Tíminn - 21.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.08.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. ágúst 1975 TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500- — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent tí.f. Bati í gjaldeyris- málum 1 viðtali við Ólaf Jóhannesson viðskiptaráð- herra, sem birtist i Timanum i dag, kemur fram, að þróunin i gjaldeyrismálum, það sem af er þessu ári, er hagstæðari en á sama tima i fyrra. Fyrsti ársfjórðungurinn var erfiður, en á timabilinu april-júni batnaði staðan talsvert, og á þvi timabili voru gjaldeyriskaupin 7,3% meiri en gjaldeyris- salan. Þegar litið er á sex fyrstu mánuðina, kemur i ljós, að gjaldeyriskaupin eru 4% meiri i krónum en á sömu mánuðum i fyrra. í nýbirtri skýrslu frá Hagstofunni segir, að við- skiptajöfnuðurinn fyrstu sex mánuði þessa árs hafi verið óhagstæður um þrettán og hálfan mill- jarð króna, en hafi ekki verið óhagstæður um nema sjö og hálfan milljarð króna á sama tíma i fyrra. í þessu sambandi bendir Ólafur Jóhannes- son viðskiptaráðherra á, að við samanburð á töl- um um útflutning og innflutning sé nauðsynlegt að hafa i huga þær breytingar, sem orðið hafi á gengi islenzku krónunnar. Ef tölur um útflutning og inn- flutning fyrstu sex mánuðina 1974 væru færðar til núverandi gengis, yrði viðskiptajöfnuðurinn fyrir það timabil óhagstæður um rúma ellefu milljarða króna, sem væri litt betri útkoma en fyrstu sex mánuðina á þessu ári. Þegar þetta dæmi er skoðað, verður einnig að taka með i reikninginn hinar miklu sveiflur i út- flutningi áls og innflutningi til álfélagsins. Ef þau áhrif eru dregin frá heildartölum, yrði viðskipta- jöfnuðurinn fyrstu sex mánuði ársins 1974 óhag- stæður um tæpa 13 milljarða króna á núverandi gengi, en ekki nema um ellefu og hálfan milljarð á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þetta er einfald- lega vegna þess, að útflutningur á áli hefur verið minni það sem af er þessu ári en á sama timabili i fyrra. Við það bætist, að innflutningur til álfélags- ins er minni i ár en á samsvarandi timabili i fyrra. 1 viðtalinu við Ólaf Jóhannesson koma fram ýmsar athyglisverðar tölur um útflutningsvöru- birgðir. 1 lok júnimánaðar á þessu ári nam verð- mæti þeirra tæpum 8 milljörðum króna, en á sama tima i fyrra nam verðmæti þeirra tæpum 8,5 mill- jörðum, miðað við núverandi gengi. Af þvi sést, að tiltölulega litil hreyfing hefur orðið. Þó er skipt- ingin milli vörubirgða ekki hin sama. T.d. eru birgðir loðnumjöls verulega minni nú en á sama tima i fyrra, og raunar hefur nú tekizt að selja allt það loðnumagn, sem til var I birgðum i júnilok. Hins vegar er iskyggilegt, hversu illa gengur með sölu á rækju. Birgðir af rækju voru 520 tonn i júní- lok á þessu ári, að verðmæti 286 milljónir króna, en hins vegar voru rækjubirgðirnar ekki nema 37 tonn á sama tima i fyrra. íslendingar eru háðir sveiflum á markaðsverði útflutningsafurða. Ekki er hægt að tala um, að hækkanir hafi orðið á útflutningsafurðum okkar siðustu mánuði. Samt má merkja nokkurn bata i gjaldeyrismálum okkar. Það er ekki sízt að þakka aðhaldi i gjaldeyrismálum. - a.þ. Spartak Beglof, APN: Evrópuróðstefnan var til hags fyrir alla Ávinningur Rússa ekki meiri en annarra Rússneskir fjölmiðlar halda áfram að ræða fram og aftur um Evrópuráðstefnuna og árangur hennar. Yfirleitt eru þessar umræður i svipuðum tón og eftirfarandi grein Beglofs. NIÐURSTOÐUR Evrópu- ráðstefnunnar i Helsinki eru með réttu taldar hinn mikil- verðasti viðburður i sögu al- þjóðasamskipta um allan heim. Þær leiða glöggt i ljós, hve góðum árangri má ná með sameiginlegu átaki rikja með mismunandi þjóðfélagsskipu- lag i þvi að setja fram raun- hæfa áætlun um aðgerðir til þess að tryggja varanlegan frið i álfunni, sem i aldanna rás hefur verið vettvangur hinna blóðugustu styrjalda. Þýðing lokasáttmálans, sem undirritaður var i Helsinki, er framar öðru fólgin i þvi', að þar eru skýrt og greinilega settar fram meginreglur um samskipti rikja, reglur sem sprottnar eru af lærdómi sög- unnar og sameiginlegri reynslu sl. þrjátiu ár. Efa- hyggjumenn og andstæðingar samkomulagsins tala um að meginreglurnar séu „orðin tóm” og „skuldbindi engan”, en þeim verður aðeins svarað á einn hátt: samningur hinna þrjátiu og fimm rikja er sprottinn af hin- um raunverulegu kringum- stæðum, sem þjóðirnar hafa þegar lifað við. UNDANFARI Evrópuráð- stefnunnar eru fjölmargir tvi- hliða og marghliða millirikja- samningar, sem gerðir hafa verið á undanförnum árum. Nú hefur lagalegt gildi þeirra verið staðfest enn frekar með sameiginlegum allsherjar- samningi. Eins