Tíminn - 23.08.1975, Blaðsíða 4
4
Tí-MINN
Laugardagur 23. ágúst 1975
Áhorfendur vinna með leikurunum
Fáið áhorfendurna til sam-
vinnu' Þessi nýja tegund af
skemmtun er nefnd „algjört
leikhús”. Hópur ungs fólks hef-
ur komið þessari nýju hugmynd
á framfæri i Tara Hotel i
London. Leikararnir sýna þar
leikritið „Onnur brúður, annar
brúðgumi”, sem er skop um
brúðkaup og brúðkaupsveizlur.
Sýningin fer fram i veizlusal
hótelsins, og áhorfendum er
boðið að taka þátt i brúðkaups-
veizlunni i mat og drykk. Þeir
skála, syngja og enda með þvi
að dansa við leikarana. Einn
leikaranna, Seretta Wilson, sem
leikur brúðina, skemmtir gest-
um með nektarsýningu.
Stjórnandinn, Eleanor Fazan,
segir: — Við gerðum tilraun
með leiksýningaveizluhöld i
Melbourne i Ástraliu, og þóttu
þau svallsöm, dónaleg og indæl.
f London þótti okkur tilraunin
einnig heppnast vel. Nú langar
okkur til að gera tilraun i
Bandarikjunum. Hér sjáið þið
„brúðina” að verki.
Eina með öllu,
takk
Danir fóru ekki varhluta af hita-
bylgjunni, sem gekk yfir
Evrópu á dögunum. Sumir tóku
það til bragðs að belgja sig út á
köldum bjór, þegar hvað heitast
var, aðrir völdu heitar pylsur,
os.s. frv. Ekki voru skoðanirnar
siður skiptar, þegar kom að
klæðavali, eins og meðfylgjandi
mynd sýnir glögglega. Maður-
inn lengst til vinstri á myndinni
hefur greinilega verið
sannfærður um að skynsamleg-
ast væri að klæöa af sér hitann
með ullarjakka og dökkum bux-
um, annar hefur sleppt jakkan-
um og brett upp skyrtu-
ermarnar, og kvenfólkið á
myndinni er fremur léttklætt.
En það hefur vitaskuld verið
náunginn á miðri myndinni,
sem dregið hefur að sér athygli
ljósmyndarans. Hitt fólkið á
myndinni hefur þó greinilega
miklu meiri áhuga á pylsunum
sinum heldur en stripalingnum,
en þeir eru nú lika orðnir ýmsu
vanir i kóngsins Kaupinhafn!
iGerviefni notað
i seglin
Kannski hafið þið einhvern tima
haft i höndunum tiu marka
þýzkan seðil. Á honum er mynd
af skipi undir fullum seglum.
Þið hafið ef til vill haldið, að
þarna væri um eitthvert forn-
skip að ræða, sem löngu væri
horfið af sjónarsviðinu, en svo
er ekki. Skipið heitir Gorch
Fock og er ekki eldra en það, að
það var tekið i notkun árið 1958,
og er nú notað sem æfingaskip
fyrir menn i þýzka sjóhernum.
Umborði þessu 1760 tonna bark-
skipi verða sjóliðarnir aö vinna
öll þau sömu störf og gerðist hér
fyrr á árum, þegar menn sigídu
um heimshöfin á seglskipum.
En það er samt sem áður ekki
eins erfitt að starfa um borð i
Gorch Fock og var á gömlu
seglskipunum m.a. vegna þess
að seglin eru nú úr gerviefnum
en ekki segldúk, sem var mörg-
um sinnum þyngri og erfiðari i
meðförum. Gorch Fock er
fyrsta seglskipið i Evrópu, sem
búið er seglum úr polyester, en
seglin vega ekki nema 600
grömm, hver fermetri, og er
þaö þriðjungi minna en væru
seglin úr segldúk.