mér að stinga upp á þvl, að undirstaða styttunnar, sem gert ráð fyrir reist verði Grundar- tanga, verði nokkurskonar hringekja, sem snúist nótt og nýtan dag. Á þessa hringekju verði settar marglitar raf- magnsperur, og yrði það óneitanlega fögur og tilkomu- mikil sjón, að sjá alla þá stór- kostlegu ljósadýrð, er perurn- ar mynduðu, að minnsta kosti er dimma tekur að nóttu. Óþarfi er að benda á þá stað- reynd, að hringekjan mýndi gera likneskið miklu persónu- legra, og myndi ábyggilega gera afkomendum okkar auð- veldara að skilja ástæðuna fyrir þvi, að núverandi kyn- slóð hafi viljað sýna Magnúsi svona mikla virðingu. Til þess að öruggt væri að hönnun og smiði hringekjunn- ar væri vel og samvizkusam- lega af hendi leyst, vildi ég leggja til að fyrirtæki þvl i Júgóslavlu, er staðið hefur fyrir rafmagnsvirkjuninni við Sigöldu, yrði falin smiði hring- ekjunnar. Fengi fyrirtækið rúman tima til að ljúka þvi verki, og stæðu þá vonir til þess að skopparakringlan yrði komin til landsins fyrir sex- tugsafmæli fyrirsætunnar, sem sé 25. febrúar 1979. Væri þaö landi okkar og þjóð til mikils sóma, ef listaverkið yrði afhjúpað á þeim merkis- degi, og ég tala nú ekki um, ef forsetinn fengist til að múra fyrir blýhólkinn, er hann væri kominn á sinn stað. Einnig fyndist mér athug- andi, hvort ekki kæmi til mála að breyta nafni Grundartanga i „Magnúsargrad”, þótt ekki væri til annars en að fullvissa aðdáendur Magnúsar austan járnblendingstja Idsins um það, að hann væri enn á réttri linu. Ekki efast ég um að fjár- magn það, sem með þyrfti til þess að koma myndastyttunni upp, yrði auðfengið. Til dæmis myndu Karbltarnir I Banda- rikjunum ábyggilega leggja þó nokkuð af dollurum i sam- skotasjóöinn, þar sem þeir eiga Magnúsi einum það að þakka, að verksmiðjan á Grundartanga verður byggð. Hugmyndin að byggingu verk- smiðjunnar er tvimælalaust eitt af frumlegustu hugar- fóstrum hins fyrrverandi ráö- herra. Þess ber aö geta, að er Magnús gerði samninginn við Karbltana, var engin mengunarhætta fyrir hendi, og hún skaut ekki upp kollin- um, fyrr en Magnús för úr rikisstjóminni, hvernig sem á þvl stóö. Ég þykist nú hafa skýrt til- lögur minar svo vel, að þær ættu að vera öllum skiljanleg- ar, jafnvel alþingismönnum, og er þá mikið sagt!” — a.þ. Buxur Blússur Peysur Drengjaskyrtur Herraskyrtur H errasloppar Kvensloppar Anorakar, demin Nælonsloppar Telpunáttkjólar o.fl. frá 998.— kr. 998.- 700.- 990.- 498.- 700.- 1.500.- 990.- 700.- 800.- 500.- BUTASALA Utae|ksKM9 llSK SKEIFUNNI 15 Hann sagði, að feynt hafi verið að halda tónleika að minnsta kosti einu sinni i mánuði I Elverum- kirkju, — en slik frammistaða þætti góð her um slóðir. Harald Gullichsen hefur samiö nokkur verk fyrir orgel og kóra til þjónustu i kirkjum, einnig sagðist hann vera að leggja siðustu hönd á aðventukantötu fyrir strengi, pákur, blásturshljoðfæri, og orgel Nokkur verka hans hafa verið gefin út á hljómplötum á- vegum Norsk musikverk forlag. - Nýverið lék hann inn á hljómplötu með hinum kunna trompet- leikara, Harry Kvebæk. Hann er meðal annars varaformaður Norska kirkjukórasambandsins. Tekið skal fram, að áður auglýstir tónleikar i Dóm- kirkjunni verða haldnir kl. 21 i Háteigskirkju. Mun þessi breyting stafa af þvi að Harald Gullichsen er óvanur orgeli þvi, sem er i Dómkirkjunni, en þekkir betur orgeltegundina, sem er i Háteigskirkju og óskar þvi heldur að halda tónleikana þar. 11% *Vf Laugavegi l(iS — Simi 1-72-20 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.