og allir æðstu menn Evrópurikja sögðu raunvérulega á ráðstefnunni, þá er það einmitt þessi sam- þætting fyrri samninga og ótviræðar viljayfirlýsingar þátttakenda i ráðstefnunni, sem gefur samningnum hið siðferðislega og pólitiska inni- hald. Litum á annan þátt i hinni sameiginlegu reynslu Evrópu- rikja, sem nú hefur leitt til þess,aðsettarhafa verið fram meginreglur um ný samskipti þeirra — en það er einn af uppistöðuþáttunum, sem sé samvinnan i viðskiptum. Sem kunnugt er mótaði Evrópuráðstefnan stefnu og raunhæfar ráðstafanir í sam- vinnu á sviði viðskipta, iðnaðar, landbúnaðar, visinda og tækni, heilsuverndar, um- hverfisverndar, o. fl. Þessi á- ætlun byggist öll á raunveru- legri reynslu og möguleikum, sem þegar hafa komið i ljós i viðskiptum og vísinda- og tæknisamvinnu milli Austur- og Vestur-Evrópu, eftir þvi sem dregið hefur úr viðsjám og þessi samskipti hafa aukizt með árunum. Aukin verzlun milli rikja með mismunandi þjóðfélagsskipan á árunum 1970-1974, sem hefur i ýmsum tilfellum tvöfaldazt, þrefald- azt og jafnvel fjórfaldazt (milli SSSR og Vestur-Þýzka- lands), verður engan veginn kölluð „abstrakt og táknrænt fyrirbrigði” — eins og gagn- rýnendur lokasamningsins i Helsinki kalla hann við hvert tækifæri, heldur þvert á móti raunveruleg staðreynd. Þannig er slökun spennu fylgt eftir með raunverulegu efnis- legu inntaki. Sérkenni Evrópu er einmitt fiað, að um álfuna liggja Leonid Brézjnef helztu vatnaskil andstæðrar félags- og efnahagslegrar þjóðfélagsskipunar. Við þess- ar kringumstæður verður það sérdeilis þýðingarmikið, að rikin læri að vinna saman. Þetta á ekki sizt við um samskipti i menningarmálum, menntun upplýsingastreymi og gagnkvæm kynni einstaklinga Það var mjög erfitt og útheimti mikla vinnu og nákvæmni af þátttakendum I Evrópuráðstefnunni að setja fram reglur um samskipti á þessum sviðum, þar sem diplómatar glimdu i fyrsta sinn við það á alþjóðavett- vangi að samhæfa og sam- ræma ýmis mál, sem varða beinlinis innanlands lifshætti þrjátiu og fimm þjóða. VIÐ ÞÆR AÐSTÆÐUR, þegar slaknar á spennu, skapast möguleikar til sam- vinnu á sviðum, sem óhugs- andi var á árum „kalda striðsins”, en kjarni málsins er einmitt sá, að allar ráðstafanir verða að þjóna þvi markmiði að efla frið og treysta gagnkvæmt trúnaðar- traust. Þess vegna hlýtur það að vekja undrun að heyra enn þann dag i dag enduróma frá dögum „kalda striðsins” staðhæfingar þeirra, sem leit- ast við að túlka samkomulagið varðandi aukin samskipti að- eins sem „skilyrði”, og að það sé aðeins „skylda hinna sósialisku rikja að uppfylla þau.” Niðurstöður ráðstefn- unnar á þessu sviði eru alveg jafn skuldbindandi fyrir alla þátttakendur, svó sem niður- stöður á öðrum sviðum. Og það þýðir, að öll þrjátíu og fimm þátttökurikin bera sömu ábyrgð á því, að hinir nýju möguleikar, sem nú hafa opnazt á gagnkvæmum sam- skiptum, þjóni gagnkvæmum skilningi milli þjóða, árangursrikari og skynsam- legri hagnýtingu andlegra og menningarlegra verðmæta, sem þær búa yfir. Þeir, sem ennþá halda áfram að tala um „einhliða á- vinning” Sovétrikjanna og annarra sósialískra rikja af ráðstefnunni, eru ekki aðeins viðs fjarri sannleikanum, heldur standa beinlinis gegn vilja milljóna óbreyttra Evrópubúa. Það er óhugsandi að þjóðirriar i Vestur-Evrópu meti rétt sinn til friðar minna en þjóðirnar i austurhluta álf- unnar. Og jafn fráleitt er að hugsa sér, að annar hluti Evrópu haldi áfram að lifa i heimi raunveruleikans, en hinn i heimi tálsýna. L. Brézjnef lagði einmitt áherzlu á það í ræðu sinni i Helsinki, að samningurinn væri árangur af vandlega samþættu jafnræði hagsmuna allra þátttökurikja. Og þess vegna verður að framkvæma hann með itrustu varfærni. ÞESSI athugasemd er vel þess virði, að þeir aðilar á Vestur-löndum, sem enn eru bundnir i fjötra fortiðarinnar og kalda striðsins, leggi við hlustir. Þessir aðilar leitast nú við að túlka lokaniðurstöður ráðstefnunnar sem „samning til staðfestingar á þvi, að Sovétrikin hafi unnið sigur i heimsstyrjöldinni siðari og náð undirtökum i þróun mála eftir strið — en Vesturlönd hafi endanlega lotið i lægra haldi”. Með svona „rök- semdafærslu” er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, að það hafi alls ekki verið fasisminn, sem var aðalóvin- urinn i heimssty rjöldinni siþari, að „hin vestrænu lýðræðisriki” hafi ekki valið sér „rétta” bandamanninn, og loks að lif 50 milljón manna hafi verið einskis vert gjald fyrir hinn sameiginlega sigur! Niðurstöður ráðstefnunnar upphefja ekki andstæður i hugmyndafræði og þjóðfélags- Framhald á 15. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.