Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 5
TÍMINN 5 Laugardagur 23. ágúst 1975 Sjónvarpsaug- lýsingar og erfiðleikar blaðanna Nokkrar umræður hafa átt sér stað að undanförnu um erfiðleika blaðanna og þá ó- eðlilegu samkeppni, sem sjón- varpið veitir þeim í auglýs- ingaöfiun. Einhvern tima munu hafa verið settar á- kveðnar reglur um auglýs- ingamagn i sjónvarpinu, en á liðnum árum hafa þær reglur verið þverbrotnar, án þess að nokkuð hafi verið að gert. Það er vissulega alvarlegt mál. að rikisstofnun skuli leyfa sér að virða á þennan hátt að vettugi reglur, sem settar voru i á- kveðnum tilgangi. Auglýsingatekjur blaðanna eru ein meginforsenda þess, að unnt sé að halda þeim úti. Þessar tekjur hafa minnkað hlutfallslega á undanförnum árum, aðallega vcgna sam- keppninnar við sjónvarpið, sem ekkieinungis leyfir sér að hafa ótakmarkað rúm fyrir auglýsingar, heldur býður auglýsendum tiltölulega lágt auglýsingaverð. Hér er um ó- eðlilegan samkeppnisgrund- völl að ræða, sem er engum til góðs, þegar til lengdar lætur. Opinberar auglýsingar Hið opinbera kemur til móts við blöðin með ýmsum hætti, þótt stundum hætti mönnum til að gera of mikið úr þvf. Til að mynda birtast i öllum flokksblöðum opinberar aug- lýsingar frá ráðuneytum og stofnunum á vegum rikis og bæja. Hér inna blöðin að vfsu af hendi mikilsverða þjónustu fyrir opinbera aðila, en með réttu er gagnrýnt, að þarna sói opinberir aðilar óþarflega miklu með þvi að birta auglýs- ingar i öllum blöðum. Á móti kemur, að blöðin veita opinbcrum aðilum nánast ó- keypis þjónustu með þvi að birta sjónvarps- og útvarps- dagskrár fyrir sáralitla greiðslu. Misnotkun „Nýrra Þjóðmála" En það er slæmt til afspurn- ar, þegar það hendir blöð að misnota opinberar auglýsing- ar með þvi að birta þær eftir dúk og disk, löngu eftir að þær hafa misst gildi sitt. Þetta hefur hent „Ný þjóðmál”, málgagn Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, sem að eigin sögn berst gegn hvers kyns misnotkun og spillingu. 1 siðasta tölublaði „Nýrra þjóð- mála”, sem kom út 19. ágúst, birtast fjölmargar auglýsing- ar frá opinberum aðiium, um stöður og styrkumsóknir, þar sem umsóknarfrestur rann út 15. ágúst. Enginn heiðvirður útgefandi stendur þannig að málum. Hér er ekki um neina tilviljun að ræða. „Ný þjóð- mál” hafa leikið þennan leik áður i sumar, og með grófari hætti, því að þá var útgáfu- dagur blaðsins færður aftur til að auglýsingarnar væru ekki orðnar „úreltar”, þegar þær birtust i biaðinu! —a.þ. Norrænir iðnrekend- ur á róðstefnu hér FÉLÖG iðnrekenda á Norður- löndum halda þessa dagana ráð- stefnu að Hótel Loftleiðum. Slikar ráðstefnur eru haldnar árlega og sitja þær formenn og fram- kvæmdastjórar, ásamt stjórnar- mönnum og starfsmönnum iðn- rekendafélaganna. Fjöldi þátttakenda i ár er 30 og þar af 10 islenzkir. A fundunum eru rædd sameiginleg málefni og sjónarmið sameinuð eftir þvi sem við á. Ráðstefnan hófst með ávarpi Gunnars Thoroddsen, iðn- aðarráðherra, um iðnað á islandi og samstarfsmöguleika á þvi sviði milli Norðurlandanna, en siðan var gerð grein fyrir stöðu iðnaðarins i hverju landi fyrir sig. önnur helztu málefni, sem rædd voru á ráðstefnunni, voru sam- skipti iðnrekendafélaganna við vinnuveitendasamtök viðkom- andi landa og hlutverk iðnrek- endafélaganna i mótun iðnaðar- stefnu i heimalandinu. Ráðstefn- ur þessar eru árlegar og haldnar til skiptis á Norðurlöndunum. Verður næsta ráðstefna haldin i Sviþjóð 1976. Formenn félaga iðnrekenda á Norðurlöndum. Talið frá vinstri: Bergsraadet Wartti Hovi, Finn- land, Generaldirektör Onar Onarheim, Noregi, Direktör Aake Palm, Sviþjóð, Direktör Davið Sch. Thorsteinsson, tsland og Oi- rektör H. Brúniche-Olsen, Dan- inörk. Atvinna Kaupfélag úti á landi vantar mann vanan verzlunar- og skrifstofustörfum. Húsnæði fylgir. Nánari upplýsingar i sima 94-6108 og 6124. Tíminn er peningar HVER VILL 120 ÞÚS. KR. RAF- EINDAÚR? A ALÞJÓÐLEGU Vörusýning- unni sem nú er haldin i Laugar- dalshöll, býður fyrirtækið Iðn- tækni h.f., gestum sinum að taka þátt i samkeppni um slagorð fyrir AUGLÝSIÐ í TÍAAANUM SOllD state e||íine analyzer DWELL VQLTS. Stillitæki fyrir bensin-vélar. útvarps-þéttar í bif- reiöar. Tímastillingarljós fyr- ir kveikju. MV-búðin Sudurlandsbraut 12 Sími 85052 fyrirtækið. Valið verður úr lausn- um sem berast i lok september. Verðlaun eru tvö rafeindagullúr af vönduðustu gerð (sjá mynd) að verðmæti 120 þúsund, og er annað karlmannsúr og hitt kven- mannsúr. 03 Electrolux Frystikista 310 Itr. S- W Electrolux Frystikista TC114 310 litra Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður tii að fjar- lægja vatn úr frystihplfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaðurinn hí. r Frú Sjómannafélagi Reykjavíkur AÐALFUNDUR Sjómannafélags Reykja- vikur verður haldinn sunnudaginn 24. ágúst i Lindarbæ og hefst kl. 14. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagar! Fjölmennið á fundinn. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.